Vikan


Vikan - 31.10.1963, Side 38

Vikan - 31.10.1963, Side 38
 „Mikið er þetta ógeðslega ljótt hjá mér, drengir. Eruð þið ekki búnir að missa alla trú á mér?“ Hann vafði skyrtunni utan af litunum og kreisti úr mörgum túbum á spjald, sem var þykkt af hörðnuðum lit. Suður f hraun með um hann. —- Hérna hef ég verið, sagði Kjarval og benti suður í hraunin i átt til Bessastaða. líg á holur þarna. Einu sinni var ég þar i snjó. — Mér finnst ég hafa séð frekar litið af snjómyndum eftir þig. — Frekar lítið já. En stundum hef ég málað í snjó. Ég mála á öllum árstiðum, líka i skammdeginu. Jafnvel þótt farið sé að skyggja, þá mála ég. Alveg inni tvilætið. — Sumir þykjast ekki geta málað við Ijós. — Það get ég. Ég mála oft við Ijós. Það er bara vitleysa, að ekki sé hægt að mála við ljós. Ljós og ljós. Þetta er Ijóssins dag- ur. Hvernig er þetta fyrir ykkur. -— Það er gott að taka myndir i dag, sagði Kristján ljósmynd- ari, — gæti ekki verið betra. — Þið áttuð bara ekki að fá mig. Þið áttuð að fá hann Aust- mann. Hann kom til okkar, þegar við vorum að fara. Austmann hefði verið upplagður. — Er Austmann efnilegur? — Austmann er séní. Bílstjóri, beygðu þarna austur á Krýsu- víkurveginn. Ég var þarna suðurfrá með Svíunum um daginn. Þeir voru að filma mig í einni holunni minni. — Heldurðu að útlendingar sjái fegurð i svona hrauni? — Ég veit það ekki. Efast um það. Efast stóríega um það. Kannske finnst þeim það bara vera eyðimörk. En nú eru veg- heflar á veginum, bílstjóri, og við skulum fara varlega. Við skul- um fara varlega. Við megum ekki trufla Framhald á bls. 55

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.