Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 20
r
Framhaldssagan 56. hluti
eftir Serge og Anne Golon
Það var ekki laust við, að henni væri ofurlítið skemmt,
þar sem hún lá með höfuðið upp við öxl hans. Á baki sér
fann hún ylinn af höndum hans. Hann var henni ekki eins
fráhverfur eins og hann lét. Kona á borð við Angelique
fann hvað að sér snéri.
Hann dró að sér höndina og lokaði augunum.
— Ah! andvarpaði hann. — Það er það, sem er svo slæmt fyrir mig.
Þegar ég er hjá þér, tek ég að láta mig dreyma um líf, sem þú ert
alltaf með í. Ég fer að hugsa eins og hver annar bölvaður bjáni í þessu
virðulega borgarasamfélagi. Ég segi við sjálfan mig: Það væri gaman
að koma heim á hverju kvöldi í hlýtt, bjart hús, þar sem hún bíður
eftir mér. Það væri gaman að vita af henni í rúminu sínu á hverri
nóttu, hlýrri og þrýstinni og eftirlátri. Það væri gaman að eiga vel
birgðum búið búr og geta staðið á dyraþrepinu í rökkrinu og sagt
„konan mín“, þegar ég tala um hana við nágrannana. Svona fer það
með mann, að þekkja þig. Og ég er farinn að taka eftir því, að borðin
í kránum eru harðir koddar að sofa á og það getur verið hrollkalt
milli framfótanna á bronshesti og ég er aleinn í heiminum eins og
húsbóndalaus hundur.
— Þú talar eins og Calembredaine, sagði Angelique lágt.
— Þú eyðilagðir hans afl líka, þegar allt kemur til alls ertu aðeins
hugmynd, flögrandi eins og fiðrildi, hugsýn, gagnsæ, óstöðvandi....
— Þú ferð burt úr París, sagði hún ákveðin. — Þú hefur lokið
starfi þínu. Það er búið að prenta síðustu sneþlana og koma þeim
fyrir á öruggum stað.
—• Burt frá París? Ég? Hvert ætti ég að fara?
-— Þú ferð til gömlu fóstrunnar þinnar, konunnar, sem þú sagðir
mér frá og ói þig upp i Júrafjöllunum. Það kemur brátt vetur, veg-
irnir lokast a£ snjónum og það leitar enginn að þér. Þú ferð burt úr
mínu húsi, því það er ekki öruggt að vera hér, og verður í felum hjá
Trjábotni. Á miðnætti á þessari nóttu ferðu að hliðinu við Montemartre,
þar er alltaf mjög lélegur lögregluvörður. Þar verður hestur og í
hnakktöskunni finnurðu peninga og byssu.
Allt í lagi, Marquise, sagði hann og geispaði.
Hann reis á fætur:
Undirgefni hans kom Angelique úr meira jafnvægi en mótspyrna
hefði gert. Vav það þreyta, ótti eða vegna meiðslanna, sem hann hafði
hlötið? Hann var eins og svefngengill. Áður en hann fór, horfði hann
langi á hanq, alvarlegur i bragði.
— Nú, sagöi hann að lokum, — ert það þú sem ert sterk og getur
skilio okkur eftir við veginn.
ilún sl.ildi ekki hvað hann var að fara. Orð komust ekki lengur
'r.n i hana og hana verkjaði í allan likamann, eins og hún hefði verið
barin Hún beið ekki eftir því að horfa á grannvaxinn og háan líkama
rennusteinsskáldsins hverfa i rigningarúðann.
Um kvöldið fór hún á markaðstorgið við Saint-Germain og keypti
hest, og fór svo niður til rue de Val d’Amour til að fá „lánaða" skamm-
byssu hjá Fallega Strák.
Það var ákveðið, að um miðnættið skyldu Faiiegi strákur, Peony
og nokkrir aðrir fara með hestinn að Montmarte hliðinu. Þar myndi
Claude le Petit verða með nokkrum af trúnaðarmönnum Trjábotns.
Þessi litli hópur vopnaðra manna myndi fylgja honum um úthverfin
og þangað til hann kæmi út fyrir borgina.
Þegar Angelique hafði gengið frá áætlun sinni, róaðist hún nokkuð
aftur. Um kvöldið fór hún upp í herbergið, þar sem hún hafði börnin.
Unglingurinn hafði háan hita, því það var tekið að grofa í sári hans.
Þegar Angelique kom aftur inn í herbergið sitt, tók hún að telja
klukkustundirnar. Börnin og þjónarnir voru sofnuð. Apinn Piccolo var
séztur að fyrir framan arininn. Með olnbogana á hnjámim og hökuna
í lófunum starði Angelique í eldinn. Eftir tvær klukkustundir, eftir
eina klukkustund, væri Claude le Petit úr allri hættu. Hún gæti dregið
andann léttar og hún myndi fara aftur í bólið og reyna að sofna.
Siðan eldurinn geisaði í Rauðu grímunni, hafði hún ekki getað sofið.
Jódynur glumdi á steinlagðri götunni. Svo stöðvaðist það. Það var
barið að dyrum. Með ólgandi hjarta dró hún lúguna til hliðar.
— Það er ég, Desgrez.
— Komið þér sem vinur eða lögreglumaður?
— Opnið dyrnar. Ég skal segja yður það á eftir.
Hún dró slagbrandana frá um leið og hún hugsaði með sér, að heim-
sókn lögreglumannsins væri mjög óþægileg, en í þetta sinn þætti henni
betra að sjá Desgrez heldur en vera ein og finna hverja mínútu falla
eins og dropa af bráðnu blýi á hjarta hennar.
— Hvar er Sorbonne? spurði hún.
— Hann er ekki með mér í nótt.
Hún sá, að undir votri yfirhöfninni var hann í rauðum skartklæðum.
Með sverðið og sporastígvélin var hann eins og háttsettur maður úr
sveitaþorpi, búinn í bezta skart til að fara til höfuðborgarinnar.
— Ég er að koma úr leikhúsi, sagði hann glaðlega. — Afskaplega
skemmtileg kvöldstund með fallegri konu....
— Eruð þér ekki lengur að eltast við rennusteinsskáldið.
— Það var ákveðið, að ég skyldi ekki leggja hart að mér í kvöld....
— Hafið þér leitað, eða tekið þátt í þvi?
— E'kki beinlínis. Ég hef töluvert frelsi, eins og þér vitið. Þeir
vita, að ég hef mínar eigin aðferðir.
Hann stóð fyrir framan eldinn og neri hendurnar til að ylja þær.
Hann hafði lagt vettlingana sína og hattinn á stól.
Hvers vegna gerist þér ekki hermaður i her konungsins? spurði
Angelique, þar sem hún dáðist að karlmannlegum líkamsvexti þessa
manns, sem einu sinni var illa hirtur lögfræðingur. — Þér mynduð
verða álitinn myndarlegur maður og langt frá því að vera leiðinlegur
.... Verið nú kyrr. Ég skal ná í krús af hvítvíni og kökusneið.
— Nei, þakka yður fyrir. Þrátt fyrir virðulega gestrisni yðar, held
ég,að ég ætti heldur að fara. Ég á enn ólokið erindi við Montmarte-
hliðið.
Angelique kipptist snöggt við og leit á úrið sitt: Klukkan var hálf
tólf. Ef Desgrez færi til Montmarte hliðsins núna, voru allar líkur til
þess, að hann rækist á rennusteinsskáldið og hópinn hans. Var það
tilviljun ein, að hann ætlaði til Montmarte, eða hafði þessi manndjöf-
ull veður af einhverju? Nei, það var ómögulegt! Hún tók snögga á-
kvörðun.
Desgrez var að búa sig til ferðar.
— Strax? mótmælti Angelique. — En þeir mannasiðir! Þér komið
á ókristilegum heimsóknartima, dragið mig fram úr rúminu og farið
svo burtu, um leið og þér komið inn úr dyrunum.
— Ég dró yður ekki íram úr rúminu. Þér höfðuð ekki einu sinni
háttað. Þér sátuð við dagdrauma fyrir framan eldinn.
—■ Nákvæmlega rétt.... Mér leiddist. Svona, setjizt nú niður.
— Nei, sagði hann og dró skikkju sína saman í hálsinn með bandi.
— Eftir þvi sem ég hugsa meira um þetta finnst mér að ég ætti að
ílýta mér.
— Ó, þessir karlmenn, mótmælti hún og setti stút á varirnar. Hún
hugsaði og hugsaði og reyndi að finna einhverja ástæðu til að tefja
fyrir honum.
Það var ekki siður fyrir Desgrez sjálfan en rennusteinsskáldið, sem
hún óttaðist hvað gerast myndi, ef hún leyfði honum að fara til
Montmarte hliðsins. Lögreglumaðurinn hafði skammbyssu og sverð
en hinir voru lika vopnaðir og þeir voru fleiri. Þess utan var Sorbonne
ekki með húsbónda sínum. Og þar að auki var engin ástæða til að halda
upp á undankomu Claude le Petit með dauða lögreglumannsins. Hún
varð að koma í veg fyrir það.
En Desgrez var þegar kominn fram að dyrunum.
Þetta er ómögulegt, hugsaði Angelique. Ef ég get ekki haldið í karl-
mann í stundarfjórðung, þætti mér gaman að vita til hvers guð hefur
gert mig!
Hún fyigdi honum fram i forstofuna, og Þegar hann teygði sig eftir
dyrahandfanginu, lagði hún hönd sína á öxl hans. Blíðan í þessari snert-
ingu virtist koma honum á óvart. Hann hikaði aðeins.
— Góða nótt, Madame, sagði hann og brosti.
— Það verður ekki góð nótt hjá mér, ef þér farið, muldraði hún.
— nóttin er of löng. ... þegar maður er einn. .. .
Og hún hallaði kinn sinni að öxl hans.
Ég haga mér eins og götudrós, hugsaði hún. En hvað um það? Nokkr-
ir kossar gefa mér frest. Og ef hann krefst meira, hvers vegna ekki?
Við erum, þegar allt kemur til alls, gamlir kunningjar.
—• Við höfum þekkzt svo lengi, Desgrez, sagði hún upphátt. — Hefur
það aldrei hvarflað að yður, að milli okkar....
— Það er ekki likt yður, að kasta yður svona upp um hálsinn á
manni, sagði Desgrez undrandi. — Hvað er að yður í kvöld, kæra vina?
E'n hann hafði sleppt dyrahúninum og tekið um axlir hennar. Mjög
hægt, eins og hikandi lyftist hinn handleggur hans og lagðist um mitti
ungu konunnar. Hann þrýsti henni samt ekki að sér, hann hélt henni
miklu frekar eins og fíngerðum, viðkvæmum hlut, sem hann vissi
ekki hvað hann ætti að gera við. Samt fann hún, að hjarta lögreglu-
mannsins Desgrez sló örlítið hraðar en venjulega. Gæti það ekki verið
gaman, að koma svolitlu róti á þennan sírólega og sjálfsörugga mann?
—- Nei, sagði hann að lokum. — Ég hef aldrei hugsað mér, að við
svæfum saman. Fyrir mér er ástin nokkuð mjög eðlilegt. Á því sviði,
sem svo mörgum öðrum, er ég óvanur iburði. Lúxus og slikt heillar
mig ekki. Kuldi, hungur, fátækt, og barsmíð húsbónda míns voru ekki
til þess fallin að gera mig sérlega kresinn. Ég er maður kránna og hóru-
húsanna. Það, sem ég krefst af stúlku, er að hún sé góð, heilbrigð,
þægilegur hlutur, sem hægt er að fara með eins og maður vill. I sann-
leika sagt, vinkona, þér eruð ekki mín rétta gerð.
Það var ekki laust við, að henni væri ofurlítið skemmt, þar sem
V