Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 17
i
lega þóknanlegra. Var hans róð upp tekið, og segir
síðan ekki meira af harðindum [ Reykdælu.
Stoliö úr búri
Eyrbyggia, Njóla og Glúma segia vonda vetur árin
980, 983 og 984. Það var einn þeirra vetra, sem Hall-
gerður langbrók lét stela úr búrinu á Kirkjubæ. Og lík-
lega hefur kerlingartötrið alla tíð verið of hart dæmd
fyrir þá sjálfsbiargarviðleitni, en henni skuli aldrei hafa
verið fyrirgefin þessi smáyfirsión, en bóndi hennar hins
vegar ævinlega til skýianna hafinn ásamt mörgum hans
samtíðarmönnum, sem höfðu sér enga aðra hugsjón
ellegar dægradvöl en að drepa sem flesta.
Saga Ólafs konungs Tryggvasonar greinir frá svipuðu
atviki veturinn 990 og að framan er sagt frá Óaldar-
vetri hinum fyrri. Þá kallaði Svaði bóndi á Svaðastöð-
um í Skagafirði saman fátæka menn og þurfandi í
byggðarlaginu og lét þá taka stóra og djúpa gröf. Um
kvöldið byrgði hann þá svo inni í einu húsi og
kvaðst mundu skera þá alla ofan í gröfina hinn næsta
dag. En snemma næsta morgun átti nýkristinn höfð-
ingi leið framhjá fangahúsinu og heyrði kveinstafi mann-
anna. Hann stillti sér upp við dyrnar og lofaði að hleypa
öllum út og gefa þeim að éta, ef þeir vildu taka kristna
trú. Þetta var á þeim árum, þegar trúarbrögð voru betri
verzlunarvara en fiskur. Þessum fór sem fleirum, að
þeim þótti vænna um lífið en Óðin og Þór, og hétu
þessu. En er Svaði frétti um tiltækið, varð hann afskap-
lega reiður, snaraðist upp á hross, kallaði á hund sinn
i.) og veitti hinum nýkristnu og frelsara þeirra eftirför. En
einhvern veginn — að sagan segir, — slysaðist hann á
að gana beint ofan f gröfina stóru og djúpu ,,ok var
, þegar dauðr." Þar var síðan mokað ofan í, yfir mann,
hest og hund og fornum sið, og varla hafa þurfaling-
arnir sungið dapra sálma við það verk.
Að hver hjálpi sínum
En þótt Svaða sáluga tækist ekki að koma fátækl-
ingunum fyrir kattarnef, samþykktu héraðsmenn [ Ós-
landshlíð eigi að síður að „gefa upp gamalmenni ok
veita enga björg, svá þeim er lama voro eðr at nokk-
uro vanheilir, ok eigi skyldi herbergja þá, en þá gnúði
á hin snarpasta hríð með gnístandi frostum." En þegar
Fimbulvetur
og fellisár
Fyrirboðarnir voru uggvekjandi: Hvinur í lofti, níu sólir
sáust í einu, furðudýr óðu uppi og konur fæddu vanskapn-
aði. Eftir hina verstu vetur stóð uppi tíundi hluti af fénaði
landsmanna og fjöldi manns hafði farizt.
VIKAN 7. tbl. Yl