Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 10
’iá þeim nýju húsum og ibúðvun, I sem ég hef séð upp á siðkastið, I virðist mér sá ágalli sameigin- ■ legur af hendi arkitektanna, að veggrými er of lítið. Fólk skal ætíð lenda í vandræðum, ef það á fleirl en tvö eða þrjú málverk að ég nú ekki tali um það, ef það á eitthvert magn af þeim hlutum, sem gjarna eru látnir á veggi, svo sem hverskonar myndlist, vegg- teppum og öðrum hannyrðum. Mér hefur sýnzt, að það séu gluggar í bak og fyrir í þessum stóru stof- um og tæpast nema einn heill veggur. Hinsvegar veit ég mörg dæmi um það, að fólk er í stökustu vandræðum að finna lausn á því vandamáli, hvað á að láta á þenna eina vegg í stofunni, sem bezt nýt- ur sín. Ef til eru nokkrar sæmi- legar myndir, er málinu borgið 1 bili. Aðrir reyna þá lausn að setja upp lausar vegghillur og það getur farið vel, sé þeim ekki dreift út um allan vegg og kannski lítið sem ekki neítt á þeim. Lausar vegg- hillur verða að mynda fremur þétta „composition", ef vel á að fara og þá er tilvalið að nota málverk eða einhverskonar myndlist með. Þriðja lausnin sem einkum verð- ur gerð að umtalsefni hér, er sú að gera heillega byggingu á allan vegginn; láta innanhússarki- tekt skipuleggja hann eftir þvi hvað þar á að vera: Bækur, mál- verk, sjónvarp, plötuspilari, sófi og annað eftir atvikum. Sé um langan vegg að ræða, er þetta talsverð innrétting og það skal vera lýðum Ijóst, að þessháttar innrétting eða veggbygging verður naumast gerð fyrir lítið fé. En hitt er jafn ljóst, að það er engan veginn nauðsyn- legt, að sú framkvæmd fari fram jafnhliða því, sem ný íbúð er inn- réttuð. Það má gera síðar, hvenær sem er. Á hverjum stað eru ein- hverjar sérstakar aðstæður fyrir hendi til þess að gera slíkan vegg- búnað persónulegan og sérstakan. Þessvegna bendum við hér á nokkrar lausnir, sem ef til vill gætu orðið til þess að gefa ein- hverjum hugmynd. f stað þess að kaupa borðstofu- skáp með borðinu, er sá mögu- leiki hugsanlegur, að byggja eins- konar skenk á allan vegginn. Sjálf- ur skápurinn kemur út frá veggn- um í sömu hæð og borðstofuborð- ið, en þar fyrir ofan er byggð á vegginn samstæða af grynnri skáp- um og sami viður notaður á vegg- inn, þar sem í hann sést. Xvær samliggjandi stofur með tvibreiðum dyrum á milli. Hér hef- ur verið byggt á allan vegginn, utan um dymar og skilin eftir op- in bil hingað og þangað fyrir bæk- ur eða lausa muni eftir atvikum. Veggbúnaður af þessari gerð er þó fremur þungur og mundi léttast mikið við það eitt að skllja ein- hversstaðar eftir rúmgott bil fyrir mynd. Það er mjög hlýlegt og heimilis- legt að byggja bókaskáp utan um sófa eins og hér er gert og skllja eftir bil fyrir mynd eða myndir ofan við sófann. Bilið er klætt með samskonar við og er 1 bókahillun- um. Fyrir þá sem eiga mikið af bókum, getur þetta verið góð lausn. Athugið, að hillur af þessari gerö má nota fyrir útvarp, plötuspllara og plötur og fella jafnvel lokaða skápa inní. Hér er heil vegginnrétting í stofu músikunnandans. Það er greinilegt, að hér er vandaður plötuspilari með tveim hátölurum gerður að miðpunkti. Neðst er haft útskot sem sæti og þar á ílangur, yfir- dekktur svamppúði. Opin bil fyrir bækur, en lokuð hólf fyrir plötu- safnlð. C Verð innréttingarinnar fer að J miklu leyti eftlr þvi efni, sem not- að er í hana. Hér hefur verið vel í lagt og valið vandað. Öll innrétt- ingin er úr palisander. Þykkari skápar neðst. Takið eftir þvi, að veggurinn er gerður léttari með þvi að hvítmála eina hurðina og opinn skáp við hliö hennar. Hér er framúrskarandi vel kompóneruð vegginnrétting á út- vegg og einn glugginn tekinn meö I spilið. Hann verður mjög skemmtilegur hluti af helldinni með þessu móti og til þess að vega á móti honum er byggt út sæti lengst til hægri. VANDAÐUR VEGGBUNAÐUR JQ VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.