Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 47
götunni og þaut inn í skóginn með vasaljósið í hendinni. Hún heyrði hann mása fyrir aftan sig. Greinar slógust í andlit hennar. Hún missti annan skóinn og sparkaði hinum af sér. Brekkan varð skyndilega brattari, og hún varð að vega sig upp á greinun- um. Hún kom upp á malborinn stíginn, sem lá með fjallsbrún- inni, en hún hafði komið upp á hann langt fyrir ofan krossgöt- urnar. Nú var aftur hljótt fyrir aftan hana. Hún þaut niður eft- ir stígnum í áttina að opum ganganna. Enn einu sinni nam hún stað- ar, lömuð af skelfingu. Fyrir framan sig sá hún dökkklædda veru hverfa á bak við framstætt klettanef. Enn einu sinn hafði hann stytt sér leið og var nú kominn fram fyrir hana. Og í tunglsljósinu var erfitt að sjá hann. Hann var með svartan hatt og hvarf inn og út á milli skuggana, flýtti sér ekki sérlega mikið, en örugglega. Með augnaráðið fest við hann gekk Julie hægt aftur á bak, upp eftir stígnum. Hún átti ekki margra kosta völ nú. Hún sneri sér við og gekk hratt upp eftir. Stígurinn vatt sig eins og orm- ur út með fjallsbrúninni. Vinstra megin við hana var nú lóðrétt, dimmt gljúfur, hægra megin risa- stór bergveggur. Eina von henn- ar var, að stígurinn lægi ef til vill í lykkju og aftur niður til hótels- ins, eða næði yfir fjallið til ein- hvers annars byggðs bóls. Hún leit um öxl og fann hann nálgaðist með stöðugt meiri hraða. Hún miðaði og kastaði vasaljósinu. Það lenti á kletta- veggnum og rann niður eftir stígnum. Hann kom stöðugt nær. Hún tók til fótanna og vissi, að hún átti þeim fjör að launa. Hærra og hærra upp eftir fjalls- brúninni. Stígurinn mjókkaði og svartir skýjaflókar lögðust fyrir tunglið. Framhald í næsta blaði. Heklagur jakki Framliald af bls. 49. Heklið 4 umf. fastahekl í hálsmól, framan á ermar og neðan á jakk- ann. Gjarnan má hekla nokkrar umferðir til styrktar að framan, ef með þarf og hekla síðan lauf. Ath. að barmarnir togni ekki, heldur herðið þá dálítið upp um leið og laufin eru hekluð. Lauf má hekla á marga vegu, t.d. með því að hekla 5 stuðla í sömu lykkju og tengja saman með því millibili sem þurfa þykir. PRJÓNAÐUR JAKKI. Stærðir: 38 (40) 42. Efni: 200 (200) 250 gr. af frem- ur fíngerðu ullargarni (Jakobsdals Angorina). Prjónar nr. 41/2. Prjónið það þétt að 14 I. og 22 umf. prjónaðar með munztri, mæli 10x10 sm. Standist þessi hlutföll má prjóna eftir uppskriftinni ó- breyttri, annars verður að breyta prjóna- eða garngrófleika þar til rétt hlutföll nást. Einnig má fjölga eða fækka lykkjum. Munztur: Lykkjufjölda skal hafa oddatölu. 1. umf: slétt. 2. umf. og síðan allar umferðir: 1 I. sl., * bregðið garninu um prjóninn, prjón- ið saman 2 I. sl. *, endurtakið frá * til * umferðina á enda. Bakstykki: Fitjið upp 61 (65) 69 I. og prjónið munztur, þar til stykk- ið mælir 32 (33) 35 sm. (Teygið örlítið á stykkinu um leið og mælt er). Fellið þá af fyrir handvegum, fyrst 4 (4) 6 I. í hvorri hlið og síð- an 2 I. í hvorri hlið. Prjónið áfram þar til handvegir mæla um 20 sm. Fellið þá af fyrir hvorri öxl 6,6,5 (6,6,5) 6,6,7 I. Fellið af í einni um- ferð lykkjurnar sem eftir eru. Vinstra framstykki: Fitjið upp 33 (33) 35 I. og prjónið munztur 32 (33) 35 sm. Fellið þá af fyrir handveg fyrst 6 I. og síðan 2 I. Prjónið áfram 25 (25) 27 I. þar til stykkið mælir um 48 (49) 49 sm. Takið þá úr fyrir hálslíningu 6 og 2 I. Prjónið áfram þar til handvegur er jafn- stór og á bakstykkinu. Fellið af fyrir öxlum á sama hátt og á bak- stykkinu. Hægra framstykki: Prjónið á sama hátt og það vinstra, en ger- ið úrtökur og affellingar gagnstætt. Ermar: Fitijð upp 37 (39) 41 I. og prj. munstur. Aukið út 1 I. í hvorri hlið með 3ja sm. millibili, þar til 49 (49) 51 I. eru á prjón- inum. Þegar stk. frá uppfitjun mæl- ir um 34 (35) 36 sm. eru felldar af 4 I. I hvorri hlið og síðan tekin úr 1 I. í byrjun hverrar umferðar þar til ermarkúpan mælir 11 sm. og þá 2 I. í byrjun hverrar um- ferðar næstu 2 sm. Fellið af. Bryddingar: Fitjið upp 9 I. og prjónið garðaprjón (allar umf prj. sléttar). Prjónið framan á ermarn- ar um 20—21 sm., í hálsmálið um 65 sm. og allt í kringum jakkann um 160—170 sm. Teygjið dálítið á renningunum um leið og mælt er. Leggið stykkin á þykkt stykki, nælið form þeirra út með títuprjón- um og teygjið að þörfum. Leggið rakan klút yfir og látið gegnþorna næturlangt. Strekkið renningana dálítið og pressið lauslega. Saumið jakkan saman með þynntum garnþræðinum og aftur- sting. Saumið renningana, kringum jakkann, framan á ermar og ( háls- mál. Leggið réttu mót réttu og saum- ið með þynntum garnþr.æðinum og aftursting. Gangið frá endunum á sama hátt. Ath. að jakkinn verði ekki síðari að framan en aftan. Brjótið síðan renningama yfir á röngu og tyllið niður ( höndum. Presið laust ef með þarf. Hnýtið saman enda hálsmálslíningarinnar. SUNSIP er bragðljúfur ávaxtadrykkur. SUNSIP mega sykursjúkir drekka. SUNSIP-dælan eykur hreinlæti og sparar mik- ið. 1 dæling og fyllið glasið með vatni. SUNSIP vilja jafnt börn sem fullorðnir. SUNSIP er drykkur allra á heimili og vinnu- stað. REYNIÐ Sunsip 0G ÞÉR KAUPIÐ ÁVALLT SUNSIP ÁVALLT UNG ^ANtalSIlR rakamjólk „LAIT HYDRANT". þurr húð þarf meiri raka en húðvefirnir hafa við að framleiða. Til þess að bæta úr þessum rakaskorti framleiðir LANCASTER nú RAKAMJÓLK „LAIT HYDRANT", sem einkum er ætluð fyrir þurra og viðkvæma húð. Þessi áburður bætir húðina strax eftir fyrstu notkun. Húðin verður mjúk, fersk og notaleg. /AN^ASIER ÚTSÖLUSTAÐIR. - REYKJAVÍK: Tíbrá, Gjafá- og snyrtivörubúðin, Orion, Holts-Apótek, Tjarnar- hárgreiðslustofan. — AKÚREYRI: Verzlunin Drifa. PATREKSFIRÐI: Verzl. Ó. Jóhannessonar. VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.