Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 32

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 32
C O N T E X REIKNIVÉLARNAR fara sigurför um heiminn og vekja alls staðar athygli og aðdáun fyrir formfegurð, ótrúlegt notagildi, fyllstu gœði og mjög hagstætt verð. C O N T E X GETUR ALLT CONTEX er + leggur saman — dregur frá X margfaldar : deilir {KOST AGRIPUR ★ formfögur og falleg á litinn ★ léttur ásláttur ★ hnappar formaðir fyrir blindandi áslátt ★ eldfljót samlagningar- og frádráttarvél, sem jafnframt margfaldar og deilir sjálfvirkt ★ búnaður fyrir endurtekna margföldun með sömu tölu ★ tekur 10 stafa tölu og gefur 11 stafa út- komu ★ eins einföld í notkun og hugsast getur — vinur við fyrstu kynni ★ jafngóð fyrir hægri og vinsfri hönd ★ lipur og létt, aðeins 3 kg. ★ fyrirferðarlítil á borði: L 25,6 — B 20,5 — H 10,0 cm. ★ auðflutt ★ kemst f skjalatösku, en fer ennþá betur í hinni hentugu CONTEX burðartösku ★ traust og sterk ★ 5 ára ábyrgð ★ örugg varahluta- og viðgerðaþjónusta. CONTEX er REX-ROTARY framleiðsla. Þarf því ekki að efast um gæð- in, þar sem REX-ROTARY blek- og spritt- FJÖLRITAR hand- og rafknúnir eru löngu landskunnir, enda jafn- an fyrstir með tæknilegar framfar- ir og bera af um útlit, hagkvæmni, gæði og verð. Framleiddir af stærstu fjölritaverksmiðjum álfunnar. REX-ROTARY efni og áhöld til blek- og sprittfjölritunar. ELECTRO-REX stensla-þjónusta. REX-RECORDER hljóðritar. O. KORME RU P-H AMSEM F S í M I 1 2 6 0 6 - S U Ð URGÖTU 10 - REYKJA V í K Stjörnuspáin gildir írá fimmtudegi til fimmtudags. Hrútsmerkið (21. marz — 20. aprfl): Mál, sem þú helzt að væri útrætt, krefst nú umræðu, vegna nýrra viðhorfa. Þér gefst ekki mikill tími til að sinna einkamálum þínum. Þú skalt gerast djarfari en hingað til, því þú hefur trompin á hendinni. Nautsmerkið (21. april — 21. maí): Margt fer öðruvísi en ætlað er, en þú munt þó sætta þig við öll málalok. Þú færð þakklæti í einhverri mynd fyrir greiða, sem þú gerðir fyrir langalöngu. Það verður fremur drungalegt og leið- inlegt um sinn. Tvíburamerkið (22. mai — 21. júní): Þú verður fyrir óhappi í sambandi við atvinnu- tæki þitt. Þú skait hugleiða vel allar aðstæður, áður en þú ræðst í framkvæmdir. Vanræktu ekki vini þína og ættingja. Gerðu þér dagamun núna rétt bráðlega. Krabbamerkið (22. júní — 23. júli): Þú þarft að taka að þér störf einhvers annars og hagnast líklega töluvert á því. Þú ættir að sinna meira fjölskyldu þinni og heimili en þú gerir. Þú gerír góð viðskipti við góðan kunn- ingja þinn. ©Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Vertu hress og glaður, hvað sem á dynur, það mun bæta mikið um fyrir þér. Þú kemst yfir fróðleik af einhverju tagi, sem tekur hug þinn allan. Þú lendir fyrir tilviljun á stað, sem þú hefur gaman af að kynnast. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): A Þú hefðir mikið yndi af því, að vera veitandi og mK <JB láta aðra njóta lífsins á þinn kostnað. Þér býðst gott tækifæri til að afla þér vasapeninga. Þú ætt- ir að stytta þér stundir við áhugamál þín, þótt það hafi aukakostnað í för með sér. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú ert einstaklega pirraður og óánægður eins og stendur. Þú skalt kappkosta að komast eitt- hvað burtu til að létta þér upp. Þú hefur áhyggj- ur af persónu, sem þú berð ábyrgð á, en í raun- inni er það óþarfi. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú ert alltof eigingjarn og sjálfselskufullur, gættu þess að þú særir eklci þá, sem þér eru kærir, með þessum ágöllum þínum. Þú ert líklegur til að hagnast á einhverju braski, en leggðu ekki mikið fé í það. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. desember): Það er nokkuð erfilt tímabil framundan hjá þér, vegna hlutar, sem brugðizt hefur. Einbeittu þér að verkefnum þínum, og, ef þú ert allur af vilja gerður, muntu komast yfir þessa erfiðleika með miklum sóma. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú verður fyrir smáhappi, sem hefur talsverða þýðingu fyrir þig, persónulega. Þú færð góðar r fréttir langt að komnar. Þú kynnist eldri manni, sem innan skamms mun gerast góður ráðgjafi og hollur félagi. Heillalitur er ljósgrænt. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. íebrúar): Þú ert í góðu jafnvægi og nýtur þess sem þú aðhefst. Vinur þinn leitar ráða hjá þér og skaltu liðsinna honum þótt þú fórnir nokkrum tíma til þess. Gættu þess að skemmta þér ekki úr hófi fram um helgina. ©Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Vinir þínir koma þér á óvart, með vel undir- búnu uppátæki. Þú verður fyrir skemmtilegri til- viljun, tekinn, fyrir allt annan en þú ert, og get- ur það orðið til góðs fyrir þig. Á laugardaginn færðu kærkominn gest. m g2 VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.