Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 15
Fyrst til tunglsins, síðan kemur hitt Margir eru þeirrar skoðunar, að sumar Afrikuþióðir, sem nú eru sem óðast að fá sjálfstæði, vanti svo sem 400 ára þróun til þess að geta staðið á sama menn- ingarstigi og hvítir menn. Ýmislegt bendir til þess, að þessi skoðun hafi talsvert til síns máls. Það sem þessir menn taka sér fyrir hendur, sumir hverjir, er vægast sagt barna- skapur. Dæmi: Eitt hinna nýfrjálsu landa er Norður-Rodhesia, sem nú heitir raunar Zambia. Þar geng- ur vel flest á afturfótunum, megin- partur fólksins hvorki læs né skrif- andi og annað eftir því. Náungi að nafni Edvard Nkoloso útnefndi sjálfan sig geimferðamálaráðherra yfir þessu landi og hófst þegar handa með tilraunir. Kvenmaður einn í góðum holdum var valin til þess að verða fyrsti geimfari Zambias. Nkoloso stjórnar sjálfur þjálfun geimfarans; lætur hana skríða inn í tóma olíutunnu og velt- ir tunnunni síðan niður brekku við mikinn fögnuð áhorfenda. Hann segir: ,,Við erum að æfa lend- inguna á tunglinu. Siðan læt ég Mörtu róla sér í rólu til þess að æfa hana í þyngdarleysinu. Eld- flaugar? Nei, þær eru ekki til enn- þá." Það er óneitanlega dálítill vankantur á tunglprógramminu. En ráðherrann vonast til að rætist úr því. Hann gerir sér vonir um að fá „geimpeninga" frá Sameinuðu þjóðunum, 20 milljónir dollara til að byrja með. Haraldur lítur í kringum slg Nú getur svo farið, að pólsk prins- essa verði drottning Noregs. Har- aldur krónprins hefur upp á síðkast- ið verið töluvert á ferli með Tatjönu prinsessu Radziwill. Verði sú raun- in á, að þau bindi saman trúss sitt, verða Norðmenn skátengdir Kenn- edy-fjölskyldunni, því Tatjana Radziwill er terigd systur Jacque- line, Lee prinsessu Radziwill. Það er langt síðan sænski stálframleiðandinn og milljónarinn Axel Wenner-Gren fór að koma á framfæri járnbrautartegund, sem almennt hefur verið kölluð eineinungur hér á landi. Einteinungur er það kallað vegna þess að vagninn rennur eftir ein- um járntein — einni járnbraut — sem byggð er á háum stöplum. Við þetta vinnst margt, eins og t.d. það að brautin tekur minna svæði og því mögulegt að leggja hana um þéttbýl hverfi, um miðjar borgir og jafnvel yfir hús. Annar kostur er sá, að snjór háir ekki umferð vagns- ins á brautinni, og enn er það að hraði þessa farartækis er töluvert meiri en járnbrauta. Fyrsta reynslubrautin var byggð í bænum Fúhlingen, rétt hjá Köln í Þýzkalandi 1957. Hún er 800 metra löng, en Wenner-Gren lagði sjálfur tugi milljóna króna f fyrirtækið. Síðan hafa slíkar brautir verið byggðar víða, m.a. í Disneyland við Los Angeles, á heimssýningarsvæð- inu í Seattle, f Turin og í tveim japönskum skemmtigörðum. Lengsta braut- in, sem ennþá hefur verið byggð, 13,2 km., var nýlega vígð í Tokyo. [ Essen, þar sem er mjög þéttbýlt, hefur nýlega verið ákveðið að létta umferðina með því að byggja slíka braut um þéttbýlt hverfi, 4,5 metra yfir götunum. Lengdin hefur ekki ennþá verið ákveðin. Vafalaust eiga þessar brautir eftir að ná meiri vinsældum, þegar meiri reynsla og þekking er komin á kerfið. Vagnarnir taka 100 manns, og renna á loftfylltum hjólum á brautinni, en jafnvægishjól halda þeim réttum. Hraðinn er um 80 km. Eins og áður er sagt er hægt að leggja slíka braut jafnvel þar sem umferðin er hvað mest, og sagt er að kostnaðurinn sé ekki ýkjamikill samanborið við neðanjarðarbrautir og aðrar þekktar lausnir á umferðaröngþveiti. Hvernig væri t.d. að hafa svona einteinung milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, — eða jafnvel alla leið austur fyrir fjall . . . ? Þeir reykja dagblöð í Nýju Guineu ert saman að sælda við svokallaðar menningarþjóðir. Annars staðar hefur fólk á þessum slóðum komizt í kynni við hvíta kynstofninn og menninguna og þar af leiðandi lært eitthvað af ósiðum. Þeir hafa til dæmis komizt upp á það að reykja, en ekki hafa þeir samt efni á því að kaupa tóbak. Aftur á móti kemur það ekki að sök þvl dagblöð brenna prýðilega og mynda þó nokkurn reyk. Dagbiaðaútgáfan er að vísu ekki fjölskrúðug eins og nærri má geta, en samt kemur dagblaðið „Nu Gini Toktok" út í stóru upplagi á austanverðri Nýju Guineu. Þar tala menn ýmsar mállýzkur, en sameiginlega tala allir og skilja „Pid- gin-ensku“, þ.e. mjög svo afbakaða ensku, sem sumir tala í austurlenzk- um hafnarborgum. Dagblaðið Nu Gini Toktok stendur til dæmis' fyrir New Guinea Talk Talk. Þetta blað kaupa þeir á degi hverj- um í staðinn fyrir slgarettur og talíð er að mestallt upplagið sé reykt upp, en um leið nota hinir innfæddu tæki- færið og stauta sig fram úr frétta- klausunum. VIKAN 7. tbl. jrj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.