Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 12
■ egar leið á daginn varð veðrið betra og
I—^ það tók að hlána. En það myndi
I ^ örugglega frjósa aftur með kvöld-
I J inu-
Þar sem herdeildin gekk gegnum
beyki- og eikarskóginn var ekkert
hljóð nema linnulaust dropafallið af grein-
unum og slokið í aurvotum jarðveginum
undan fótum þrettán hermanna. Einkennis-
fötin héngu regnblaut og þung á öxlum
þeirra, hver frakki eins og aukalíkami, sem
þeir urðu að bera á bakinu.
Rémi Hordou, náungi frá Perche, sem var
næstum risi að vexti gekk síðastur og fann
þefinn af allri röðinni á undan honum.
— Við þefjum eins og blautir hundar.
Enginn svaraði honum. Það var ekkert
nema dropafallið af trjánum, eitt fótmál
á eftir öðru og ískaldur aurinn, sem slokaði
undir stígvélum þeirra.
Hordou sá beint fyrir fram sig hnarreist
bak feita Butel, og lengra fram eftir röð-
inni afslappar axlir Cruzets og ennþá lengra,
þar sem mistrið byrjaði, sjöunda hjálm, tal-
ið að aftan, á höfði Diradecs, mannsins frá
Bretangne, mannsins sem aldrei talaði.
Blautir upp að mitti, með uppbretta kraga,
gengu þeir allir álútir, nema Rémi Hordou,
risinn, sem var teinréttur vegna þess að
það hefði þreytt hann að ganga öðruvísi.
Það tók þá um hálfa klukkustund að kom-
ast út úr skóginum. Þorpið lá fyrir neðan þá
við læk. Það hafði nýlega orðið fyrir loft-
árás. Og þeir sáu naktar sperrurnar eins og
rifbein í beinagrind og þök, sem aðeins
höfðu komið göt á og enn ein, þar sem þak-
flísarnar höfðu sporðreistst og vottaði enn
fyrir snjó á þeim.
— Þetta er eins og dúfnavængir, þegar
maður blæs öfugt á þá, sagði Rémi Hordou.
Nóttin var komin, þegar þeir gengu inn
í þorpið. Þeir fóru framhjá brotnum dyrum,
gluggahlerum, sem löfðu á annarri hjörinni
og það brakaði undir fótum þeirra í brotnu
glerinu úr gluggunum. Þögn skógarins er
eðilleg og bærileg, hún er í rauninni aldrei
sönn þögn, vegna þess að það brakar alltaf
einhvers staðar í tré, eða einhver skepna
hreyfir sig. En þögn dauðra húsa er lítið
aðlaðandi, þegar menn eru dofnir af kulda
og þreytu.
í miðju þorpinu hafði sprengja gert risa-
stóran gíg og regnið síðan fyllt hann af,
vatni. Dökkt, ógagnsætt, yfirborð vatnsins,
gljáandi eins og marmari, bryddað með snjó
á gígbrúnunum, jók á auðn staðarins.
Undirforinginn, sem hafði skoðað kortið
sitt vel, leiddi þá eftir götunum án þess
að hika. Þeir gengu inn í húsagarð og fram-
hjá nokkrum útihúsum.
— Hér er það, sagði undirforinginn, og
ýtti dyrunum opnum.
Hann kveikti á ljósinu sínu og mennirnir
fylgdu honum inn. Litli bláleiti bjarminn
lék um veggina og lýsti í svip upp horn
herbergisins, borðfót, hreyfingarlausan pen-
dúl í gamalli klukku. Á gólfinu voru nokkr-
ar dýnur, sem fyrirrennarar þeirra höfðu
skilið eftir.
— Er nokkur hér? spurði undirforinginn.
— Cruzet, sjáðu um að gluggahlerunum sé
vandlega lokað. Afgangurinn af ykkur á að
setja branda og loka fyrir öll op. Og gera
það almennilega!
Hordou tók stórt borð og setti það fyrir
dyrnar. Steinþegjandi kom Diradec með
hnoðtrog og setti kommóðu ofan á það. Svo
settu þeir bekki fyrir gluggana.
Vasaljósið gerði bláan hring á gólfið við
fætur undirforingjans. Ósjálfrátt drógu
mennirnir dýnurnar eins nálægt þessum
daufa ljóshring og þeir gátu.
Dósahnífar vældu við dósirnar og hendur
þeirra leituðu í bakpokanum að rakri pylsu
eða hálfbráðnaðri súkkulaðistöng.
Ef við hefðum ekki séð eyðilögðu þökin
þarna ofan að, gæti maður næstum látið
sér detta í hug, að við værum á öruggum
stað, muldraði Levavasseur, aðeins til að
segja eitthvað.
— Af hverju talarðu svona lágt? spurði
Hordou.
— Ég veit það ekki, ég var ekkert að
hugsa, svaraði Levavasseur.
Einkennileg spenna lá yfir herberginu og
gaf síðasta orðinu, þessu ofur venjulegu
hljóði, einkennilega aukið mikilvægi í þögn-
inni: Hæll, sem dróst við gólfflísarnar, vatn,
sem gutlaði í niðursuðudós. Svo sagði Cruzet
liðþjálfi: — Svo þetta er það, sem þeir kalla
draugahús. Ef við erum draugar, held ég
að við stöndum vel í stykkinu.
Eftir endilöngu Lorraine, á einskismanns-
landinu milli víglínanna, voru yfirgefin þorp,
sem varðsveitirnar leituðu til á nóttunni.
Þær komu í rökkurbyrjun, lokuðu sig inni
í húsi og kveiktu hvorki eld né ljós. Og
þessi eyðilegu hús, í yfirgefnum og eyði-
lögðum þorpum, sem oft hýstu skuggalegar
verur frá rökkri til dögunar, voru almennt
kölluð „draugahúsin".
Varðsveit Lalande undirforingja hafði þeg-
ar eytt löngum vikum á hættusvæðinu. En
þetta var í fyrsta skipti, sem þeir höfðu orð-
ið að leita sér skjóls í einu af þessum húsum.
— Hvað um félagana hinum megin, undir-
foringi? spurði Chambrion. — Koma þeir
^2 VIKAN 7. tbl.