Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 6
ULTRfl+LflSH Mascara
TIL AÐ LENGJA OG LENGJA ENNÞÁ
MEIR SILKIMJÚK AUGNAHÁR.
ULTRA*LASH er fyrsti augnháraliturinn sem
íengir og þéttir augnahárin án þess að gera
þau stíf. Þessi einstaka efnablanda lengir án
gerviþráða. Allt sem þér þurfið að gera er að
bera ULTRA*LASH á með hinum hentuga
TAPER-BRUSH sem byggir upp um leið og
hann litar hvert augnhár. Ekkert auka erfiði
og ekkert ergelsi út af gljáalausum og klístr-
uðum augnhárum. ULTRA*LASH hleypur ekki
1 kekki, né skilur eftir klessur eða bletti. Þetta
er íyrsta skaðlausa efnið sem lengir og þéttir
augnhárin, þolir vatn og er lyktarlaust. Sér-
staklega auðvelt að hreinsa á nokkrum sekúnd-
um með Maybelline Mascara Remover. Kemur
í þrem góðum litum: VELVET BLACK, SABLE
BROWN og MIDNIGHT BLUE.
alltaf það hreinasta og bezta fyrir fegurð augnanna:
Eti
t
LÍF ER AÐ LOKNU ÞESSU
- EÐA HVAÐ?
Kæra Vika!
Ég hef nú verið að kaupa
blaðið af og til í von um að
finna þar eitthvað um dulræn
fyrirbrigði eða trú og sannanir
ef svo mætti segja. En það hef-
ur nú verið heldur lítið um
þesskonar efni finnst mér. Ég fer
oft á miðilsfundi, vegna þess, að
ég tel, að margt, sem þar kemur
fram sé sönnun fyrir áframhald-
andi lífi og það er að minnsta
kosti mikils virði fyrir mig, að
hafa meira en veika von um það.
Annars hefur konan mín enga
trú á þessu og gerir jafnvel grín
að því. En ég segi nú bara við
hana: Sá hlær bezt... og svo
framvegis.
Má maður ekki eiga von á ein-
hverju um þetta efni í Vikunni?
Með kærri kveðju.
Jónatan S. Kárason.
------— Svo þér eru sannanir
mikils virði, Jónatan. Þú átt
kannski hús og bíl og ætlar með
það með þér yfirum. Annars er
þér sannarlega óhætt að hlakka
til, því það er ágæt grein á næst-
unni í Vikunni um skyggnifyrir-
bæri og það sem daglega er nefnt
draugagangur. Höfundurinn er
ungur, íslenzkur sálfræðingur,
sem nú er við nám í Þýzkalandi.
Hann sagði m.a. í bréfi til Vik-
unnar: „Ég hefði sjálfur áhuga
á því að taka fyrir miðla og
miðlastarfsemi frá sjónarmiði
parasálfræðinnar, því mér finnst
það synd og skömm, að stór hluti
íslendinga skuli trúa því, að
hugsanaflutnings- og skyggnifyr-
irbæri þau, sem fyrir koma á
miðilsfundum, séu sönnun fyrir
framhaldslífi.“
Þar hefurðu það, Jónatan. Ég
vona nú samt að þú lesir grein-
ina.
HÚN LÍTUR Á HANN EINS
OG GUÐ.
Kæra Vika!
Ég er 26 ára gamall bifvéla-
virki hér í Reykjavík og búinn
að vera trúlofaður tvítugri stúlku
í tvö ár og nú hefur verið talað
um að gifting fari fram innan
skamms. Þegar ég hitti þessa
stúlku á Borginni á sínum tíma,
þá var það ást við fyrstu sýn
og mér fannst hún uppfylla all-
ar þær kröfur, sem ég gerði. Hún
var vel vexin og lagleg með fal-
legt ljóst hár, kvenleg og hafði
fallegar hreyfingar og talaði ekki
alltof mikið. Aftur á móti kunni
hún þeim mun betur að hlusta
og ég hafði einstaklega gaman að
ræða um músík við hana, sem
er aðaláhugaefni mitt, fyrir utan
atvinnuna. En mér fannst strax
skrýtið, að hún var alltaf sam-
mála mér, hvaða skoðun sem ég
hafði á hlutunum. Ég hugsaði
með mér, að þetta væri kannski
af tillitssemi við mig í tilhuga-
lífinu og hún mundi fá sjálf-
stæðari skoðanir síðar. En nú eru
liðin tvö ár og þetta hefur ekki
breytzt. Það er farið að fara í
taugarnar á mér, að hún skuli
alltaf vera á sömu skoðun og ég.
Hún er vafalaust mjög hrifin af
mér, því hún getur starað á mig
tímunum saman án þess að mæla
orð. í fyrstu var ég dálítið upp
með mér af þessari hrifningu
hennar, en ilú get ég sprungið
í loft upp út af því. Ég hef reynt
að reita hana til reiði og halda
fram skoðunum, sem eru tóm vit-
leysa ,en það er alveg saiaa. Hún
er alltaf samþykk, góð og full
aðdáunar.
Nú hefur verið talað um, að
við giftum okkur í vor og ég
verð að segja, að mér verður dá-
lítið flökurt við tilhugsunina. Það
versta er, að hún hefur ekkert
gert annað en vera góð og elsku-
leg og ég hef engar vondar ásak-
anir á hendur henni. Ég væri
þakklátur fyrir einhverja ráð-
leggingar í þessu máli.
Með kveðju,
Æri Tobbi.
—--------Jæja, Tobbi sæll. Eins
og nú er komið hjá ykkur hjóna-
leysunum, virðist einsýnt, að þú
veldur þessari stúlku einungis *
óhamingju. hvort sem þú segir
henni upp eða giftist henni. Síð-
ari kosturinn — að giftast henni
-— er þó mun óviturlegri og raun-
ar algerlega út í bláinn ef eitt-
hvað má marka af bréfi þínu.
Fyrst þú ert hættur að þola hana
í tilhugalífinu, hvernig heldurðu
að ástandið verði síðar? Ef til
vill gætir þú gert eina tilraun:
Sagt henni, hvað veldur angri
þínu í þeirri von, að eitthvað
breytist. Annars er nú yfirleitt
vonlítið að ætla sér að breyta