Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 34
Herbergið, sem Angelique hafði verið vísað inn í, sýndi samskonar
rikmannleg miðstéttaráhrif og húsið að utanverðu. En unga konan
leit varla á stóra rúmið með snúnu stólpunum, eða á skrifborðið sem
var alþakið ýmsum smáhlutum úr bronsi. Hún spurði engra spurninga
varðandi það, hvernig lögfræðingurinn hefði komizt yfir nægilega fjár-
muni til að geta veitt sér þetta hús. Desgrez var bæði nútíminn og for-
tiðin. Hún hafði á tilfinningunni, að hann vissi allt um hana og það var
notalegt. Hann var harður og óumbreytanlegur, en stöðugur eins og
klettur. Þegar siðustu skilaboð hennar voru í hans höndum, hún gæti
dáið sætt og rótt, börn hennar yrðu ekki yfirgefin.
Opni glugginnn sneri út að Signu. Inn um hann heyrðist áraglamm.
Þetta var fallegur dagur. Það var hlýtt í lofti. Mild haustsólin skein
á svart og hvitt steinagólfið.
Að lokum heyrði Angelique frammi í ganginum skrölt í sporum og
hælaskella í ákveðnu göngulagi. Hún þekkti fótatak Desgrez. Hann
kom inn, en lét engin undrunarmerki á sér sjá.
— Komið þér sælar, Madame. Sorbonne, vinur minn, vertu frammi.
Þú ert svo skítugur á fótunum.
Enn einu sinni var hann ríkmannlega klæddur, ef ekki glæsilega.
Kraginn á þykka frakkanum hans var klæddur með svörtu flaueli. En
hún þekkti hinn gamla Desgrez á því, hve kæruleysislega hann kastaði
af sér hattinum og fleygði frá sér hárkollunni. Svo losaði hann sverð
sitt.... Hann virtist í ágætu skapi.
— Eg var einmitt að koma frá Monsieur d'Aubray. Allt mun fara
fram eins og áætlað var. Þér eigið að hitta alla helztu menn í við-
skiptum og fjármálum landsins. Það er jafnvel sagt, að Monsieur Col-
bert sjálfur muni verða viðstaddur fundinn.
Angelique brosti kurteislega. Henni fannst Þessi orð fánýt og þau
hristu ekki dvalann af henni.Hún myndi ekki hafa þann heiður að
kynnast Monsieur Colbert. Á þeirri stundu, sem þessir virðulegu menn
myndu safnast saman, myndi likami Angelique de Saneé de Peyrac
greifafrúar Marquise des Anges, fljóta á öldunum milli gullinna bakka
Signu. Þá yrði hún orðin frjáls, utan seilingar þeirra allra. Og ef til
vill myndi Joffrey koma til móts við hana....
Hún hrökk við því Desgrez var ennþá eitthvað að segja.
— Hvað sögðuð þér?
— Ég sagði, að þér kæmuð snemma á þetta stefnumót, Madame.
— 1 raun og veru var það ekki það, sem knúði mig hingað. Eg átti
aðeins leið framhjá. Ég var á leið til fundar við mann, sem ætlar að
ganga með mér um bogagöng hallarinnar, því mig langar að sjá mig
um. Svo getur vel verið, að ég fari til Tuileries á eftir. Ég býst við,
að þetta geti hjálpað mér að drepa tímann, þangað til kemur að þessum
örlagaríka fundi. En ég er með umslag hérna, sem veldur mér talsverð-
um óþægindum. Gætuð þér geymt Það fyrir mig? Ég skal taka það
aftur, þegar ég kem til baka.
— E'ins og þér viljið, madame.
Hann tók innsiglað umslagið, gekk með það að litlum peningakassa
VIKAN 7. tbl.
á hliðarborði, opnaði hann og stakk umslaginu inn.
Angelique sneri sér undan til að taka upp blævænginn sinn og hanzk-
ana. Þetta var allt mjög einfalt. Eins einfaldlega myndi hún fara í
gönguferð, án þess að flýta sér. Það eina, sem hún þurfti, var að bíða
eftir heppilegu tækifæri og beygja þá aðeins í áttina niður að Signu
.... Sólskinið myndi blika á vatninu eins og á svörtu og hvítu stein-
gólf inu....
Hún lyfti höfðinu, þegar hún heyrði smell. Hún sá að Desgrez var að
snúa lyklinum í skránni. Svo renndi hann lyklinum léttur í bragði í
vasa sinn og kom í áttina til hennar.
Hann gnæfði yfir hana. Hann brosti, en í augum hans var rauður
glampi. Áður en hún gæti lyft hönd til varnar tók hann hana í fangið.
Hann muldraði með andlitið fast upp við hana:
— Jæja, fuglinn minn.
—- Ég vil ekki hafa, að þér komið svona fram við mig! hrópaði hún.
Svo fór hún að kjökra.
Það skall yfir hana. Táraflóð, ekkasog. Það var eins og það ætlaði
að rífa úr henni hjartað. Ætlaði að kæfa hana.
Desgres bar hana að rúminu. Lengi sat hann og horfði Þögull á hana.
Siðan, þegar örvænting hennar hafði rénað lítið eitt, tók hann að af-
klæða hana. Hún fann snertingu fingra hans á hálsi hennar, þegar
hann leysti af henni blússuna með fimi þjónustustúlku. Hún var böðuð
í tárum og hafði ekki krafta til að berjast á móti.
— Þér eruð þrælmenni, Desgrez, kjökraði hún.
— Nei, vinkona, ég er ekki þrælmenni.
— Ég hélt, að þér væruð vinur minn.... Ég hélt að — ó, drottinn
minn! Ég er svo óhamingjusöm.
— Svona, svona, hvaða vitleysa, sagði hann stríðnislega.
Með liprum höndum lyfti hann víðum pilsum hennar losaði sokka-
bandabeltið, strauk niður silkisokkana og tók af henni skóna.
Þegar hún var ekki lengur í neinu nema undirpilsinu, steig hann
til hliðar og hún heyrði hann afklæðast, blístrandi, meðan hann kast
aði stígvélum sínum, skyrtunni og beltinu, sínu út í hvert horn á her-
berginu. Svo stökk hann upp í til hennar og dró rekkjutjöldin fyrir.
I vingjarnlegu rökkrinu var eins og rauðbrún slikja um loðinn líkama
Desgrez. Þessi maður tapaði engu af blóma sínum við að afklæðast.
— Svona, kelli mín! Af hverju eruð þér að stynja þetta? Það er
ekkert til Þess að gráta yfir! Við skulum hlægja. Komið hingað!
Hann þreif af henni undirpilsið og gaf henni um leið ærlegan skell
á bossann. Hún snöggvelti sér á bakið, reið og auðmýkt, og gróf beitt-
ar tennur í öxl hans.
— Ó, flagðið! æpti hann. — Þetta skuluð þér fá borgað.
En hún var herská. Þau börðust. Þau slógust. Hún æpti að honum
öll þau verstu orð, sem henni gátu flogið í hug. Hún notaði allan orða-
forða Marquise des Polacks, og Desgrez hló eins og hann væri orðinn
brjálaður. Þessi voðalegi hlátur, þessar glitrandi hvítu tennur, þessi
sterki tóbaksþefur, sem blandaðist saman við karlmannlega líkams-