Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 13

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 13
nokkurn tíma hingað? — Einstaka varðsveit, sagði undirforing- inn um leið og hann skar sér brauðhleif. — Stundum eru tvö draugahús í sama þorpi, en það er óvenjulegt. —- Jæja, félagar, sagði Levavaseur, eftir andartaksþögn. — Þeir koma í nótt. Ég hef spásagnaranda. -— Þú hefur ekkert nema kalda fætur, sagði einhver. Þeir hlógu á þann hátt, sem hermenn hlægja, þegar þeir eru þreyttir og í þann veginn að byrja að melta máltíð sína. En allt í einu snögghættu þeir að hlæja, enginn hreyfði sig, en allir héldu niðri í sér and- anum. — Það er einhver uppi, hvíslaði Cruzet liðþjálfi. — Heyrðirðu í honum, undirforingi? Cruzet liðþjálfi stakk magasíni í vélbyss- una sína og reyndi að gera það eins hljóð- lega og hægt var. Hann hvíslaði: — Þú þarft ekki annað en kalla, undirforingi, og ég skal senda skothríð upp í gegnum loftið. Hinir stóðu tilbúnir. Lalande fór út úr herberginu og gekk hægt upp stigann. Á eftir honum komu Rémi Hordou og gerði sitt bezta til að fara hljóðlega, en stigaþrepin stundu undan þunga hans. — Hver er þar? hrópaði undirforinginn snöggt, þegar hann kom í efsta þrepið. Á hæðinni fyrir neðan krepptist fingur Cruzet um byssugikkinn. — Það er ég, undirforingi. Það er ég, sagði rödd. Og gildar útlínur Butels komu í ljós uppi á stigapallinum. — Ég var að leita að einhverju að drekka, sagði Butel. —• Þú ert heppinn að vera lifandi! Það var heppni að við drápum þig ekki strax! Undirforinginn þreif reiðilega í öxl Butels og fleygði honum niður stigann. — Hunzk- astu niður! Ég skal kenna þér að standa ekki fyrir svona draugangi í næsta skipti. SMASAGA EFTIR MAURICE DRUON Þú ættir skilið að vera lúbarinn! Og nú, ef þið hafið hljótt, gætum við reynt að sofna. Þeir teygðu allir úr sér á dýnunum. And- ardráttur Chambrion varð brátt að löngu blístri. Butel muldraði: — Ég er handviss um, að það er eitthvað til að drekka þarna uppi, svo sofnaði hann. Hann hrökk upp við þungan skell. — Grípið til vopna! hrópaði Levavasseur og þreifaði ósjálfrátt eftir rifflinum sínum. Mennirnir stukku allir á fætur. •—- Hvað gengur á? spurði Butel. Hávaðinn hafði komið innan úr þessu her- bergi. Undirforinginn kveikti á vasaljósinu sínu. Einn af bekkjunum, sem settur hafði verið fyrir gluggann, hafði dottið niður. — Hann getur ekki hafa fallið af sjálfs- dáðun, sagði Rémi Hordou. — Ég man, að ég gekk vel frá honum. — Getur einhver að utan hafa ýtt hon- um inn? spurði Martin liðþjálfi. Hordou rak hendina í gegnum brotinn gluggann; gluggahlerarnir voru fast lokaðir og læsingarnar höfðu ekki verið hreyfðar. Hann gekk frá glugganum á nýjan leik og slökkti á útvarpinu. Aftur ríkti þögn. Eina hljóðið, sem heyrð- ist, var er einhver mannanna velti sér yfir á hina hliðina. Úti var hætt að drjúpa af þakinu; það var aftur farið að frjósa. Fötin urðu kaldari og festust við líkamana. — Þetta er skrýtið, sagði Chambrion allt í einu. — Ég er dauðþreyttur, en ég get ekki sofnað. Þeim fannst þeir vera umkringdir af óvin- gjarnlegum og óáþreifanlegum áhrifum. Allir biðu eftir því, að eitthvað gerðist. Múr- steinn losnaði uppi í reykháfnum og féll niður á aringrindina, og skriða af lausu kalki á eftir honum. Hordou stökk á fætur. Ég þoli þetta ekki lengur. — Ég þoli þetta ekki! Þetta andskotans hús er allt á hreyfingu, það brakar í því og það er að hrynja! Enginn getur sagt, að ég sé af þeirri manngerð, sem er síhrædd. Hann sló fast á bringu sína með krepptum hnefanum. — En þetta er einum of mikið. Má ég fara og svipast um, undirforingi? — Nei, sagði Lalande. — Þú verður kyrr. Skilið? Hordou gekk um gólf. Hann fór lengst inn í húsið, hrasaði um húsgögn, rak sig á hurðir. Eftir stundarkorn virtist hann rórri og það varð þögn í herberginu. En aðeins andartaki seinni heyrðu þeir aftur fótatak á hæðinni fyrir ofan. — Hordou! hrópaði undirforinginn. — Það var ekki Hordou. Það er Butel. Að þessu sinni fann ég andskotans koníakið. Komið þið strákar, komið þið með krúsirn- ar ykkar. Það er ekkert að óttast, þetta er fyrsta flokks. — Þetta er nóg, Butel! sagði undirforing- inn. — Ég vara þig við, ef þú verður full- ur ... Butel! öskraði hann. Blár geisli vasaljóssins vafðist um Butel. Hann var að teyga úr flöskunni og það rumdi í honum af ánægju. Undirforinginn sló flösk- una úr höndum hans og hún brotnaði. Eitt andartak stóð Butel eins og stjarfur. — Andskotinn eigi það, undirforingi! Þú getur ekki komið svona fram við félaga! Undirforinginn hörfaði ósjálfrátt fáein skref aftur á bak. — Svona, svona, Butel! sagði Martin lið- þjálfi. Butel rak upp djúpt reiðiöskur, eins og reiði hans hefði komið úr iðrum jarðarinn- ar, aður en hún komst upp um barkann. Það slokknaði á vasaljósinu og Butel stóð Framhald á bls. 29. VIKAN 7. tbl. 1 o I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.