Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 49
Kannast nokkurkona við þetta? HEKLAÐUR JAKKI. Stærðir: 38 (40) 42. Efni: Um 300 (300) 350 gr. af fremur fíngerðu ullar- garni (shetland). Heklunól nr. 6 fyrir munztrið og nr. 5 fyrir fastahekl og laufin í kring. Skýringar. Stuðlahekl: 1 I. á nálinni, bregðið garninu um nálina, stingið henni und- ir eina lykkju og dragið garn- ið upp, dragið það síðan í gegnum 2 I. og aftur í gegn- um 2 I. Heklið miðlungi þétt. Munstur 1. umf.: * heklið 2 stuðla og farið í sömu lykkju í fitinni, 1 loftlykkja, 2 stuðlar heklið á sama hátt og áður með því að fara í sömu lykkju í fitinni. (Nú hefur myndazt 1 stuðlasam- stæða). Sleppið 1 loftl., 1 stuðull, sleppið 1 loftl. *, endurtakið frá * til * umf. á enda og endið með 1 stuðla- samstæðu. 2. umf.: og síð- an allar umferðir. 2 loftl. * 1 stuðlasamstæða, sem fest er niður í miðja stuðlasam- stæðu fyrri umferðar, 1 stuð- ull sem festur er í stuðul fyrri umferðar *, endurtakið frá * til * umf á enda og endið með 1 stuðlasamstæðu. Bakstykki: Fitjið upp 67 (73) 79 loftl. + 2 1. fyrir jaðarinn. Heklið munztur 12 (13) 14 stuðlasamstæður, 54 (55) 56 sm. Gerið þá halla á öxl með því að sleppa 1 stuðlasamstæðu í enda hverr- ar umferðar 6 sinnum. Hægra framstykki: Fitjið upp 43 (49) 55 loftl. + 2 I. fyrir jaðarinn. Heklið 8 (9) 10 stuðlasamstæður, 42 (43) 44 sm. Sveigið þá hálsmáls- línuna með því að sleppa fyrst 2 stuðlasamstæðum og slðan einni, þar til stykkið er 54 (55) 56 'sm. á hæð. Gerið þá halla á öxlina eins og á bakstykkinu. Vinstra framstykki: Heklið á sama hátt og það hægra, en gerið úrtökur gagnstætt. Ermar: Fitjið upp 37 (43) 49 loftlykkjur + 2 1. fyrir jaðarinn. Heklið munztur 7 (8) 9 stuðlasamstæður 5 sm. Aukið þá út 1 stuðlasamst. í hægri hlið. Heklið 5 sm. og aukið út 1 stuðlasamst. í vinstri hlið. Aukið síðan út á þennan hátt til skiptis ( hægri og vinstri hlið með 5 sm. millibili, þar til 11 (14) 15 stuðlasamst. eru í umferð- inni. Heklið áfram þar til ermin er um 40 (40) 41 sm. Leggið stykkin á þykkt stykki, nælið form þeirra til með títuprjónum, leggið rak- an klút yfir og látið gegn- þorna næturlangt. Saumið jakkann saman með þynntum garnþræðinum og aftursting. Framliald á bls. 47. Öllum þykir gott að hárið vaxi vel á höfðinu, en hvar annars staðar sem hárvöxturinn fer fram úr þvi, sem eðlilegt þykir, er liann konum mikið áhyggjuefni. Þó er of mikill hárvöxtur á andtiti kvenna einnu mesta vandamálið. Hann getur verið með ýmsu móti, allt frá mjúkum dún um mest allt andlitið, að grófu skeggi, sérstaklega á efri vör. Margar konur eru eyðilagðar yfir hve litlu hári sem er í andliti en það er óþarfa við- kvæmni, því að mjúk og stutt hár er hægt að gera litið áberandi og jafnvel halda slíkum hárvexti i skefjum að mestu. Það er að segja, ef konur fyllast ekki skelfingu og byrja á öllum þeim aðgerðum, sem þeim dettur í hug i það og það skiptið, t. d. að klippa hárin, rífa þau með pinsettu, raka þau eða nota háreyðingarkrem, sem ætluð eru annars staðar en á andlit. Með óvið- eigandi aðgerðum, eins og þeim, sem að ofan eru nefndar, verður oft mjúkt og litið hár að grófu og áberandi skeggi. FORÐIZT FEIT KREM. Margar konur hafa strax frá unga aldri þéttan og mjúkan hárvöxt á kinnum og neðri hluta andlitsins, og slíkur vöxtur stundum kallaður dúnn. Það sem þær eiga að vara sig á, er að nota feitt krem á þá staði, sem hárið er mest á. Það þykir sannað, að slíkt krem geti örvað hárvöxt, en hjá þeim konum, sem enga tilhneigingu hafa til slíks, skaðar það að sjálf- sögðu ekki. Fyrsta skil- yrðið til þess að hárin vaxi ekki meira og verði grófari, er samt að snerta ekki við þeim mcð pinsettu eða óvið- eigandi háreyðingar- meðulum, að maður nú ekki tali um rakvél! Sé eitthvað af því notað, líða ekki nema nokkrir dagar þar til hárin eru komin á ný, og þá miklu grófari og kröft- ugri en áður. LÝSm HÁRIN. Bezta ráð fyrir unga konu, sem finnst hún hafa of mikinn hárvöxt í andliti, er að lýsa hárin, og gera þau þannig um leið þynnri og veikbyggðari. Það getur jafnvel komið fyrir, að hægt sé að útrýma hárvexti með þeirri aðferð. Þá er notuð blanda af hvílum henna og 10% brintover- ilte. Blöndunni er smurt á þann stað, sem hárin eru á, i ca. 1 cm. þykkt lag og látin liggja á í 10—15 min. Siðcui er liún þvegin af með volgu vatni. Húðin verðar þurr af þessu og er því freistandi að bera feitt krem á, cftir að það hefur verið þvegið af, en það á maður lielzt ekki að gera, svo að vöxtur háranna örvist ekki af þvi. Blönduna má bera á nokkrum sinnum á viku, þó helzt ekki oftar en tveim sinnum. Það getur komið fyrir að húðin verði svo þurr eflir nokkrar vikur, sérstaklega ef um þurra húð er að ræða, að hætta verði iim tíma. Annars er ágætt að bera vökvakrem á, en það gerir húðina mýkri og teygjanlegri, án þess að örva hárvöxtinn. Vökvakrem er líka ágætt sem púðurundirlag. IJÓST MAKE-UP. Sjálfsagt er að nota Ijóst make-up og púður ef gera á hárin minna áberandi, sérstaklega ef hárin hafa verið lýst. Brúnt og gnlleitt púður er svo ólíkt lit lýstra hára, að þau verða mjög áberandi við notkun þess. Annað mikilvægt atriði er líka það, að þerra vel yfir húðina eftir að púður hefnr verið borið á: og má nota til þess mjúkan bursta eða bómull. Þykkt púðurlag festist í hárin og þau sjást bctnr. Mjúkt, fljótandi make-up er heppi- legast að nota. Sé húðin sérlega sterk, má nota steinpúður yfir vökvakremið, en þá þarf að hreinsa húðina mjög vandlega að kvöldi með hreinsunarkremi, sem gengur vel inní húðina. Framhald á bls. 50. VXKAN 7. tbl. i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.