Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 41
Austin 1800 er vagninn | Með hinu óvenju góða farþega- og farangursrými. Austin 1800 er byggður í fullri breidd, sterkur hreif- iU, hemlar með loftátaki, diskahemlar á framhjólum, 5 höfuðlegu hreyfill, vökvafjöðrun, sem gefur mikla mýkt í akstri, og margir fleiri góðir kostir. I I Austin 1800 er af sérfræðingum talinn vera einn sterk- byggðasti vagninn í sínum stærðar og verðflokki. Kynnist þessum sérstæða vagni, sem allsstaðar hefur vakið feikna athygli og eftirspurn. Sýningarvagn í verzlun okkar. Garðar Gíslason h.f. Bifreiðaverzlun. versnaði svo með veðri og sóttum, og var kallaður Píningsvetur eða bara Píningur. Sauðfellir var gífur- legur og fólk flosnaði upp í hrönn- um. Jón Ólafsson Indíafari getur þess, að þá í maí hafi hvalur mikill komið upp um ís innst sveit- háttur manna hefur allur markazt af hallærunum, ekki náð út fyrir hinn þrönga hjúp brauðstritsins og óvissuna um það, hvort nokkuð yrði til að píra ( skepnurnar, ef vorið yrði hart, — eða hvort nokkuð félli ætilegt til fyrir næsta mál. Enda skriðuföll og snjóflóð; meðal annars rann aurskriða á Leifsstaði í Svart- árdal og tók þar öll mannslíf nema húsráðanda; þeirra baðstofu sak- aði ekki. Þar fórust fimm. Aðrir fimm fórust í snjóflóðum hér og þar um landið, og einn varð úti á jóla- frásagnir af þessum hinum síðgri. Og kannski hafa veturnir ekki ver- ið svo miklu verri en enn hendir við og við. Kannski finnst okkur það af því einu, að nú eigum við hús og hlý föt og höfum birtu og upphitun og eigum ekki lengur allt okkar undir því, að skepnurnar hjari, heldur setjum fé og naut- gripi á eftir heyjum, og ef að kreppir, tökum við hrossin líka á gjöf. Og svo drýgjum við gnýblásin súgþurrkuðu heyin og kurluð og knosuð maurasýrusúrheyin með fóðurbæti, og ef allt um þrýtur, kaupum við meira hey fyrir við- ráðanlegan pening á næsta bæ, í næstu sveit, eða í næsta lands- fjórðungi. Færðin og veðrið skipta ekki lengur eins miklu máli og fyrr á öldum. Við búum ekki lengur á af- skekktasta horni heims, þar sem ekkert annað fæst en það sem eyj- an sjálf gefur af sér og það sem danskir, sálarlausir kaupmenn skammta okkur úr hnefa án tillits til gagns eða gæða. Við erum orðin hluti af heimsljósinu og hætt að krókna undir bagga á leið úr kaupstað og hungursdauðinn stend- ur ekki lengur við fótagaflinn hjá okkur. Vonandi koma þeir tímar aldrei aftur. Slíkt heyrir aðeins til liðnum tíma. Árum eins og Lurki. Eða Þjóf. Hann var hvort tveggja kallaður, veturinn 1601 — 1602. Á Magnúsmessu (13. des.) dró myrkva á alla sólina um miðjan dag, og með þeim degi sneri til harðinda. Svo er sagt, að sá vetur hafi ver- ið aftaka harður um alla norður- álfu og sífellt myrkur í Noregi, svo sólin var alla daga blóðrauð. Eng- ar ýtarlegar sögur eru til af Lurki, en sagt er, að þá hafi norðan- menn leitað suður, og urðu þá margir úti á Tvídægru. Er við brugð- ið karlmennsku sumra, sem björg- uðu sér með harðfylgi, þótt hest- arnir frysu í stokk undir þeim á fyrsta degi, en þeir yrðu síðan sjálfir að liggja úti á heiðum í allri hörkunni. Samt hefur mér ekki lánazt að finna sagnir um ein- stök afrek. Höggvinn fyrir kvenna- far Samfara þessum hörmungum var svo mikill peningsfellir, ekki minnst fyrir það, að ekki kom sauðgróður fyrr en um Jónsmessu, og hafísar lágu fram á haust fyrir norðan land. Þar veiddist heldur enginn fiskur. Svo hart var sumarið, að engir lögréttumenn komust að norð- an til þings vegna harðinda. Þó hefur réttlætiskennd og siðferðis- vitund þjóðarinnar ekki kalið á fingrum, því þrátt fyrir fámennið á þingi var þar dæmdur og höggv- inn Björn nokkur Þorleifsson, sem var ákærður fyrir og sekur fund- inn um — kvennafar. Já, drýgt hefur margur dauða- glæp en dregur þó fram lífið enn. Næsti vetur byrjaði bærilega, en ar fram undan Hattardalsstekk, og hafi hann reynzt stórt hjálpræði í þeirri sveit og næstum, því hallæri var þá orðið gífurlegt; ekki gefið á sjó síðan um Andrésmessu (30. nóv.) og fyrirfarandi sumar gras- lítið og óþurrkasamt, svo víða ónýttist það litla sem spratt. Næstu tvö ár fóru eins að. Sótt- arsöm, fiskilaus, graslítil og þurrk- laus, frosthörð og snjóasöm, fjár- fellis og mannskaðaár. Þetta er andstyggðar byrjun á nýrri öld. Nokkuð hefur bætt úr skák, að öldin á undan var fremur góð, þrátt fyrir allt. En hugsunar- er enga bjartsýni að finna í skáld- skap þessara tíma. Ofan á allt þetta bættist svo verzlunarkúgun, sem á var sett með tilskipun konungsins árið 1602, einhverjum óheppileg- asta tima, sem hægt var að finna, með tilliti til þessara óára. Mér þætti gaman að vita, hvort mör- landarnir hefði ekki brugðizt öðru vísi við einokunartilskipuninni og öðru af því slagi, hefðu þeir ekki verið mergsognir og langsoltnir eft- ir margra ára blóðkreppusótt og ægiveður? Og skammt er að bíða þess, að aftur bylji. 1610 var mikið um nótt. í Skagafirði bættist það ofan á náttúruhörkuna, að skar datt af Ijósi í fjárhúsi og kveikti í; þar brunnu inni í einum hópi 120 sauðir. Og skip brotnuðu við landið, þau sem færa áttu varninginn heim. Að vísu var talið, að allt góss úr þeim hefði náðst, en varla hefði Good Housekeeping viljið setja stimpil sinn á allan þann varning, eftir hrakningana og volkið. Öburðir fæðast En nú taka að verða miklir fyrir- burðir úti í löndum, sem auka á hrikaleik árferðisins og drynja ógn- VIKAN 7. tbl. ^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.