Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 18
„Á sama tíma sást á Háeyri og Skúmsstöðum við Eyrarbakka íjórfætt skrímsli, hábeinótt, selhært, með hunds- eða hérahaus, eyru á stærð við ileppa, sem lágu aftur á bak, bol á stærð við folaldskropp og þó öllu styttra, með hvíta gjörð yfir um sig hjá bógunum, en grátt eða móálótt þar aftur frá, með Ianga rófu og stóra og klepp á endanum eins og ijónshala, frátt á fæti eins og hundur og sýndi sig ein- göngu á kvöldin.“ einn höfðingjanna, Arnór að nafni, kom heim að þessu samþykktu,, tók mamma gamla ó móti honum og skammaði hann dyggilega fyrir að samþykkja svo grimmilegan dóm. Sennilega hefur Arnóri þessum brugð- ið í brún, þegar honum varð Ijóst, að móðir hans var eitt þeirra gamaimenna, sem hann ótti að gefa upp, því hann gerðist nú óhyggju- fullur, en tók síðan það róð að senda menn sína á næstu bæi að sækja þá, sem gefnir höfðu verið upp, „ok lét næra þá með allri líkn." Kallaði síðan fundarmenn saman upp á nýtt, kvaðst iðrast gerða sinna og þeirra, og taldi betra ráð að „sýna manndóm og miskunn við menn- ina, svá at hverr hjálpi sínum frændum svá sem framast hefur föng á, einkannliga föður ok móður, ok þar út í frá þeir er betr mega, firri sulti ok lífsháska aðra sína náfrændr, skulum vér þar til leggja allan várn kost og kvikendi at veita mönnum lífsbjörg, ok drepa til hjálpar várum frændum fararskjóta vára, heldr en láta þá farast af sulti, svá at engi skal eptir hafa á bæ sínum meirr en 2 hross, svá eigi síðr sá miklu úvandi, er hér hefir framfarit, at menn fæða fjölða hunda, svá at margir menn mætti lifa við þann mat, er þeim er gef- inn; nú skal drepa hundana, svá at fáir eðr engir skulu eptir lifa, ok hafa þá fæðu til lífsnæringar mönnum, sem áðr er vant at gefa hund- unum." Og til áréttingar því mannviti og bræðraþeli, sem felst í þessu uppkasti að lögum um almannaframfæri, hét Arnórr þeim hinum verstu afarkostum, sem ekki vildu samþykkja það. — Arnórr þessi hafði við- urnefnið kerlingarnef, og væri ekki óliklegt, að það hafi fæðzt eftir þetta. Nú skyldi maður ætla, að Óslandshlíð hefði á skömmum tíma orðið hundlaus og hestfá, en það var öðru nær. Er fúndurinn var haldinn, var frost og kuldi og hafði lengi verið, með harðasta hjarni og svell yfir öllu. En nóttina eftir var komin þíða og sólbráð, og liðu aðeins fáir dagar, unz fé hafði nóga beit. Trú á Hvítakrist Næstu aldarhelft eða svo er getið um 13 harðindavetur, en sögur af þeim eru fáar til. Um veturinn árið 1000 er sagt, að þá var hallæri mikið í Þingeyjarþingi og óöld mikil á mönnum. Um svipað leyti stóðu Fróðárundur, og má það teljast nokkuð undarlegt, að harðir ásatrúar- menn skyldu ekki reyna að nota náttúruhamfarir og yfirnáttúrlega fyrir- burði á borð við Fróðárundur til þess að koma trúnni á Hvítakrist fyrir kattarnef, þegar hvort tveggja dynur yfir um sama leyti og hún er tekin f lög. Má það nokkrum undrum sæta, ef þeir vígamenn þessara tíma hafa svo gersamlega kastað trúnni á goðhetjurnar fornu, en tekið upp af heilu hjarta að tigna hinn alltfyrirgefandi anda frá Gyðingalandi. Frostaveturinn mikli, 1047, lifir ekki f frásögnum hér að öðru en nafn- inu, og hvað annálar segja, að „þá væri svá mikil frost, at vargar runnu á ísi milli Noregs og Danmerkr." 9 árum síðar kom svo Óaidar- vetur hinn seinni eða Óöld í kristni. Enn gæti maður látið sér detta f hug, að ásatrúarmenn tækju upp baráttu fyrir sínu máli; teldu það jarteikn goðanna því einmitt þann sama vetur var fyrsti biskup Islands vígður. En hann var fljótari til að nota óárið til að sanna ágæti síns siðar, því á alþingi eftir þennan vetur lét hann menn strengja þess heit að fasta tólfta dag jóla um þrjú ár, ef bati fengizt, en þá var svo mikill snjór, að menn gátu ekki notað hesta, heldur urðu að ganga til þings. Og það var sem við manninn mælt, að þegar í stað hlánaði og gerði hið bezta sumar. Eftir fimmtíu ár rúm kom svo Snjóvetur hinn mikli, sem ekki er að öðru getið, en 1106 voru alger jarðbönn, þegar kom að vorþingi á Þingeyrum, en þá var Jón sá, sem síðar var nefndur hinn helgi, ný- orðinn biskup. Hann gerði það áheit f nafni viðstaddra, að ef brygði til hins betra, skyldi verða reistur bær og kirkja á Þingeyrum, og staður- inn efldur. Svo þreif hann af sér skikkjuna og mældi fyrir húsunum, svo glöggt væri, að hugur fylgdi máli. í sama bili brá svo við, að haffsa landfasta leysti, en hlýnaði svo ört, að sauðgrös komu í sömu viku. Þá tæmdist vatnið 1118 hefur verið töluvert veðraár. Þá var messufall föstudaginn langa á gervöllu Norðurlandi, því ekki komust einu sinni prestarnir til kirkju. Þann sama dag lyftist 27 manna far úr nausti undir Eyjafjöllum, fauk nokkurn spöl og kom niður á hvolf. Einnig gerðist það, sem til furðu má teljast, að rokið bar burtu allt vatn úr Holtavatni, svo eftir stóð botninn þurr. Heldur hafði dregið úr veðri á páskadag, svo nokkrir menn komust í kirkjur og gátu farið til altaris, en aðrir urðu úti á leið til kirkju. Og þegar menn riðu til alþingis um sumarið, gerði svo mikið veður, að kirkja sú á Þingvöllum, sem Haraldur konungur Sigurðarson hafði gefið viðinn í, brotnaði og fauk. Og af 35 skipum, sem hingað komu um sum- arið, komust aðeins átta burt aftur — að þeim skipum meðtöldum, sem hér voru frá fyrra ári — og það ekki fyrr en um Mikjálsmessu (29. sept.). Hin fórust við land eða týndust f hafi. Nú má geta sér þess til, að þá hafi ekki verið allt f sómanum á okkar landi. Menn hafa tapað fé og húsum í ofsaveðrum, auk þess jg VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.