Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 33
fer á myndinni, — sem sannar ( sjálfu sér að það er engin ný bóla. Auðvitað urðu deilur 'um það, bæði opinberlega og á bak við tjöldin, hvort þessi úrslit hefðu ver- ið rétt. En það mun tilheyra glím- unni, að glíma með tungu og penna á eftir. Hermann hafði nefnilega lagt sína keppinauta, og það meira að segja svo fljótt og örugglega, að enginn þeirra, og þá ekki hann sjálfur, fékk tækifæri til að sýna nokkra glímu að ráði. Hermann gekk að þeim og búms . . . ! þeir lágu flatir á bakinu. En úrskurðin- um varð ekki breytt, hvort sem hann var réttur eða rangur. Um nóttina var gist á Þingvöll- um, konungur í bænum, en aðrir í tjöldum eða bara milli þúfna úti í móa. Svo var haldið áfram á hestum til Geysis daginn eftir, og er tekið fram, að konungur hafi riðið „Stóra Grána", sem vafalaust hefur verið þekktur stólpagripur í þá daga. Reið hann einhesta alla leið austur og kvaðst óþreyttur, enda vanur hestamaður. Alexandr- ina drottning fór ýmist í léttvagni, reið á hesti, eða bara gekk og kvaðst ekki heldur þreytt eftir ferð- ina. Auðvitað var stanzað nokkrum sinnum á leiðinni og dáðst að hinu undurfagra landslagi, og á hvera- svæðinu er tekið fram að Smiður hafi gosið. Fata líka. Næsta dag var haldið til Gull- foss í dumbungsveðri, en allir dáð- ust óskaplega að náttúrufegurð þar og „var tekinn fjöldi mynda." Kon- ungur skoðaði Kjóastaði í Biskups- tungum, sem nú telst til þeirra bæja, sem eru allra lengst frá sjó, og þótti heldur lágt undir loft á staðn- um, en tók fram — sem mörgum þótti fengur í að vita — að „bær- inn væri þrifalegur." Heimleiðin var farin um Selfoss og gekk allt vel og frásögulítið, en 4. júlí fór konungur og hirðin áfram með skipunum héðan eftir veglega veizlu um borð í VAL- KYRIEN, og var þá siglt til Hafnar- fjarðar. Þar var skipt um skip og stigið um borð í ISLAND, sem flutti hópinn til Grænlands og síðan heim aftur til Danmerkur. í næsta blaði VIKAN fylgdist með komu snillingsins LOIIIS ARMSTRONG til íslands. ViS ræddum viS Louis og tók- um myndir af honum á sviðinu, í Hótel Sögu og í samkvæmi í ameríska sendi- ráðinu. Látið ekki næsta blað fram hjá ykkur fara Svona yfir höfuð, þá hafa vafa- laust flestir haft mikið yndi af þessari heimsókn, og ekki sízt þeir, sem komust í einhverja veizluna. Þó voru nokkrir menn — og raunar ein kona líka — sem mesta ánægj- una höfðu. Það voru nokkrir fang- ar, sem voru náðaðir í tilefni þessa merkisviðburðar. Nöfn þeirra eru birt í blöðum þess tíma, en ekki vert að rifja þau upp hér. Konan hafði verið dæmd I 5x1 dag upp á vatn og brauð, en aldrei komizt í megrunarkúrinn, þegar hún var náðuð. ★ ANGELIQUE Framhald af bls. 21. Eftir þetta leið henni betur. Hún þvoði sér og klæddi sig. Svo eyddi hún morgninum með drengjunum. Hún hafði gott af þvi að vera ná- lægt þeim. Eh hún hafði engar áhyggjur þótt henni dytti í hug, að hún myndi aldrei sjá þá framar. Þeir þurftu ekki á henni að halda lengur. Þeir höfðu Barbe sem þeir þekktu, og myndi flytja þá heim til Monteloup. Þeir myndu vaxa upp í sólskini og fersku sveitalofti, langt burtu frá óþef og óhreinindum Parísarborgar. Jafnvel Florimond var ekki lengur háður móður sinni. Hún kom heim seint á kvöldin, heim í húsið, sem þeir höfðu gert að sínu eigin konungdæmi, með þjónustustúlkunum tveimur, hundinum Patou, leik- föngunum og fuglunum. En af þvi að það var Angelique, sem kom heim með leikföngin, þutu þeir á móti henni'þegar þeir sáu hana, og heimt- uðu frekjulega eitthvað nýtt. Þennan dag hafði Florimond togað í litla rauða pilsið sitt og sagt: — Mamma, hvenær fæ ég pilsbuxur eins og strákur? Nú er ég orð- inn karlmaður. — Vinur minn, þú ert búinn að fá fallegan filthatt með stórri, bleikri fjöður. Margir litlir strákar á þínum aldri eru alveg ánægðir, þótt þeir eigi ekkert nema hettu eins og Cantor. — Ég vil fá pilsbuxur! hrópaði Florimond og kastaði lúðrinum sínum á gólfið. Angelique forðaði sér; óttaðist að reiðikast myndi koma henni til að refsa honum. Eftir hádegisverðinn notaði hún sér blund drengjanna til að fara í yfirhöfn og yfirgefa húsið. Hún tók innsiglað umslagið með sér. Húr, ætlaði að færa Desgrez það og biðja hann að fara með það á fundinn. Svo ætlaði hún að yfirgefa hann og fara í gönguferð meðfram Signu. Hún hafði nokkra klukkutima fyrir sér. Hún ætlaði af fara í langa gönguferð.Hún ætlaði að komast út í sveit og bera með sér, sem síðustu skynjun, haustgullin trén, og anda að sér að lokum hreinu, tæru haust- loftinu, sem myndi minna hana á Monteloup og bernsku hennar.... 74. KAFLI Angelique beið eftir Desgrez í nýja húsinu hans. Hann átti nú hús í auðkýfingahverfinu í Pont Notre Dame, næstum alveg nýtt og byggt samkvæmt smekk auðugra borgara í París; framhlið hússins skreytt með upphleyptum guðamyndum, sem héldu á ávöxtum og blómum með merki konungsins og ýmis konar skiltum, allt málað í skærum, „eðlilegum" litum. VXKAN 7. tbL gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.