Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 26
2g VIKAN 7. tbl.
Heimsóknir erlendra þjóðhöfðingja hafa sett
sinn svip ó samkvæmisltf okkar undanfarin ór,
og margar eru þær skrýtlurnar, sem ganga um
það, hvernig fínar frúr og ríkir herramenn hafa
nælt sér í boðskort til konungsveizlu, prinsveizlu,
varaforsetaveizlu eða forsætisróðherraveizlu, til
þess að geta sagt síðar: „Já, það var hérna
um árið, þegar ég sat til borðs með honum
Johnson — sem nú er forseti Bandaríkjanna —
að konan mín sagði . . ."
Já, margt er mannsins gaman, og við lítið
verður maður að notast, þegar ekki gefst betra.
Nú koma hingað aðeins erlendir þjóðhöfðingj-
ar og allskonar stórmenni, sem við höfum í
rauninni ósköp Iftið af að segja og gerir litla
fígúru í okkar lífi, nema þegar þeir koma
hingað sem bláókunnir gestir.
Það var nú aldeilis annað í gamla daga,
þegar við áttum okkar eigin kóng, drottningu,
prinsa adjudanta, kammerherra, kammerjúnk-
ara og hver veit hvað, og gátum boðið þessu
öllu saman hingað heim til veizlu f Iðnó, glímu
á Þingvöllum og látið það sofa í Mennta-
skólanum. Þá gátum við Ifka boðið upp á
skemmtun, sem nú er orðið erfitt að setja
á svið — að láta tilvonandi forsætisráðherra
glíma við tilvonandi milljónera. Það er sem
sagt ekkert skrýtið þótt við hefðum gaman
af að taka á móti kóngiunm okkar — og
kónginum þætti gaman að koma hingað.
Það var núna fyrir skömmu, að við duttum
ofan á nokkrar myndir af konungsheimsókn-
inni 1921, og okkur þótti þær svo forvitni-
legar, að við fórum strax að grúska í þeim
og forvitnast um það sem þá var að ske, og
í stuttu máli þá er þetta það helzta, sem máli
skiptir:
Það var Kristján X og Alexandrina drottning
hans, sem réðu hér ríkjum og ákváðu að heim-
sækja gamla Frón ásamt sonum sínum, Friðrik
krónprins og Knúti prins og öðru fríðu föruneyt.i.
Svona til að kynna þessa höfðingja fyrir
yngstu kynslóðinni, þá er kannske rétt að taka
það fram að Kristján X þýðir raunverulega
Kristján tíundi, og að hann var okkar síðasti
konungur, eða allt til ársins 1944, þegar við
slifum síðasta hlekkinn við Dani og kusum
okkur forseta.
Það var ákveðið að konungur og fylgdar-
lið hans skyldi stíga hér á land þann 26. júnf
1921, og nefnd virðingarmanna var kjörin til
að standa að öllum undirbúningi. í nefndinni
voru þeir Haraldur Árnason, Guðjón Samúels-
son og Geir G. Zoega.
Konungur kom hingað á konungsskipinu VAL-
KYRIEN en fylgdarskipin voru tvö, FYLLA og
HEIMDAL, sem margir kannast vafalaust vel
við. Ekki sízt kvenfólkið.
í fylgdarliði konungs var margt mikilmenna,
og má m.a. nefna Jón Sveinbjörnsson konungs-
ritara, sem kom hingað nokkrum dögum áður
til að ganga frá endanlegum undirbúningi, og
sagt var að hann væri einasti íslendingurinn,
sem konungur hefði sér við hlið að staðaldri.
Hebbart Stanley Sander, adjúdant, Carl Juel,
annar hirðmarskálkur, Christian Frederik Gjern-
els höfuðsmaður þjónustusveitar konungs, Carl
V. E. Carstensen foringi á skemmtiskipi kon-
ungs, Godfred Hansen adjúdant og Carl Matthias
Appelron, kammerjúnker.
Það fréttist af skipunum við Vestmannaeyjar
og seint að kvöldi þess 25. júní komu þau
til hafnar í Reykjavík, en landgangan var ákveð-
in árla daginn eftir.
Veður var hlýtt og gott og múgur manns
safnaðist saman niður. við höfn til að forvitn-
ast (það heitir ,,að fagna konungi" á blaða-
mannamáli, en við sleppum því hér). Og blöð-
in gizkuðu á, að um 10 þúsund manns væru
þar samankomin, þegar mest var.
Þá var Steinbryggjan gamla aðal landgöngu-
staðurinn fyrir þjóðhöfðingja, og við hana hafði
verið smíðaður flotpallur, sem konungur átti að
stíga á úr bátnum. Rauður og fallegur dregill
hafði verið lagður á pallinn og alla leið upp
bryggjuna, en þar efst hafði verið reist blóm-
um skreytt hlið, með viðeigandi áletrun, svo
kóngur hefði eitthvað að lesa svona fyrsta
kastið. Lögregla sást hvergi nokkurs staðar,
frekar en vant er, og mannskapurinn óð yfir
fína dregilinn fram og til baka eins og beljur
í óslægju, en skátar björguðu málinu við, og
reyndu að bægja fólkinu frá, meðan aðrir skát-
ar gengu um með sóp í hönd og sópuðu dregil-
inn jafnóðum eftir því sem hægt var. Einstaka
blettur eftir skrotuggu eða leifar af fjóshaug
náðist ekki, en við þvf varð ekki gert úr því
sem komið var. Þó var reynt eftir mætti að
bæta úr þessu, og forsjálnin var óvenjumikil
í þessu sambandi, því fengnar höfðu verið 30
ungar meyjar — Ijósklæddar — sem gengu á
undan kóngi upp bryggjuna, og stráðu sóleyj-
um á dregilinn, sem konunglegur skósólinn
marði ofan í vefnaðinn. Heppni að hann skyldi
ekki renna á undirlaginu og hálsbrjóta sig.
Framhald á bls. 31.
Elnkar virðuleg atliöfn, sem
eftir ýmsu að dæma
virðist hafa farið fram á
Laugarvatni og heitir á
danska tungu: „Indgnidning
með Myggehalsam"; þ.e.
hátignirnar hera á sig
áburð gegn mýbiti. (>
IHuti af konungsfylgdinni
á leið yfir á, einhvers
staðar á Suðurlandsundir-
iendinu. Einn hátign-
anna, Knútur prins, er með
á myndinni, merktur með
krossi. ú
Þá var nú gaman að lifa.
Konungsfylgdin mjakast eft-
ir Pósthússtræti með Kristj-
ná konung X 1 hroddi fylk-
ingar ásamt Alexandrínu
drottningu og prinsinum.
Friðrik núverandi konung-
ur er lengst til ' vtnstri.
Jón Magnússon, forsætisiáð-
herra, cr með pípuhatt,
lengst til hægri.
0
Eftir að hafa séð glimu
á Þingvöllum og dáðst að
fegurðinni f afbragðs góðu
veöri, var haldið áfram
Konungsvcginn svo-
kallaða til Geysis. Konung-
ur reið „stóra Grána“ og
hér er hann kominn á
LANDS\
MEÐ25
KONUNGSKOMAI