Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 46
íKjétgtfiíta
LAUGAVEGI 59..slmi 18478
á kletíinum sínum, turnarnir og
brjóstvörnin mynduðu mynztur
af ljósi og skugga. Brúin teygði
sig yfir dimmt gljúfrið eins og
tunglsljósið hefði vafið um hana
silfurþræði. Hún dró andann
djúpt og það fór hrollur um hana.
Ekki eingöngu af hræðslu, held-
ur allt eins af tröllslegri fegurð-
inni, sem lá fyrir framan hana.
Hún lét ljósgeisla vasaljóssins
leika um brúna. Handriðið var
rakt og það gljáði á gólfplank-
ana. En hún hlaut að vera alveg
örugg. Hafði ekki frú Thorpe
gengið yfir hana minnsta kosti
tíu eða tólf sinnum? Með fyllstu
varkárni fikraði húh sig yfir
brúna, hrædd við brakið og brest-
ina undan þyngd hennar.
Kastalinn var, eins og Noessl-
er hafði sagt henni, í rústum og
hirðuleysi. Vegurinn upp að hon-
um var lokaður af illgresi. Var-
lega klifraði hún yfir hrunda
steina umhverfis stóran, hring-
laga turn og gekk út með auðum
vegg með gapandi tómum glugg-
um. Svo kveikti hún aftur á vasa-
Ijósinu og fann nýjan stíg. Hann
var sléttari og miklu breiðari og
virtist vera mikið notaður,
kannske höfðu léttir, litlir fætur
Cecilu Thorpe gengið hann og
með henni tvennir litlir bama-
fætur.
Og hverjir fleiri? Hún snar-
stanzaði. Trjágróðurinn var gis-
inn hér. Milli trjánna sá hún
ljós. Hún slökkti á vasaljósinu og
kom út í opið rjóður, — hlaðið
fyrir framan brúnan, spónklædd-
an skógarkofa — og svo stóð hún
þar og horfði upp í uppljómaðan
glugga. Gluggatjöldin voru dreg-
in fyrir. Gluggatjöldin, sem
minntu hana á stóran íbúðar-
kassa í Texas. f þessu herbergi
var Russel Thorpe; hún fann það
á sér. Russel Thorpe var þarna
uppi, í þessu svefnherbergi,
ásamt móður bama sinna. Hing-
að, að þessum litla, heimilislega
felustað, til sonar síns og sonar-
barna, hafði frú Thorpe þotið í
gegnum skóginn frá hótelinu.
Russel Thorpe. Liðhlaupi, land-
ráðamaður, fjölkvænismaður.
Á hlaðinu lágu ýmis leikföng,
dýr leikföng. Stór vörubíll og
þríhjól.
Julie barði tvisvar á dymar og
ljósið slokknaði í glugganum.
Hún hörfaði aðeins frá dyrunum
og leit upp í gluggann. — Russ!
hrópaði hún.
Hún heyrði lágvært hvískur.
Gluggi var opnaður. Andlit kom
innan úr dimmu herberginu.
Þetta var kona, með Ijóst, smá-
hrokkið hár og mjóa, reiðilega
rödd.
— Was ist los?
— Mig langar að tala við herra
Thorpe.
Svarið kom á þýzku, snöggt
og óskiljanlegt. Kona Russel
Thorpe veifaði krepptum hnefa.
Hún virtist mjög ung og grönn.
(Var það hún, sem hafði leikið
hlutverk konunnar með handa-
vinnuna? Julie var viss um það).
-—■ Polizei, sagði hún að lokum og
skellti aftur glugganum.
— Fyrirgefið en ... hrópaði
Julie. Hún barði fast á dyrnar
og hristi handfangið. Glugginn
opnaðist á ný. —■ Polizei, æpti
konan mjóróma.
— Hlustaðu á mig, Russ, hróp-
aði Julie biðjandi. — Þú þarft
aðeins að tala við mig. Ég er ekki
komin hingað til að vera þér til
óþæginda. Ég vil bara vita vissu
mína. Má ég ekki koma inn’
Hár málmskellur heyrðist.
Konan stóð og sló í gluggakist-
una með skammbyssuskefti. Hún
sveiflaði skammbyssunni ógn-
andi: — Polizei, hvæsti hún
Svo skellti hún glugganum aft-
ur. Það var hljótt í húsinu. Julie
gekk aftur á bak út að litla hlað-
inu og horfði stöðugt á dimman
gluggann. Vörubíllinn og þríhjól-
ið stóðu óhreyfð í tunglsljósinu.
Hún gekk burt.
Enn einu sinn fór hún varlega
yfir brúna, fann rjóðrið í skóg-
inum og gekk í áttina niður í
dimman greniskóginn.
Hún stirðnaði upp. Hún heyrði
bresta fyrir aftan sig. Samskon-
ar hljóð og í brúnni, þegar hún
gekk yfir hana.
Hún flýtti sér niður hálan
stíginn .Það var næstum slokkn-
að á vasaljósinu. Þetta var eins
og að aka bíl á fullri ferð á
þröngum vegi, aðeins með stöðu-
ljósin.
Hún var komin framhjá kross-
götunum, þegar hún heyrði brak
í kvistum sem brotnuðu,, skrjáf
í greinum, sem hristust. Til
manns, sem flýtti sér í gegnum
skóginn og skeytti því engu, þótt
til hans heyrðist, bara ef hann
kæmist nógu fljótt yfir. Hann var
einhvers staðar vinstra megin við
hana. Julie tók til fótanna. Nú
var hann á leiðinni upp brekku.
Grein slóst í hana og festist í
kjólnum hennar.
Skrjáfandi hljóðið kom nær —
og var nú komið framfyrir hana.
Hún skildi, að hann ætlaði að
koma henni íopna skjöldu. Allt
í einu varð allt kyrrt, sem að-
eins gat þýtt það, að hann hefði
komizt upp á götuna og biði nú
eftir henni, einhversstaðar þarna
á miðri götunni, eða á bak við
tré. Hún heyrði þungan andar-
drátt.
Með ólgandi hjartslætti beið
hún. Hrædd reyndi hún að hrópa
nafn hans: — Russ... ?
Það brast í kvisti, og svo varð
allt hljótt.
— Ert það þú, Russ?
Hljóð.
— Ef það ert þú, Russ, get-
urðu þá ekki... í guðs nafn ...
hvað viltu? Hvað ætlarðu að gera
við mig?
Hreyfingin heyrðist skyndilega
aftur. Nú kom hann á móti henni.
Gripin af æðislegri, óskiljan-
legri skelfingu, beygði hún út af
APPELSÍN
SÍTRÖN
L I M E
Svalandi - ómissandi
á hverju heimili
4g VIKAN 7. tbl.