Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 19
sem fleiri hafa trúlega króknað en þeir, sem fóru í kirkjuferð á páska- dag. Ofan á allt þetta kom svo stór hópur skipsbrotsmanna, enda segir svo í Biskupasögum, að þessu hafi fylgt ,,ófriðr ok lögleysi, ok á þat ofan manndauði sá um allt landit, at enginn hafði slíkr orðit síðan landit var byggt." Nú er ( sögum farið fljótt yfir. Ekki mikið um harðindi, en sóttir og manndauðar, eldsumbrot og kynjavetur, þegar voru „sénar sólir tvær í senn, álfar og aðrir kynjamenn ríða saman í flokkum," og þar fram eftir götum. 1183 týndust af hafskipum fimm hundruð manns, og 1186 var fellivetur mikill og grasleysisár. Þá kom ekki skip af Noregi til íslands. Næsta vetur féll nautpeningur í hrönnum, og ekki kom skip að heldur það sumar. 1192 dóu 20 hundruð manna í Norðlendinga- fjórðungi frá veturnóttum til fardaga úr sótt og sulti. 1196 var kallaður Manntapavetur og næsti vetur gekk yfir með óöld og ísalög. Aldamótaárið 1200 horfði til vandræða á nýjan leik, vegna frosta, hríða og hallæris, sem af þessu leiddi. Þá var það, að Jón biskup Ögmundsson — þá að vísu látinn — aflétti plágunni á dýrðlegan hátt. Þegar kom fram í marz var svo að mönnum sorfið, að þeir voru reiðu- búnir að reyna hvað sem var, og tóku upp helgan dóm þess sæla biskups. Að morgni helgidagsins var mikið frost, skafrenningur og ofan- koma, svo sem verið hafði að staðaldri. En þegar gengið var til kirkju, var snjórinn orðinn kramur, og þegar helgur dómurinn var hafinn ( kirkjuna, tók að rigna. Og þannig fór um allt land. Gengið til lands Tveimur árum síðar var vetur með nafninu Frosta vetur, en ekki er getið sérstakra hörmunga af hans völdum. Hins vegar hét sumarið eftir Býsna sumar. Um Seljumannamessu það sumar (8. júlí) gengu 30 menn á ísi frá Flatey á Breiðafirði til lands. Þá tók Páll biskup það ráð, að Veturinn 890. Vatnsdæla segir frá því, að þegar Þorsteinn Ingimundarson átti að mæta til einvígis við Berg hinn rakka, varð hann að fresta þeirri hólmgöngu því marga daga samfleytt var ekki hundi út sigandi fyrir kafaldshríð. heita á guð og helga menn, að syngja Pater Noster þrisvar á dag og gefa ölmusu á hverju sumri um Þorláksmessu, ef úr rættist, „ok kom aldrei síðan hallæri meðan hann lifði," segja Biskupasögur. Ekki hef ég kynnt mér, hve langlífur Páll biskup varð, en samkvæmt framansögðu hefur hann örugglega verið látinn árið 1242, þegar Kol- beinn Arnórsson reið ( nóvember suður yfir Tvídægru með 600 menn. Þeir lögðu upp ( krapaslettingi og frostleysu, en er leið á daginn, gerð- ist vindur norðlægur og gekk upp með frost, og þegar á leið, jókst bæði vindurinn og fannkoman. Ofan á þetta bættist svo nátt- myrkur, og ekki leið á löngu, þar til allur hópurinn hafði tapað öllum áttum og var orðinn rammvilltur. Þarna leystist liðið upp, sumir krókn- uðu, aðra kól til meiðsla, og fáir þeirra, sem af lifðu, komust vopnaðir til byggða, því þeir voru svo loppnir, að þeir gátu engu haldið. Og trúlega hefur einhver ráfað um Tvídægru, þegar snjóa leysti um vorið, í leit að brandi sínum ellegar öxi. Réttum áratug síðar voru þeir Hrafn Oddsson og Sturla Þórðarson á leið suður Bláskógaheiði til að berja á Gissuri Þorvaldssyni. Þegar þeir fóru frá Hallbjarnarstöðum, tók að þykkna upp, og gekk á með slag- veðri. Þeir héldu þó áfram að Ölfusvatni, en fréttu þá, að enginn kæmist yfir Ölfusá nema fuglinn fljúgandi, sneru við og létu rekast vestur af heiðinni. Bjargaði hver öðrum eftir beztu getu og héldu allir lífi, „en urðu sem vesölstir", segir í Sturlungu. Og þessi orð, sem hér eru milli gæsalappa, gætu sem bezt átt við forfeður okkar ( heild, allt fram til Vormanna íslands og sumarveðranna á þessari öld. Eftir miðjan janúar þennan vetur gerði ofsalegar rigningar svo öll vötn urðu ófær. Um kyndilmessu (2. febrúar) var með naumindum, að hægt væri að fleyta biskupnum yfir Hvítá, og eftir páskavikuna tepptist allt syðra af snjóum. Birnir í stórum hópum Nú líður allt stórtíðindalaust að kalla fram til ársins 1274, en þá segja annálar frá því, að 22 hvítabirnir hafi verið drepnir á landinu, en 27 árið eftir. Og fjórum árum síðar lagði svo sjóinn umhverfis landið, að fara mátti með hestalestir margar vikur sjávar á (si, og lá ís þessi við landið langt fram á sumar, svo margir hugðu, að nú myndi eyjan eyðast, því ekki varð róið á sjó fyrir ísi, nema úr ein- staka veiðistöð.. Næstu vetur er aðallega getið um mannfelli af sóttum, en sagt að þá hafi komið margir stórir vetur í röð, og margir orðið hungurmorða. 1290 er sagður hafa verið mikill fellivetur, og að hvergi hafi séð í jörð yfir sumarið fyrir snjó, sem hlýtur að vera orðum aukið. Næsti vetur á eftir var Eymuni hinn mikli, fellivetr, snjóvetr, jökulvetr." Og þannig má fikra sig áfram gegnum annálana, þar sem skiptast á hallæri og grasleysi, sóttum, landskjálftum, gosum, skriðuföllum, frostum, snjóum, svellum og yfirleitt öllum þeim hörmungum, sem yfir mega dynja. Við fljotan yfirlestur vekur það furðu, að nokkrir skuli hafa skrimt af svo mörg illæri á skömmum tíma — og átti þó ástandið eftir að versna. En ofan a allt annað bætist, að einmitt á þessum öldum bárust menn mjög á banaspjótum og drap hver sem betur gat, en það ásamt harðind- unum megnaði ekki að gera menn aldauða á landinu! Ég yrði ekki hissa, þótt eftir einhvern tíma (hálfa öld, eina, tvær, tíu?) mætti lesa það ( annálum, að fáeinir íslendingar hefðu orðið einir (búa heims til þess að lifa af kjarnorkueyðingu heimsins, — ef eitthvað er eftir í þeim af þeirri skepnulegu seiglu, sem hélt tórunni ( forfeðrum okkar hér á öldunum. En kannski er ekki allt eins bágt og virðist. Mönnum hefur lengst af verið þann veg farið, að marka helzt þau tíðindi, sem verst voru og hrikalegust. Má enn sjá það í flestum okkar skrifum, þv( oft er þetta spennandi á að hlýða eða um að lesa, og við málaliðar á ritvellinum reynum að finna þau atriði til að skrifa um, sem líklegt er að fólk vilji lesa og fræðast um. Og hið sama er að segja um fyrirrennara okkar, annalai itarana, þeir frettu ekki um annað en það, sem upp úr stóð, og af því er fremur sagt til um hið illa en góða. Þar af leiðir, að hin betri árin hafa orðið utundan, en hin verri lifa þeim mun skýrar í minningunni. Annars langar mig að vitna hér ( Hannes biskup Finns- son, þar sem hann ræðir um þetta efni í ritgerð sinni Um mannfækkun af hallærum á íslandi. „At á íslandi hafa Húngr og Hallæri opt at höndum borit, þarf eigi kynlegt þykja, þar sem mörg betri lönd hefir einatt sama hendt. Þó finnaz mætti at þeirra milda Lopt, Friossemi, Ríkidæmi, og hæga kaup- höndlan mundi varna þeim við því. Enn þó ísland sé hallærasamt, þá er þat samt eigi óbyggjandi; þau góðu árin eru miklu fleiri enn þau hörðu; líka og, þó á vorri tíð hafi áfallit stórharðindi, þá hafa forfeður vorir, hvöria oss er svo tamt at prísa miklu sælli enn vér erum, haft aungu minni né færri harðæri at reyna, hefur landit þó þess á milli optast náð sér aptr, fædt sín börn, og framleidt margan merkismann, gott verkfæri í Guðs hendi, þarft og farsællt þessa heims, enn s(ðan fullsællt í hinum betra." Framhald á bls. 24. VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.