Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 29
DraugahúsiS
Framhald af bls. 13.
þaran með krepptan hnefann
reiddan upp í loftið og fann vín-
þefinn rísa upp af gólfflísunum.
Á þessarri stundu byrjuðu
kirkjuklukkurnar að hringja.
Fyrst eitt högg, skært, málm-
kennt hljóð, sem hékk í tæru
frostloftinu, svo annað og svo
þriðja. Svo þögn.
Svo hljómaði bjallan aftur,
einu sinni, tvisvar, þrisvar. Lang-
ir og titrandi tónar. Undirfor-
inginn kveikti á vasaljósinu sínu.
Mennirnir litu hver á annan.
Butel hafði gleymt reiði sinni.
Þeir höfðu allir gleymt henni.
Bjallan hringdi aftur þrisvar
og svo klingdu allar klukkurn-
ar saman, svo húsið nötraði.
— Angelus, muldraði Butel. —
Angelus um miðnættið.
— Það er sagt að klukkurnar
hringi oft sjálfkrafa á storma-
sömum nóttum, sagði Butel, án
mikilar sannfæringar.
— Bjöllumar hringja ekki af
sjálfu sér, þegar það er logn,
sagði einhver. — Og jafnvel
vindurinn getur ekki samhringt.
— Þjóðverjarnir eru í þorpinu,
herrar mínir, sagði Martin lið-
þjálfi.
— Komið! Grípið til vopna!
skipaði Lalande.
Það vottaði fyrir taugaóstyrk,
þegar þeir þreifuðu eftir vopn-
unum sínum í myrkrinu.
— En ef þeir eru í þorpinu,
sagði Chambrion allt í einu, —
hvers vegna eru þeir þá að
hringja bjöllunum svona? Held-
urðu ekki, undirforingi, að þetta
geti verið bragð hjá þeim til að
hræða okkur, og þeir muni ráð-
ast á okkur um leið og við kom-
um út?
— Við munum komast að því,
sagði Lalande. — Komið! Þetta
>er skipun. Út um bakdyrnar!
Butel greip í handlegg undir-
foringjans, fast, eins og hann
langaði til að meiða hann.
—- Nei, undirforingi, látið mig
fara fyrst.
Hann langaði til að bæta við:
— Vegna flöskunnar. En hann
vissi ekki, hvernig hann átti að
koma orðum að því.
Þegar þeir opnuðu dyrnar,
varð bjölluhljómurinn jafnvel
ennþá háværari og skelfilegri.
— Svona er hringt þegar það
er hringt út eftir messu, sagði
Butel.
Hann flýtti sér að gera kross-
mark fyrir sér, signa enni sitt
og brjóst, og þaut svo út yfir
húsagarðinn og leitaði skjóls und-
ir veggnum hinum megin.
— Þið getið komið út, félagar,
sagði hann stundarkorni seinna.
— Það er enginn hér.
Hávaðinn varð því óbærilegri
sem þeir nálguðust kirkjuna
meir. Allt loftið virtist endur-
óma og titra í eyrum þeirra með
málmkenndu hljóði bjallanna.
Butel, Gruzert og Chambrion
voru allir að velta því fyrir sér,
hve margir menn væru að
hringja bjöllunum.
Þeir skiptu!sér í tvo hópa. Ann-
ar helmingurinn fór hægra meg-
in við torgið, en hinn vinstra
megin. Þeir forðuðust að annar
færi á undan hinum og þokuðu
sér hægt áfram. Kirkjan var fyr-
ir enda torgsins og þeir sáu dökk-
an garðinn milli trjánna og
kirkjugarðshliðsins, þar sem
krossarnir glitruðu. Hringingin
vai’ð hægari og svo þögnuðu
klukkurnar.
Báðir helmingar varðflokksins
námu staðar. Andrúmsloftið virt-
ist hafa þyngzt skyndilega; þögn-
in gerði ekkert til að draga úr
eftirvæntingu þeirra. Allt varð
þögult í kirkjunni í þorpinu.
Diradec, maðurinn frá Bretagne,
sem aldrei talaði var næstum
farinn að trúa að það hefðu ver-
ið hinir dauðu, sem hefðu hringt
bjöllunum.
Undirforinginn gaf merki um
að halda árfam. Gruzert liðþjálfi
stanzaði við hornið á þröngu
sundi og leit um öxl til að sjá,
hvort menn hans fylgdu ekki
eftir. Um leið og hann sneri sér
við aftur, stóð hann augliti til
auglits við Þjóðverja. Þeir
hrukku báðir við. Þjóðverjinn
stökk aftur inn í sundið en
Gruzert þrýsti sér aftur upp að
veggnum.
Það voru tvö draugahús í þorp-
inu þessa nótt.
Bjöllurnar tóku aftur að
hringja. Hljómur þeirra var villt-
ur, glaður og hræðilegur.
Vai’ðflokkamir tveir forðuðust
hvor annan stundarkorn, hvor
um sig beið eftir tækifæri til að
koma hinum á óvart. Orrustan
byrjaði umhverfis stóra sprengju-
gíginn með dökka vatninu.
Vélbyssan gelti og varpaði
rauði’i, blikkandi birtu umhverfis
sig.
— Hvers vegna eru þeir ennþá
að hringja? spurði Lalande und-
irforingi, fyrir sína hönd og
allra sinna manna.
Allt í einu rak Butel upp óp
og henti rifflinum sínum. — Þá
er það komið! sagði hann eins
og eitthvað hefði gerzt, sem hann
hefði átt von á fyrir löngu.
Hann hafði fengið kúlu í hand-
legginn. Það var ekki sárt, eða
að minnsta kosti minna en hann
hafði búizt við, en öxl hans skalf
ofsalega og hann réð ekki við
hana.
Báðir aðilar skutu fremur
skipulagslaust. Stuttar skothríð-
ir komu úr myrkum hornum.
VIKAN 7. tbl. 29
____________________3
LOKS 1'NfS
EFTIR 30 ARA ÚTLÉGÐ ER
BREZKT LINOLEUM
AFTUR A ÍSLENZKA MARKAÐINUM
VÉR ERUM UMBOÐSMENN
LEITIÐ UPPLÝSINGA
Kristján Ó. Skagfjörð hf . Sími 2-41-20