Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 43
þrunginn undirtón undir komandi hörmungaár. B|örn á Skarðsá segir okkur frá þessum stórmerkium: í Hollandi fæddist konu einni versti óburður, það var f hundslíki. Önn- ur átti barn með tveimur höfðum, sínu á hvorri öxl og sú þriðja fæddi barn „með einu skapligu höfði framan, en önnur ásjóna á bak til." Hús hrundi undan brúðkaupi í Efra- Þýzkalandi og limlestust 20, en 30 urðu undir. Ambátt brá við í 10 álna hæð — það hlýtur að hafa verið á þriðju hæð, ef hæðirnar hafa verið svipaðar þar sem f Neðra-Þýzkalandi — og kastaði barni út um gluggann til að bjarga þvf úr hrynjandi húsinu. Barnið kom lifandi og ómeitt niður. Þá sáust á íslandi 6 sólir f einu, og hjá Magdeburg sökk hof í jarð- skjálfta, en þar vellur sfðan upp og kraumar ískalt vatn. Kelda með læknisdóm í sér spratt upp í Cassel. Skal nú engan undra, eftir allar þessar hörmungar, þótt næsti vet- ur yrði harður. Þó varð eins dags bylur sá versti, og Ifklega hefur sjaldan annar hríðardagur einn saman orðið öllu verri hér. Þetta bar upp á Geirþrúðardag, og var því kallað Geirþrúðarbylur. Þá urðu 14 menn úti með fé sínu í Borgar- firði, annar álíka hópur f Miðfirði, þriðji í Kolbeinsfirði og svo fram- vegis. Þar fyrir utan fennti mikið fé um allt land. Kona varð úti á ísum gegnt Miklabæ f Blönduhlfð. Enn rann upp harðindaár, með fjórum sólum á lofti í einu og orm- urinn í LagarfIjóti lét sjá sig. Um Jónsmessuleytið gerði svo miklar ofsarigningar í Skagafirði, að tveir bæir eyddust, mikið fé drapst og skógar eyðilögðust. 1615 var næsti vonzkuvetur. Þá féll allur útigangspeningur og margt af þvf fé, sem á gjöfum var, meira að segja í þeim sveitum, sem venjulega héldu bezt sínu fé. Þá lagðist hafís hér upp að öllu landinu og meira að segja suður fyrir röst — Reykjanesröst, ímynda ég mér — sem var næsta fátítt. Norðanmenn komust fáir fyrir fönn- um í ver suður yfir fjöll, en bjarn- dýr spásséruðu um landið og gerðu engum mein. Þau voru hins vegar drepin hvar sem færi gafst, og eitt meira að segja heima á Hólum ( Hjaltadal. Á Breiðafirði týndust átta skip á einum degi. Þennan vet- ur var sólin aldrei einsömul; þær sáust aldrei færri en tvær, ósjald- an fjórar eða allt upp í átta. Fá- einir sáu þær jafnvel níu f einu. Þá sást oft eins og regnbogi móti sólunum, þótt harðfrost væri. — Einn maður f Hvannadölum tók sig til og stakk sig „ófyrirsynju á vetlingaprjóni inn f bakið," svo hann dó. Ekki var þetta sett f samband við sólaganginn, en það er ekki ólfklegt, að margur hafi orðið galinn af minna tilefni. Annars var hér ofsalegur mann- fellir á þessu ári af pestum. Talið er, að í fimm þingum hafi sálazt 850 manns úr sótt, þar af 70 í einni sveit. Verst herjaði fellirinn fyrir norðan land, og voru börn seld sunnan norður um vorið, bæði til að létta fjárhag sunnanfólks og eins til að Norðlendingar fengju eitthvert vinnulið. Telpur voru seld- ar á 40 álnir en drengir á 60 eða 80 álnir. 1618 var ekki sem verstur skepnuvetur, en hann var óspar á mannlífin. 46 drukknuðu af slys- um í sjó og fljótum, en þar að auki var tveimur konum drekkt •fyrir þá höfuðsynd að eignast börn — önnur með mági sínum en hin systursyni. Þá var og maður höggv- inn fyrir að samrekkja systrum. í Húnaþingi brann veturgamalt barn til bana í grautarkatli. Þá gekk hér bóla og marghátt- aður draugagangur og glettingar. Skarðsár annáll segir frá því, að f Danmörku hafi sá atburður gerzt, að „ein kýr bar eður fæddi tvö meybörn, er hlutu bæði skfrn, en sá bóndi, sem kúna átti, hengdi sig sjálfur. Harmleikur í bjargsigi Og þetta ár varð dramatískur atburður á Skagaströnd fyrir norð- an land. Heimild mín greinir ekki ná- kvæmlega frá aðdraganda, en hægt væri að láta sér detta í hug, að þau hjónin hefðu ekki haft of mik- ið til hnífs og skeiðar — ef til vill liðið skort. Og unnið hafa bæði myrkranna á miili, og meira en það. Þeim tókst að skrimta fram á vor, þar til egg komu f bjargið. Þá tóku þau fram vaðinn sinn, sem geymdur hafði verið á bezta stað síðan í fyrra, og bóndi reyndi hann allan, alin fyrir alin, með þvf að stíga í hann en bregða endanum yfir öxl sér og reyna þannig á. Svo fóru þau fram á bjarg og bóndi seig, en konan sat við hæl. Hann renndi sér á syllu neðarlega í bjarg- inu og tyllti sér þar, en rétt í því sama fann hann að kaðallinn varð laus og lykkjaðist ofan fyrir bjargið yfir hann. í hvin sá hann konu sinni bregða fyrir í lausu lofti, áður en hún skall í urðina við bjargfót- inn. Hún gat sig ekki hreyft vegna meiðsla, en hann var í sjálfheldu á syllunni. Þannig voru þau, rétt hjá hvort öðru, en hvort um sig ófært um að bjarga sjálfu sér eða hjálpa hinu, unz leitarmenn fundu þau eftir þrjú dægur. Var konan þá enn lifandi, en dó, þegar hún var hreyfð. Manninn sakaði ekki líkamlega. Þann 10. júnf gekk á með þrumu- veðri fyrir norðan land. Eldingu laust niður og drap einn mann á engi við Mývatn, án þess nokkurn áverka sæi á honum. Stúlka var þarna hjá honum; hún datt Ifka, Sex manna bíll á verði fimm manna bíla. VAUXHALL VICTOR -. Oflugar *jálfetillandi bremaur. ódýrasti og fullkomnasti 4 - dyra bíllinn - sterkur og traustur - 5 manna bíll með rúmi fyrir 6. Hlaut verðlaun á bílasýningu í London. Einnig fáanlegur sjálfskiptur. VÉLADEILD VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.