Fréttablaðið - 21.11.2009, Page 112
DREIFING: dreifing@posthusid.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000
Mest lesið
VISIR.IS
Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
FRÉTTIR AF FÓLKI
Fjólublár Friðrik
Eins og Fréttablaðið
greindi frá í gær eru á
teikniborði Friðriks
Weisshappel tveir
nýir Laundromat-
staðir í miðborg
Kaupmannahafnar.
Friðrik ku vera
búinn að ákveða
litinn á stað númer þrjú þegar hann
verður að veruleika en sá á að
vera fjólublár. Friðrik hefur því haft
augun opin fyrir skemmtilegum
munum með þessum mikla tísku-
lit. Til gamans má geta þess að eins
og öll verk sannra athafnamanna
eru gömlu staðirnir tveir í eigu
móðurfélags. Nafn þess vísar beint
og óbeint til hinnar íslensku útrásar
því það heitir Holding Group.
Synt gegn straumi
Stjórnarliðar voru ekki á eitt sáttir
þegar Ásmundur Einar Daðason,
þingmaður Vinstri grænna, settist
í formannsstól Heims-
sýnar á aðalfundi
félagsins um síðustu
helgi. Eins og flestir vita
stendur Heimssýn gegn
inngöngu Íslands í
Evrópusamband-
ið. Þetta er í and-
stöðu við yfirlýst
markmið ríkisstjórnar Samfylkingar
og Vinstri grænna sem stefnir á
aðildarviðræður og kosningar um
inngöngu í sambandið. Ákvörðun
Ásmundar mun hafa farið illa í
Samfylkingarfólk og voru símalínur
í höfuðstöðvum flokksins við Hall-
veigarstíg rauðglóandi í vikunni.
Jólabakstur
og jólaglögg
laugardag
og sunnudag
kl. 11-17
Svansmerkt
prentverk
Harmleikur?
Enn og aftur þurfa viðskiptavinir
Kaupþings – og svo sem sam-
félagið allt – að tileinka sér nýtt
nafn viðskiptabankans síns. Arion
banki heitir kompaníið frá og með
deginum í dag. Arion var grískt
skáld, höfundur söngva til heiðurs
guðinum Díonýsosi. Aristóteles
sagði söngvana grunn hins
aþenska harmleiks, og því hlýtur
Arion að teljast höfundur harm-
leiksins. Það er áhugavert, en varla
efni í slagorð.
1 Stálu bíl lögreglustjórans og
sóknarprestsins
2 Grunaður um að nauðga
unglingsstúlku ítrekað
3 Ráðuneytið endurskoðar
nefndarsetu Baldurs
4 Hefur ekki borist svar frá KSÍ
varðandi kampavínsmálið
5 Maður handtekinn á
Hverfisgötu
6 „Erfitt að rökræða við fólk
sem er fjarverandi”