Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 7
fólki. Það verður henni vafalaust mjög sársaukafullt í bili, ef þú yfirgefur hana, en hún mundi kannski þroskast á því og halda aðdáun sinni í skef jum næst þeg- ar hún verður ástfangin. Þú svík- ur sjálfan þig með því að giftast henni og gerir henni mjög vafa- saman greiða með því líka. MUNDU BARA AÐ VERA KURTEIS. Herra Póstur! Háttvísi og kurteisi er nokkuð sem fslendingum gengur seint að læra. Verður maður þess mikið var, jafnvel hjá mönnum í opin- berri þjónustu, eins og t.d. stræt- isvagnastjórum borgarinnar. Fyr- ir nokkrum dögum steig ég upp í einn strætisvagn borgarinnar og rétti vagnstjóranum 500 króna seðil og kvaðst ætla að kaupa eitt 100 kr. kort. Lítur hann á seðilinn og síðan á mig og spyr svo hvern fjandann ég meini með að rétta sér svona stóran seðil(!) hann geti bara alls ekki skipt. Segir hann mér að hlaupa út í sjoppu þarna rétt hjá og fá skipt. Geri ég það og dreg ekki af mér á hlaupunum. Sný ég síðan aftur til vagnsins. En — þegar ég er rétt kominn að hon- um leggur hann af stað í flýti! Herra Póstur! Hvað finnst yður um svona framkomu? Ég veit, að oft hefur verið kvartað yfir strætisvagnastjórum borgarinnar í þessum dálkum, en góð vísa er aldrei of oft kveð- in og skepnurnar láta sér ekki segjast. Með kveðju, H.Þ.S. --------Svei mér ef ég veit það. Það er nú svo komið, að maður verður yfirleitt að fara bónarveg að mönnum til að taka við ís- lcnzkum peningum, og þakka sín- um sæla ef vel gengur. Farðu t.d. í bankana með smá- peninga! Nei, annars. Farðu ekki. Ég vil þér ekkert illt, H.Þ.S. Gerðu bara eins og þér er sagt, og vertu ekki með neitt rövl. Safnaðu sam- an smápeningum, þangað til þú átt hundrað krónur í einseyring- um, aðrar hundrað I fimmeyring- um, tíeyringum, tuttugu og fimm- eyringum, krónum og tveim krónum. Svo máttu, vesgú, pakka þessu snyrtilega saman og skrifa utan á pakkann hvað í honum sé. Þá getur verið að tekið sé við því. Annars ekki. Ef þú ætlar að kaupa eitthvað hjá strætisvögnunum, skaltu vanda þig og hafa rétta upphæð. Ekki of smátt og ekki of stórt. Þeir mega ekki vera að því að skipta. Þeir hafa svo mikið að gera. Og mundu svo að vera ávallt kurteis. VILL LIFA HEILBRIGÐU LÍFI OG HANA NÚ! Kæra Vika! Mig langar til að biðja þig um ráð, kæri Póstur. Þannig er mál með vexti, að ég virðist hafa óstjórnlegt að- dráttarafl fyrir kvenfólk, þótt ég reyni ekkert til þess, og líður varla sá dagur, að ég fái ekki tækifæri til að „hitta“ kven- mann. Þú veizt hvað ég á við. Ef ég kynnist einhverri stúlku, hvort sem hún er ógift, trúlofuð, gift eða ég veit ekki hvað, þá get ég varla talið upp að tíu áður en einhver fjandinn hefur skeð, þannig að ég gæti hreinlega labb- að heim til viðkomandi og stung- ið mér beint upp í rúm til hennar. Sumum mundi kannske finn- ast þetta vera töluverður kostur, og öfunda mig af þessum eigin- leika, sem ég skil ekki sjálfur, því ég geri þetta ekki viljandi. En ég er hreinlega í vandræðum. Jú, sjáðu til. Ég er giftur ágætis konu, og ánægður með það. Kæri mig ekkert um fleira kven- fólk. Vil lífa mínu heilbrigða lífi eins og gengur og gerist. En svo er þessi fjári. Og einhvernveg- inn finnst mér í hvert sinn, sem kvenmaður sækir á mig, að ég verði að sanna það að ég sé karl- maður. Svarðu mér nú fljótt, Póstur minn, áður en illa fer. Gepill. — — — Já, ég skil að þetta er afskaplega slæmt. Ég hef sjálfur lent í svona vandræðum, og það er geysilega... geysilega ... ég mcina, það er dálítið... o-jæja, ég læt það nú vera. Verst hvað ég vorkenni kvcnfólkinu, sem fer á mis við þetta allt saman. 3) & nx u a i rt cL i GERA ERFIÐA DAGA LÉTTA Fást í verzlunum um land allt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.