Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 25
lifandi í skriðunni. Þeir voru líka það
eina, sem fró bænum fannst, af
dauðu eða lifandi, þrátt fyrir mikla
leit. Nema hvað fjósið á bænum og
þrennt, sem þar. var, varð ekki
skriðunnar vart.
Af næstu árum eru helzt fréttir
af Svarta dauða, og hafi verið
nokkur harka að ráði, hefur það
fallið ofan fyrir plágunni. 1405
eða 140ó kemur svo einhver versti
vetur, sem gert hafði um árabil,
enda var hann nefndur Snjóvetur
hinn mikli. Hann felldi búfé ( stór-
um stfl, enda munu menn hafa sett
á af svipuðu kappi og ráðsmaður
Lárentíusar forðum. Skálholtsstaður
átti um haustið 300 fullorðin hross,
ýmist heima eða á útjörðum, en um
vorið voru aðeins 35 klyfbær.
Hannes Finnsson telur, að þá hafi
aðeins einn tíundi alls búfjár á
íslandi hjarað af veturinn.
Frá 1431 til 1462 vantar allar
frásagnir af árferði í landinu.
Annálaritun fyrir þennan tíma er
mjög af skornum skammti. Það er
helzt, að Björn á Skarðsá tfni til
eitthvað fréttnæmt, en hann lætur
veðrið lönd og leið þau ár að
mestu. Að vísu getur verið —
fræðimenn eiga sér rök fyrir
því — að atburður sá, sem
Skarðsárannáll telur til ársins
1463, er Einar Þorleifsson júngkæri
lenti f hrakningum á Laxárdals-
heiðinni, hafi í rauninni gerzt 1453,
og er þá bilið ekki svo ýkja langt.
En þarna var sem sagt Einar þessi
á ferð með 12 sveinum, þegar yfir
þá skall harka svo mikil, að sumir
urðu úti, aðra kól harkalega, tveir
riðu gaddfreðnir til byggða, en
Einar sjálfan „leysti sundur í lið-
um." Má það vera brunagaddur,
sem hraðfrystir svo, að dauðir
menn hafa ekki tíma til að detta
af baki, áður en þeir stokkfrjósa.
Ölufarbylur
Næsta veðravetur kemur nokkuð
við sögu Ólöf rfka Loftsdóttir á
Skarði. Flestir kannast við söguna
af þvf, er enskir drápu mann henn-
ar, Björn hirðstjóra. Og þótt ís-
lendingar væru um þetta leyti orðn-
ir litlir vfgamenn og mestu mein-
leysisskepnur, tókst þessari kjarna-
konu að safna nægu liði til að
handsama Bretana og flytja þá
heim að Skarði, þar sem hún hafði
þá sem vinnudýr, unz hún lét slátra
þeim öllum undir stórum steini f
hæfilegri fjarlægð frá bænum. En
þetta ár dó hún, og í Skarðsár-
annál segir: „Þá kom þat mikla
veðr, sem kallat er Ólufarbylr;
hrundu kirkjur ok önnur hús vfða
þá brotnuðu fimmtíu skip við Eng-
land."
Svo skapstór hefur Ólöf verið,
að hún sætti sig ekki við að fara
inn í himnasæluna, fyrr en hún
hafði grandað fimmtíu skipum fyr-
ir enskum.
Björninn á Skaga
Og enn herjar hér Svarti dauði
og ryður veðratfðindum til hliðar.
Frá þeirri plágu var sagt f sfðasta
tölublaði Vikunnar. Næst er eitt-
hvað til frásagnar árið 1518. Það
var svo sem enginn aftöku vetur,
en hafís læddist upp að nyrstu tám
landsins, og þar einhvers staðar f
nánd við Skaga þrammaði bjarn-
dýr eitt á land. Nú með þvf að
bjössi var soltinn, lagðist hann á
flökkukerlingar og börn þeirra, sem
áttu sízt von óargadýrs, og tókst
að snæða þannig átta manns.
Ekki dugði dýrinu þetta til viður-
væris, svo það gekk á hjalla þar
á Skaganum og braut þá niður í
matarleit. Þá bar svo til einhverju
sinni, að bóndinn í Ketu, Ketill
Ingimundarson, afi þess Bjarnar á
Skarðsá, sem um þetta ritar í annál
sfnum, gekk niður í hjall til að ná
f mat handa hjónum sínum. Varð
honum litið fram úr hjallinum, og
sá þá hvar bangsi kom kjagandi
neðan frá sjónum. Ketill þreif há-
karlsbægsli og snaraði þvf út til
dýrsins, sem greip stykkið á lofti
og fór með það bak við hjallinn,
lagðist þar niður og tók til matar
sfns. Á meðan hljóp Ketill allt hvað
af tók til bæjar, og sendi menn
sfna út um Skaga til að safna liði.
Fjórtán menn komu þegar með þau
vopn, sem tiltæk voru, en vopna-
eign var þá ekki aflögð með öllu.
Þá var bangsi búinn með bægslið,
en vék sér undan þessum söfnuði,
sem kom f áttina til hans og lét
ófriðlega. Hann rölti inn með sjó
og fór með bjargbrúnum. En þeg-
ar björgin tóku að lækka, gerði
hann sig lítinn og kúlulaga og
renndi sér niður og ofan f sjó, og
synti út f sker nokkurt þar skammt
undan landi. Skiptu þá eftirsóknar-
menn liði sínu f tvennt, og fór ann-
ar helmingurinn á eftir bangsa á
báti, en hinn helmingurinn varð
eftir, til að verja honum fjörurnar,
ef hann leitaði á land aftur.
En bangsi var ekkert að hugsa
um það. Hann smeygði sér ofan
af skerinu, er hann sá bátinn nálg-
ast, og synti af stað fram allan
fjörð. Mennirnir réru á eftir, sem
mest þeir máttu, þvf bangsi var
skriðdrjúgur. En um síðir tók björn-
inn að mæðast. Tók hann þá að
synda í króka og hringi og var
sýnu liprari í snúningunum en bát-
urinn. Gekk svona lengi dags, að
aldrei komu mennirnir lagi á dýr-
ið. Unz því leiddist þófið og ákvað
að hvolfa bátnum, og vera þar
með laust við þann ama, sem af
honum stafaði. Það renndi sér upp
að bátshl iðinni, lagði hramminn
upp á borðstokkinn og ýtti nokkuð
á, svo báturinn saup sjó. Þá reis
upp Ketill í Ketu, reiddi öxi sína
til höggs og hjó hramminn af dýr-
inu, og bjargaði þar með sjálf-
um sér og félögum sínum. Dýrið
réðist ekki aftur að bátnum,
mæddist brátt af blóðmissi og lét
þar lífið fyrir mönnunum, sem
drösluðu hræinu til lands.
Og hefur trúlega verið fagnað-
ur góður á Skaga það kvöldið.
Framliíild ú bls. 40.
Dásamlég ilmefni, bundin í mildum smyrslum. Núið þeim létt
á háls og arma... umvefjið yður ljúfasta ilmi, sem endist
klukkustundum saman ... Um fimm unaðstöfrandi ilmkrema-
tegundir að velja;... dýrðlegan Topaz ... ástljúfan Here is My
Heart... æsandi Persian Wood,... hressilegan Somewhere, og
seiðdulan To a Wild Rose.
KYNNIÐ YÐUR AÐRAR AVON-VÖRUR:
VARALITI — MAKE-UP — PÚÐUR — NAGLALÖKK — KREM
— SHAMPOO — HÁRLÖKK — SÁPUR o. fl.
ÚTSÖLUSTAÐIR ( REYKJAVÍK: Oculus, Orion, Gyðjan, Regnboginn,
Tíbrá, Sápuhúsið. — ÚTI Á LANDI: Hafnarfjarðar Apótek, Verzl. Embla,
Hafnarfirði, Akraness Apótek, Verzl. Drangey, Akranesi, Verzl. Einars
Sigurðssonar, Bolungarvík, Straumur, ísafirði, Apótek Sauðárkróks,
Kristján Jónsson, Hólmavík, Kaupfél. Þingeyinga, Húsavík, Kaupfél.
Austur-Skaftfellinga, Höfn, Verzl. Edda, Keflavík, Stjörnuapótekið,
Akureyri, Rakarastofa Jóns Eðvarðs, Akureyri, Kaupfél. Borgfirðinga,
Borgarnesi, Silfurbúðin, Vestmannaeyjum, Verzl. Jóns Gíslasonar, Ólafs-
vik, Kaupfél. Vopnfirðinga, Vopnafirði, Siglufjarðar Apótek, Verzl.
Guðrúnar Rögnvalds, Siglufirði, Verzl. Túngata 1, Siglufirði, Verzl.
Grein, Hveragerði, Kaupfél. Rangæinga, Hvolsvelli, Kaupfél. Árnes-
inga, Selfossi, Kaupfél. Þór, Hellu.
SAVOH cosmetics
LONDON • NEW YORK • MONTREAl
VIKAN 7. tbl. 25