Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 23
DR. NO HONEY. Þessi gullfallega, hispurs- lausa og einlæga Jamaikastúlka, sem kom í sakleysi sínu til Crab Key að tína skeljar, svo hún gæti aflað sér fjár til að láta laga brotið nef sitt, til þess síðan að geta stundað símavændi, sem hún hafði iesið um, að væri arð- vænleg atvinnugrein. Hún hafði áður komið á bátnum sínum til Crab Key um nótt, fundið þýrmætar skeljar og komizt heilu og höldnu heim aftur, en að þessu sinni fann hún James Bond og ótrúlegustu ævintýri og hörmung- ar, — en allt er gott ef endirinn er góður, Þessa stúlku leikur Ursula Andress í kvikmyndinni dr. No. Ursula er gull- falleg, einkum á líkama, en túlkar nokkuð aðra Honey en sagan: Harð- gerða og veraldarvana. Einlægnin og græskuleysið er horfið. 1 i : ; • ' • :■'■ : i v:; ** ’ :■ . [ sömu mynd: Kynblendingur, sem rétt kemur við sögu í bókinni. Skiptir töluverðu máli í kvikrayndinni. Hún er agn í einni af gildrum dr. No, en Bond kemst áþreifanlega að því og gæðir , sér á agninu meðan tími er til, en af- hendir það síðan lögreglunni. Því næst notar hann sér heimildina sem felzt f fornúmerinu 00 — heimildina til að drepa fyrir brezku leyniþjónustuna. MEÐ ÁSTAR- KVEÐJU FRÁ RÚSSLANDI ROSA KLEBB. Bæði í sögunni og kvikmyndinni einhver ógeðslegasta kvenpersóna, sem um getur. Yfir- maður morðdeildar SMERSH, hinn- ar rússnesku leyniþjónustu. Hún leggur á ráðin um, hvernig drepa skuli Bond og hnekkja þar með goðsögninni um brezku leyniþjón- ustuna. Gildra er lögð fyrir Bond, og hún að venju beitt með fallegri stúlku, sem heitir . . . . . . TANJA. Eða þó öllu heldur Tatjana Romanova. Hún veit þó ekki, hvert hennar raunverulega hlutverk er, heldur trúir því statt og stöðugt, að hún eigi aðeins að smygla sér inn í England með þvf að gera þennan viðkunnanlega Breta ástfanginn af sér — og til vara á hún að færa honum dulmálsvél, sem í rauninni er aðeins dulbúin vít- isvél. Það fer að sjálfsögðu vel á með þeim tveimur, og þegar hættu- stundin rennur upp, tekst Bond með rósemi og harðfylgi, að snúa mál- um mjög sér í vil. Svo er sagt, að áður en mynd þessi var frumsýnd, hafi hún næstum gert skæri sið- gæðiseftirlitsins bitlaus, en það sem eftir er óklippt af einkasenum þeirra Tatjönu og James, þykir ýfrið efni eitt út af fyrir sig, til að fara og sjá þessa mynd. I sömu mynd: Tvær sígaunastúlkur, sem slást æðislega. Þær leggja'báð- ar ást á sama manninn, og ann hvorug hinni að njóta hans. Þeim er uppálagt að berjast, unz önnur liggur eftir dauð, f samræmi við siðareglur ættbálksins, en óvæntir atburðir grípa fram í, og James Bond frelsar þær og gefur báðum lengra líf . . . VIKAN 7. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.