Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 21
hún lá með höfuðið upp við öxl hans. Á baki sér fann hún ylinn af höndum hans. Hann var henni ekki eins fráhverfur og hann lét. Kona á borð við Angelique fann hvað að henni sneri. Það voru of mörg bönd milli hennar og Desgrez. Hún hló stuttum hlátri. —• Þér talið eins og ég sé einhver lúxushlutur.... Ekki venjulegur, eins og bér segið. Ég efast ekki um, að bér eruð að dást að fötunum mínum, að heimili mínu? — Nei, fötin hafa ekkert að segja. En þér hafið alltaf þessa sömu stéttarvitund og daginn, sem löngu er liðinn, þegar venjulegur og illa klæddur lögfræðingur var kynntur yður. — Ýmislegt hefur gerzt siðan þá, Desgrez. —• Ýmislegt mun aldrei gerast og aldrei hverfa, þar á meðal yfir- stéttarhroki konunnar, sem átti forföður i orrustunni við Poitiers 1356. — Þér vitið alltaf allt um alla.... — Já.... Rétt eins og vinur yðar, rennusteinsskáldið. Hann tók um axlir hennar, blíðlega en fast, hélt henni frá sér og horfði í andlit hennar. — Jæja?.... Það er satt, að hann átti að vera við Montmarte hliðið á miðnætti? Hún nötraði og mundi svo eftir því, að nú var hættan af staðin. Langt í burtu heyrði hún siðustu óma klukkunnar, sem sló á miðnætti. Des- grez sá sigurglampann í augum hennar. — Já.... Já.... — Það er of seint muldraði hann og kinkaði kolli, dreyminn á svip. — Svo margir höfðu ákveðið að hittast í kvöld við Montmarte hliðið! Meðal annarra yfirborgarstjórinn sjálfur og tuttugu varðliðar frá Chatelet. Ef til vill, ef ég hefði komið aðeins fyrr, hefði ég getað ráðlagt þeim að fara og bíða eftir bráð sinni annars staðar .... Eða að ég hefði getað gefið fórnariambinu merki um að leita ann- arrar leiðar út fyrir borgina, svo lítið bæri á.... En nú held ég.... já, veit ég — að það er of seint.... Flipot fór út snemma um morguninn, til að ná í nýja mjólk handa börnunum. Angelique var nýsofnuð, þegar hún heyrði hann koma þjót- andi aftur. Hann gleymdi að berja á dyrnar, heldur stakk úfnum koll- inum i dyragættina. Augun voru að springa út úr höfðinu á honum. — Marquise des Anges, másaði hann og gleymdi öllum siðum. — Ég var einmitt að sjá.... rennusteinsskáldið.... á Place de Gréve.... — Á Place de Gréve? endurtók hún. — Hann hlýtur að vera snar- vitlaus! Hvað var hann að gera þar? — Hann var að reka út úr sér tunguna, svaraði Flipot. Þeir eru búnir að hengja hann! 73. KAFLI — Ég hef lofað Monsieur d’Aubray, lögreglustjóranum í París, sem fyrir sitt leyti hefur gefið konunginum samskonar loforð, að síðustu þrjú nöfnin á listanum muni ekki koma fram. Þrátt fyrir hengingu höfundar níðskrifanna, var nafni de Guiche greifa kastað fyrir kjafta Parisarbúa í morgun. Hans hágöfgi er fyllilega ljóst, að þrátt fyrir dóm yfir aðalmanni hefndaraðgerðanna, er ekki þar með komið i veg fyrir að réttlætinu verði fullnægt gagnvart Monsieur, það er að segja hans eigin bróður. Ég fyrir mitt leyti, gaf hans hágöfgi til kynna, að ég vissi um vissa aðstoðarmenn, sem þrátt fyrir dauða rennusteinsskálds- ins væru staðráðnir I að halda uppi merki hans. Og, ég endurtek, hét því að siðustu þrjú nöfnin skyldu ekki koma fram. — Þau munu vist koma fram! — Nei! Angelique og Desgrez stóðu einu sinni enn auglitis til auglits á ná- kvæmlega sama staðnum og Angelique lagði kollinn á öxl lögreglu- mannsins nóttina áður. Augnaráð þeirra mættust eins og brugðin sverð. Húsið var autt. Aðeins Davið, særður og sóttheitur, var uppi á lofti. Utan frá götunni barst varla nokkurt hljóð. Þetta var friðsamt hverfi. — Ég veit hvar sneplarnir eru faldir, sagði Dasgrez. — Ég get fengið herstyrk til að ráðast á Faubourg Saint Dénis og látið höggva alla þá glæpamenn i spað, sem reyna að hindra lögregluna í að gera hús- rannsókn I húsi Stóra-Coesre. Hinsvegar er til einfaldari áðferð til að útkljá þetta mál. Hlustið á mig, litli asni, i stað þess að stara á mig eins og reiður köttur. Claude le Petit er dauður. Hjá þvi varð ekki kom- izt. Ósvífni hans hafði gengið of langt og hjó of nærri konunginum. — Kónginum! Kónginum! Það er eina orðið, sem þér kunnið. Þér voruð stoltari í gamla daga. — Stolt er synd æskunnar, Madame. En áður en maður sleppir stolt- inu, verður maður að vita, á móti hverjum maður berst. Ég hef rekið mig á vilja konungsins, og það reið mér næstum að fullu. Ástæðan er augljós: Konungurinn er sterkari. Svo nú berst ég með konunginum. Mín skoðun er sú, að þér, sem eigið tvö börn til að hugsa um, ættuð að fara að mínu dæmi. T— Þegið þér. Ég hef andstyggð á því sem þér segið. — Hef ég ekki heyrt eitthvað um eitthvert sérleyfi sem þér hafið áhuga fyrir að fá? Sérleyfi á einhverjum drykk eða þessháttar? Og haldið þér ekki, að há peningaupphæð, við skulum segja 50.000 livres, gæti komið sér mæta vel? Að einhver forréttindi gætu komið sér vel, skattfríðindi að einhverju leyti eða eitthvað slíkt? Kona á borð við yður hefur sjálfsagt margar hugmyndir. Konungurinn er undir það búinn að ganga að hverju sem er, fyrir fullkomna og skyndilega þögn. Þetta er góð aðferð til að gera út um sorgarleik, svo að allir séu ánægð- ir. Lögreglustjórinn fær hrós ég fæ betri stöðu, hans hágöfgi andvarp- ar feginsamlega og þér, kæra vinkona, hafið ýtt bátnum yöar aftur á flot og getið haldið áfram að keppa að yðar virðulega takmarki. Svona nú, titrið ekki eins og hryssa undan svipu þjálfarans. Hugsið um þetta. Ég kem aftur og fæ svar eftir tvær klukkustundir.... París fann uppreisnarandann vella upp á ný. Borgin minntist þess, þegar rennusteinsskáldið kastaði fyrst örvum sínum að Mazarinades árið 1650. Meðan hann yar lifandi, gat fólkið treyst því, að eiturtunga hans myndi útbásúna allar hneykslissögur. Það var hægt að lofa þeim gömlu að sofa. E'n nú, þegar hann var dauður, var fólkið gripið ör- væntingu. Það hafði á tilfinningunni, að einhver hefði skyndilega svikið það i tryggðum. Allt rifjaðist upp á ný: Hallærin 1656, 1658, 1662 og nýju skattarnir. En sá skaði, að ítalinn skyldi vera dauður. Þeir hefðu getað kveikt í höll hans....! Dansendur mynduðu keðjur á bryggjunum og hrópuðu: — Hver drap litla kökusalann? Og hinir slógu taktinn: _ — Á morgun vitum við ! Á morgun vitum við! Á morgun vitum við! En næsta dag rigndi ekki hvítum blöðum yfir París, né heldur þar- næsta dag. Þögnin féll aftur á. Martröðin dó út. Fólkið myndi aldrei fá að vita, hver drap litla kökusalann. París varð ljóst, að rennusteins- skáldið var í raun og veru dautt. Hann hafði i raun og veru sagt Angelique þetta sjálfur. — Nú ert það þú, sem ert sterk, og getur skilið okkur eftir við veg- inn. Á löngum nóttum, þegar hún fann sér enga hvíld, sá hún hann fyrir sér. Hann horfði á hana með augum, eins fölum og ljómandi eins og öldur Signu eru, þegar sólin skín á þær. Hún hafði ekki getað fengið sig til að fara til Place de Gréve. Það var alveg nóg, að Barbe hafði farið með drenginn þangað, eins og til kirkju. Á eftir hlífði hún Angelique ekki við smáatriðum úr þessari hryllilegu mynd: Sítt hár rennusteinsskáldsins, sem blakti niður yfir blátt, blóðhlaupið andlit hans, dinglandi, þvengmjóir kálfarnir með sokkana niður um sig, og við beltið hékk blekhornið og gæsapenninn, sem böðullinn hafði hjátrúarfullur skilið þar eftir. Þegar hún reis i þriðja sinn upp eftir svefnlausa nótt, sagði hún við sjálfa sig: —■ Ég þoli ekki þetta líf lengur. Að kvöldi þessa dags átti hún að hitta Desgrez að heimili hans í rue de Pont Notre Dame. Þaðan átti hann að fara með hana til fundar við mikilvægar persónur, þar sem gera átti leynilegan samning og enda þannig þetta óvenjulega mál. Það hafði verið gengið að kröfum Angelique. Þess í stað myndi hún láta viðkomandi aðila hafa þrjá kassa af prentuðum en ódreifðum níðskrifum, sem lögreglumennirnir myndu áreiðanlega setja á fórnar- eld. Og lífið myndi hefjast að nýju. Angelique myndi enn einu sinni eiga mikla peninga. Hún myndi njóta einkaréttarins í öllu konungdæminu til að selja drykk kallaðan súkkulaði. — Ég þoli ekki þetta líf lengur, endurtók hún við sjálfa sig. Og hún kveikti á kertinu sinu, því það var enn ekki komin dögun. Spegillinn á snyrtiborðinu sýndi henni mynd af fölu, kinnfiskasognu andliti. — Græn augu, sagði hún við sjálfa sig. — Það er litur, sem boðar óhamingju. Já það er satt. Ég færi þeim ógæfu, sem ég elska.... eða þeim sem elska mig. Claude le Petit?.... Hengdur. Nicholas?.... Horfinn. Joffrey?.... Brenndur lifandi. Hún strauk hægt yfir enni sitt. Hið innra skalf hún svo ákaflega, að hún gat varla dregið andann. Og þó voru lófar hennar fullir af ís- köldum svita. Hvað er ég að gera hér ? Hví er ég að berjast hér á móti öllum þessu sterku og voldugu mönnum? Þetta er ekki minn staður. Staður konunnar er á heimilinu, við hlið mannsins, sem hún elskar, við hita eldstæðisins, í ró hússins, þar sem barnið sefur í vöggunni. Mannstu Joffrey, eftir litlu höllinni þar sem Florimond fæddist? Fjalla- stormurinn buldi á gluggunum, og ég sat á hnjám þínum. Ég hallaði kinn minni upp að þinni. Ég horfði óttalaus og full af trúnaðartrausti á andlit þitt, sem eldsbjarminn lék um, og þú hlóst svo glaðlega og það stirndi á hvítar tennur þínar. Eða þá að ég lá í stóra rúminu okkar og þú söngst fyrir mig með djúpri, mjúkri röddu, sem var eins og hún endurómaði frá fjöllunum. Svo sofnaði ég og þú lagðist niður við hlið- ina á axér í svöl, útsaumuð sængurfötin. Ég hafði gefið þér mikið. Og þú hafðir gefið mér allt. Og ég sagði við sjálfa mig 1 dnaumum mínUm að við yrðum hamingjusöm að eilífu.... Hún reikaði yfir herbergið, féll á kné við hliðina á rúminu, gróf andlitið í krumpuðum rekkjuvoðunum. — Joffrey, ástin mín! Gráturinn, sem hún hafði svo lengi haldið aftur af, braust fram. — Joffrey, ástin mín. Komdu aftur, skildu mig ekki eftir eina.... Komdu aftur! En hann myndi aldrei koma aftur og hún vissi það. Hann myndi aldrei koma aftur. Hvert myndi hún fara, til að finna hann?- Hún hafði ekki einu sinni gröf til að biðjast fyrir á. ösku Joffrey de Peyrac hafði verið dreyft fyrir öllum vindum. Angelique reis á fætur með társtokkið andlit. Hún settist við borðið, tók fram hvíta pappírsörk og skerpti penn- ann sinn. „Þegar þið lesið þetta bréf, herrar mínir, hef ég lokið ævi minni. Ég veit, að það er glæpur að svipta sig sjálfur lifi, en fyrir þann glæp mun guð einn, sem þekkir djúp sálna okkar, dæma mig. Ég gef mijj hans miskunn á vald. Ég sel syni mína í hendur réttlæti og höfðingslund konungsins. 1 skiptum fyrir þögn, sem hinni konunglegu fjölskyldu er mikilvæg, treysti ég að hans hágöfgi hugsi með föðurlegri umhyggju um þessa tvo litlu drengi, sem hófu líf sitt undir merki hinnar mestu óhamingju. Ef konungurinn gefur þeim ekki aítur nafn þeirra og eignir föður þeirra, de Peyracs grei'fa, treysti ég því, að hann sjái þeim að minnsta kosti fyrir nægilegu viðurværi í bernsku og siðar meir mennt- un og fjármagni til að þeir geti komið undir sig íótunum....“ Hún hélt áfram að skrifa, aðallega um smáatriði varðandi börnin sín og bað einnig um vernd til handa hinum unga munaðarlausa Davið Challiou. Svo skrifaði hún bréf til Barbe, þar sem hún bað hana um að yfirgefa Florimond aldrei né Cantor, og ánafnaði henni þá fáu hluti, sem hún átti, föt og skartgripi. Hún stakk seinna bréfinu í umslag og innsiglaði það. Framhald á bls. 33.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.