Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 50
Kjúklingastykki á pönnu Þá er kjúklingurinn skorinn hrár í stykki, saltaður og þerraður vel og oft velt upp úr svolitlu hveiti eða eggi og tvíbökumylsnu. Bezt er að steikja úr helmingi smjörs og helmingi jurtafeiti, því að eins og áður er sagt, er kjúkl- ingakjöt mjög næmt fyrir öðru bragði og þolir því ekki slæma feiti. Pannan þarf helzt að vera 2—3 cm. á dýpt. Stykkin eru steikt í hálfa til eina klukku- stund við hægan hita. Sé óskað eftir harðri skorpu verður pannan að vera opin seinni hluta tímans. Xfúklingar Verð á kjúklingum hér í Rcykjavík er, eftir því sem komizt verður næst, frá 110—123 krónur kílóið. Kjúklingurinn er venjulega um það bil eitt kíló að þyngd og líklega þarf að gera ráð fyrir tveimur fuglum fyrir þrjá menn. Heilsteiktur kjúklingur Sé kjúklingurinn steiktur heill í ofni, verður að þerra hann vel að utan og nudda hann að innan með salti, pipar og sundurskorinni sítrónu. Ofninn á að vera meðalheitur og reikna þarf með 30 mín. steikingu á hvert pund í fuglinum, sem sagt ca. klukkutími fyrir meðalfugl. Bezt er að bringan snúi niður meiri hluta steikingartímans, en það má ekki snúa fuglinum með gaffli, svo að húðin særist ekki. Ef líkur eru á að bringan verði of hörð, má gegn- væta klút í feitinni og leggja yfir fuglinn, en taka hann burt síðast, svo að kjúklingurinn verði fallega brúnn. Kjúklingurar taka mikið bragð af öllu, sem haft er með þeim, öfugt við flest fuglakjöt, sem er svo bragðsterkt, að það yfirgnæfir annað bragð. Þess vegna er bezt að hafa eitthvað létt með kjúklingum, t.d. sveppi, salat, grænar baunir, en ekki rauðkál og eitthvað álika þungt. Létt rauðvín eða fremur þungt hvítvín má nota jöfnum höndum með, ef mikið er viðhaft. Of mikill hárvöxtur Framliald af bls. 49. ÖNNUR RÁÐ. Önnur ráð verður að nota við meiri og grófari hárvexti, en sum þeirra eiga við hár- vöxt annars staðar, svo sem á fótum og hancLleggjum. And- litshúðin er það viðkvæm, að þar verður að gæta mikillar varáðar. RAKVÉLIN. Það er fljótlegt að nota ralc- vél, til þess að taka burtu hár af fótleggjum og handleggjum, og eru raf magnsrakvélarnar langbeztar til þess. Litlar rak- vélar, sérstaklega framleiddar fgrir konur, eru fáanlegar er- lendis og e. t. v. hér lika, en þær ganga nær háðinni en venjulegar rakvélar. Séu venjulegar rakvélar not- aðar, á ekki að bera raksápu eða krem eða spritt á húðina og munið: Ekki á andlitið, heldur á fœtur og undir hendur. SANDPAPPÍRSHANZKINN. Það er lika góð aðferð við fótleggina, en auðvitað ekki eins fljótleg. Ágætt er að nota sand- pappirsaðferðina með lýsingar- aðferðinni, og árangurinn næst ekki i einum áfangd, heldur þarf að gera þetta reglulega og láta hárin aldrei fá tækifœri til að vaxa að ráði aftur. Hanzk- anum er nuddað i smáhringi upp eftir fótunum. VAX. Vax-aðferðina má nota bæði á fætur og i andlit, en ekki undir höndunum. Vaxið er linað i litlum potti á eldavélinni og smurt með spaða á háðina. Lítill flipi látinn standa upp efst, og þegar vaxið er stífnað er kippt i flipann og öllu svipt burtu — hárunum meðl Nýlega kom á markaðinn nýtt franskt vax, sem er eins og krem. Því er smurt i þunnu lagi á fætur- na og svolítið sellofan eða þunnt gasstykki er lagt ofan á og þeg- ar það er rifið af fylgir vaxið og hárin með. Mjög fljótleg að- ferð, sem einnig hefur þann kost, að það tekur nokkuð langan tíma þar til hárin vaxa aftur, þvi að þeim er kippt upp með rót. Chicken a la King Smjör bolli, sveppir 1 bolli eða ca. 150 gr., grænn pipar niðursneiddur ’,í bolli, hveiti 4 matsk., kjúklingasoð 1 bolli, mjólk 1 bolli, rjómi 1 bolli, kaldur, soðinn kjúklingur í sneiðum eða bitum 2—3 bollar, salt og pipar, eggjarauður, lauslega þeyttar, 2 stykki, sherry 2—3 matsk. Feitin hituð og piparhulstrin og skornir sveppirnir soðnir þar í 5 mín. Hveiti bætt í og jafnað upp með soðinu, mjólkinni og rjómanum og kjúklingur- inn hitaður þar í. Eggjarauðurnar hrærðar út með svolitlu af sósunni og síðan bætt út í og hrært vel í á meðan. Síðast er sherrýið sett í. Borið fram á heitum ristuðum eða steiktum franskbrauðssneiðum eða í tartalettuformum. HÁRE YÐINGARKREM. Margs konar háreyðingarkrem eru framleidd. Sum þeirra eru mjög sterk og eru aðeins œtluð til að nota á likamann, en önn- ur eru gerð sérstaklega til and- litsnotkunar. Það verður að fara alveg eftir leiðbeiningum, sem fylgja mcð lwerju kremi, en gott er að smyrja háðina á eftir með mýkjandi kremi, sér- staklega hæfilega sárum. Þau krem, sem nota á i andlit, eru miktu dýrari en hin, en þafS má alls ekki nota önnur krem en þau á andlitshúðina. Öll þessi krem eru ná gerð lyktar- laus, en áður var sterk og leið- inleg lykt af þeim. HORMÓNASTA RFSEMIN. Byrji óeðlilegur hárvöxtur skyndilega, er hugsanlegt að um truflanir á starfi lokaðra kirtla sé að ræða, og þá er auð- vilað nauðsynlegt að leita læknis. DIATERMI. Þá er komið að þeirri að- ferðinni, sem áhrifarikust er við eyðingu of mikilla andlits- hára, en það er diatermi. Þá er rafmagnsnál stungið niður með rót hvers hárs fyrir sig og deyr hárrótin af þvi, þann- ig að hárið vex ekki aftur. Það tekur ekki nema brot ár sek- ándu að eyða hverju hári og það er ekki sárt, c. m. k. ekki svo að það taki þvi að tala um það. Þeir, sem eru hræddir við þannig aðgcrð, geta tekið inn verkjatöflu eða róandi töflu áður en byrjaff er, og sé hnðin mjög viðkvæm, er stundum borið sérstakt krem á hana til að draga ár tilfinn- ingunni, en það sér auðvitað sá um, sem framkvæmir aðgerð- ina. Þannig aðgerð þarf að gera nokkrum sinnum og smám sam- an eyðast hárin, i fyrstu er farið vikulega, en siðar venjulega hálfsmáimðarlega, en allt fer það eftir ástæðum. Þetta kost- ar vitanlega töluvert, en þeim peningum er vel varið, því að eins og áður er sagt, koma hár- in ekki aftur, eftir slíka með- ferð. Nokkra varáð þarf að hafa við þvott og annað fyrst á eftir, nota ekki sterk hreins- unarkrem, ekki sápu og vatn og margir halda því fram, að mjög sterkt sólarljós sé ekki gott fyrir háðina fyrst á eftir, geti m. a. orsakað freknur. Háð- in þornar töluvert á þessu, en það má nota vökvakrem, og til að hreinsa hana sótthreinsandi efni og sinkpasta. Það er til háð, sem ekki þolir diatermi, en það segir sérfrœðingur til um, þeg- ar ráða hans er leitað. Diatcrmi við hárum annarsstaðar á lík- amanum verður heldur kostnað- arsamt, en það má t. d. taka burt lengstu og grófustu hárin með diatermi og reyna svo að eyða hinum með lýsingu. Eins og sjá má af ofanskráðu, er engín ástæða til að örvænta fyrir þær konur, sem þjást af of miklum hárvexti, heldur ættu þær að byrja samstundis á ein- hverjum af þeim aðferðum, sem hér var lýst. ★ 5Q VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.