Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 2
BARA HREYFA EINN HNAPP gg hakafullmatic SJÁLFVIRKA ÞVOTTAVÉLIN ÞVÆR, SÝÐUR, SKOLAR OG VINDUR ÞVOTTINN. HU%1*/*FUI1MATIC ÞVOTTAVÉLIN FER SIGURFÖR UM ALLA EVRÓPU. - HAKA GERSR ÞVOTTADAGINN AUÐVELDARI EN ÁÐUR ÞEKKTIST. SJÁLFSTÆÐ ÞVOTTAKERFI 1. Suðuþvottur 100° 2. Heitþvottur 90° 3. Bleijuþvottur 100° 4 Mislitur þvottur 60° 5. Viðkvæmur þvottur 60° 6. Viðkvæmur þvottur 40° 7. Stífþvottur/Þeytivinda B. Ullarþvottur 9. Forþvottur 10. Non-lron 90/ 11. Nylon Non-lron 60° 12. Gluggatjöld 40° AÐEINS M%M^FULLMATIC ER SVONA AUÐVELD í NOTKUN. - SNÚIÐ EINUM SNERLI OG HAKA SÉR ALGJÖRLEGA UM ÞVOTTINN OG SKILAR HONUM ÞURRUM TIL STRAUINGAR. - SJÁLFVIRKT HITASTIG OG VATNSMAGN, SEM HÆFIR HVERJU ÞVOTTAKERFI. — SJÁLFVIRKAR SKOL- ANIR. — TÆMING OG ÞEYTIVINDUÞURRKUN. — MEÐ 2 KERFUM AF 12 ER HÆGT AÐ SJÓÐA ÞVOTT- INN SVO VÉLIN SKILAR JAFNVEL ÓHREINASTA ÞVOTTI TANDURHREINUM. - ÞVOTTURINN KEMUR AÐENIS VIÐ GLANSSLÍPAÐ, SEGULVARIÐ, RYÐFRÍTT STÁL. í FULLRI ALVÖRU Vinnusemi Oft talar fólk þannig, að helzt má á þvi skilja að vinna sé böl. Fæstir meina þetta þó i raun- inni, ef betur er að gáð. En mjög mikilvægt er, að sem flestir fái vinnu við sitt hæfi. Annars er það svo, að allur fjöldinn getur unað sér við margvíslegustu störf, en sumir við fá eða eng- in. Séu störf innt af hendi af samvizkusemi, og umfram allt af jákvæðu hugarfari, þá hljóta • þau að jafnaði að verða til á- nægju. En því miður er til all- margt fólk, sem getur ekki litið störf sin jákvæðum augum. Það er oft sama fólkið, sem myndi verða utangátta í flestum eða öllum störfum og er óánægt með þjóðfélagið og tilveruna yfir- leitt. Tómstundir og skemmtan- ir geta þá jafnvel lika orðið til lítillar ánægju, en þá er stundum gripið til þess ráðs að vera stöð- ugt á ferðinni. íslendingar eru áreiðanlega vinnusamir, og viljugir eru þeir fyrir sjálfa sig. Þegar þjóðin er svo einnig framgjörn og vill eiga öll gullin, sem nútima tækni hefur leitt af sér, þá verð- ur vinnudagurinn oft langur. enda sæmir það ekki fram- gjarnri þjóð að lianga fram á kvöld við það, sem taka mætti með snerpu á venjuleguin vinnu- degi. Á þesu sviði eigum við mikið ólært. Betri skij^ulagning er visasti vegurinn til bættra lifskjara. En nýjar óskir og kröf- ur myndast stöðugt. Margir munu þvi áfram kjósa að liafa langan vinnudag. Enda er hóf- leg vinna oft sízt meira lýjandi en ýmis tómstundastörf og get- ur verið alveg eins skemmtileg, einkum ef ekki er ailt unnið að því sama. Húsbyggingar eiga mikinn þátt i löngum vinnudegi margra. Þar höfum við lika náð þeim ein- stæða árangri, að flestar fjöl- skyldur búa i eigin húsnæði. Og liúsum hér er yfirleitt vel við haldið, enda koma þar bæði eignarétturinn og vinnusemiin við sögu. Varast skyldu menn þó , að þræla sér út til að geta haft nokkru finna húsnæði en ná- granninn. Samkeppni er góð, en hún hefur áreiðanlega leitt út í öfgar á þessu sviði hjá all- mörgum. Of mikið má af öllu gera, og svo getur einnig orðið um vinnugleðina. vk. 2 VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.