Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 30
A 10-2
V A-G-8
4 A-9-6-3
Jf, G-8-6-3
^ 8-7-6-5-4-3
y K-10-6-2
♦ K
A-K
4 A-K-D-G-9
y D-9-7-4
4 10-4-2
* 10
N
V A
S
V
♦
*
engmn
5-3
D-G-8-7-5
D-9-7-5-4-2
Austur gefur, n-s á hættu.
Austur
pass
pass
pass
Suður
1 spaði
3 hjörtu
pass
Vestur
pass
pass
pass
Norður
2 grönd
4 hjörtu
Útspil spaðaþristur.
Tollemache-bikarkeppninni er
nýlokið í Englandi og vann sveit
frá Yorkshire. Ofangreint spil er
frá úrslitaleiknum og sátu Yorks-
hire-spilararnir n-s, en a-v voru
heimsþekktir bridgemeistarar,
Harrison-Gray og Svinnerton-
Dyer. Þriggjahjartasögn suðurs
hefur ekki stuðning þáttarins
enda fékk lokasamningurinn
makleg málagjöld.
Vestur spilaði út spaðaþristi
og benti um leið á laufinnkom-
una. Austur trompaði, spilaði
laufi og trompaði síðan annan
spaða. Enn kom lauf, sem suður
trompaði og svínaði síðan hjarta-
gosa. Nú kom lauf úr borði,
trompað með níunni, en vestur
yfirtrompaði með tíunni og
trompaði út kóngnum. Sagnhafi
drap með ásnum, tók síðasta
trompið af vestri og spilaði tígul-
ás og meiri tígli. Austur átti nú
afganginn af slögunum. Hefði
sagnhafi staldrað við og taiið
upp hendur andstæðinganna, þá
hefði hann sparað sér nokkra
slagi, þar eð vestur er sannaður
með fjóra spaða og einn tígul.
Rétt spilamennska er því að spila
lágtígli í stöðunni.
Sagnhafi varð fimm niður í
spilinu og fékk engan slag á sex
hæstu sjöundu í spaða.
UNGFRU YNDISFRIÐ
býður yður hið lands|iekkta
konfekt frá N Ó A.
HVAR E R ORKIN HANS NOA?
I»a* cr alltaf sami lcikurinn í henni Ynd-
isfríff okkar. Hún hefur falið örkina hans
Nóa einhvers staðar í hlaðinu og heitlr
göðum verðlaunum’handa þeim, sem getur
fundið örkina. Verðlaunin eru stór kon-
fektkassí, fullur af bezta konfekti, og
framleiðandinn er ajuðvitaö Sælgætisgcrð-
in Nöi.
Nafn
Helmlll
Örkin er á bls
Síðast er dre’gið var hlaut verðlaunin:
GUÐRÚN Þ. HJALTADÓTTIR,
Ægissíðu 74, Rvík.
Vinninganna má vitja í skrifstofu
Vikunnar. 7. tbl.
Martin liðþjálfi fékk skeinu á
kálfann af kúlu. Hann greip um
sárið. Það kom ekkert blóð, en
hann fann til eins og hann hefði
brennt sig. Leðrið í stígvélunum
hans var í sundur, en hörundið
heilt. — Heppinn, hugsaði hann.
Allt í einu kom hávaxin,
skuggaleg vera með hjálm, eins
og út úr einum veggnum og þaut
í áttina að gígnum. Skothríð
stöðvaði hana og hún féll í
gíginn. í sama bili breyttist birt-
an á öllu torginu. Yfirborð vatns-
ins varð hvítt. Undrunin greip
báða stríðsaðilina og þeir hættu
að skjóta. Þessi skyndilegi mjólk-
urlitur á vatninu og þessi linnu-
lausa, djöfullega bjölluhringing
var svo óeðlileg, að þeir fóru
að velta því fyrir sér, hvort þetta
hefði í rauninni verið maður,
sem hafði verið drepinn, eða
hvort það væri í raun og veru
ekki eitthvað yfirnáttúrlegt við
þetta þorp.
Skömmu seinna flúði þýzka
varðsveitin með tvo særða. Nokk-
ur skot heyrðust í myrkrinu og
svo voru Frakkarnir einir.
— Bjöllurnar óma enn, sagði
Chambrion, — svo þetta geta
ekki verið Þjóðverjarnir.
En enginn þeirra var nógu
hughraustur til að fara og gá
hvað væri að gerast í kirkjunni.
Um leið og Diracec, þegjandi
eins og vant var, fór framhjá
gígnum, rétti hann fram riffil-
inn sinn og snerti vatnsyfirborð-
ið með hlaupinu. Það var ís. Það
var enginn vafi á því, að það
var raunverulegur maður, sem
hafði fallið í vatnið. Vatnið hafði
snöggfrosið við snertingu líkam-
ans. Diracec minntist þess, að
hafa séð slíkt gerast1 heima hjá
sér um vetrartíma. Þegar hita-
mælirinn stendur á fjögurra eða
fimm stiga frosti og einhver
kastar steini í tjörn, sem enn
hefur ekki lagt, þá snöggfrýs
hún.
Þeir fóru aftur inn í húsið,
inn um bakdyrnar og skutu slag-
bröndum fyrir. Þeir settu sára-
umbúðir á öxl Butels. Það virt-
ist allt í lagi með hann. Hann
talaði og virtist vera sá eini
þeirra, sem fær var um að gera
að gamni sínu.
-—- Ef þið hefðuð ekki brotið
fyrir mér koníaksfleyginn, hefði
það gert mér gott núna, sagði
hann.
En öxl hans hélt áfram að
titra og ekkert gat stöðvað það.
Meðan þeir voru enn að búa
um sár hans, varð bjölluhljóðið
stöðugt daufara, og svo hvarf
hljóðið smám saman, eins og
bjöllurnar væru látnar eiga sig,
án þess beinlínis að stöðva þær.
Miðbjallan hætti fyrst, svo sú
litla. Stóra bjallan þagnaði síð-
ast. Hún skildi eftir langan titr-
ing, sem varaði stundarkorn eft-
ir að bjallan sjálf var þögnuð.
— Ég skil þetta ekki, sagði
undirforinginn. —• Þjóðverjar
gera aldrei árás á þessum tíma
sólarhringsins. Þeir gera það
sama og við. Þeir bíða eftir dög-
uninni og ráðast á varðflokkana
um leið og þeir fara. Það hljóta
að hafa verið bjöllurnar, sem
drógu þá fram úr fylgsnum sín-
um eins og okkur. Þeir hefðu
áreiðanlega ráðizt á okkur í
fyrramálið.
Mennirnir voru að borða, því
hungrið ryður öllu öðru til hlið-
ar og þeir átu þögulir. Allt í
einu varð einhver hávaði við bak-
dyrnar.
— Ó, nei, er það ekki að byrja
aftur! hrópaði Martin liðþjálfi.
Einhver var að reyna að kom-
ast inn. Barði og ýtti á dyrnar.
— Hæ, félagar! Opnið! hróp-
aði einhver.
— Við erum örugglega allir
hér, sagði Lalande og brá hendi
yfir vasaljósið.
Það var enginn tími til að
komast að því. Dyrnar létu und-
an og féllu inn, með bekknum,
sem brugðið hafði verið fyrir
þær. Risavaxin vera kom í ljós í
dyragættinni. Þegar hann kom
nær og teygði út handleggina,
kom í ljós að þetta var Rémi
Hordou.
— Ah! Þetta var gott félagar!
hrópaði hann. — En af hverju
lokuðu þið mig úti?
Það varð stutt þögn áður en
liðþjálfinn tók til máls. — Hve-
nær fórstu út? sagði hann.
— Ja, ég gerði það nú, þegar
þú bannaðir mér það, undirfor-
ingi, og svo þegar ég kom út,
hugsaði ég: — Ætti ég ekki ann-
ars að fara og hringja bjöllun-
um fyrir strákana?! Ég hélt, að
það myndi hressa ykkur svolítið
upp! Það minnti mig dálítið á,
þegar ég var kórdrengur í gamla
daga!
Og stóri Rémi Hordou, svarti
sauðurinn í flokknum, sem hafði
fengið þrjá létta dóma fyrir borg-
aralegar yfirsjónir og sjötíu
daga herrefsingu, þótt hann gerði
aldrei neitt af illum ásetningi,
tók að æpa af hlátri.
Mennirnir litu hver á annan.
í öllum gauraganginum, sem
orðið hafði um leið og flaskan
kom í Ijós, hafði enginn tekið
eftir fjarveru Hordou.
—- Og þú, helvítis fíflið þitt,
þú hefur náttúrlega ekki heyrt
nokkurn skapaðan hlut, meðan
þú varst að hringja, sagði und-
irforinginn. — Ég skal gefa þér
tækifæri til að minnast þess, þeg-
ar þú varst kórdrengur.
En Diracec, maður frá Bret-
angne, sem aldrei talaði, sagði
nú rólega: — Þegra allt kemur
til alls, undriforingi, voru Þjóð-
verjarnir í þorpinu. Svo, ef til
vill, hefði Hordou ekki komið til
skjalanna ...
Hann sagði ekki meira. Hann
hafði sagt nóg þennan daginn.
★
2Q VIKAN 7. tM.