Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 14
Hlnar aðskiljanlegu náttúrur listarinnar Listin er löng og lífið er stutt, var einu sinni sagt og þótti vel rmi’lt. Nú er lífið ögn lengra, en listin er orðin býsna stutt. Það er að segja: Nýjar stefnur sjá dagsins ljós á hverju ári, ekki ein heldur margar og endast ekki alltaf lengur en nokkra mánuði. Þetta Pop-Iist. James Rosen- quist verður flest að myndaefni; hrikastór gleraugu, hestur, grili af bíl og fætur. ^ Hard-edge. Hér er Jack Youngerman með þrjár hvasseggj- aðar. 'O' gerist náttúrlega helzt þar sem hraðinn er mestur og samkeppnin um peningana áköfust. Hvar skyldi það vera nema i New York. Þar vestra halda menn því fram og kannski með réttu, að þungamiðja myndlistarviðburðanna sé í New York og hvergi annars staðar. Það er þar sem nýju stefnurnar koma fram nú á dögum, það er þar sem snjöllustu listamennirnir eiga heima og þar eru líka fjáðustu kaupendurnir og kannski líka þeir áhuga- sömustu. Því staðreynd er það, að áhugi á myndlist hefur blossað upp í Bandaríkjunum og það sem er í tízku, selst eins og heitar lummur. Listamenn, sem fryir fáum árum voru hálfgerðar hornrekur með al- skegg og í duggarapeysum, eru nú orðnir vinsælir menn og vel látnir og ómissandi í partýum. Að undanförnu hefur svokallaður abstrakt expression- ismi átt mjög upp á pallborðið og brautryðjendur eins og Jackson Pollock og Willem de Kooning hófu mynd- list til vegs og virðingar hjá fínu fólki í New York. Kooning er Hollendingur og frægastur allra banda- rískra myndlistarmanna, enda er verðið á myndum hans eftir því: Meðalverð nálægt 1,5 milljónir ísl. króna, en dæmi eru þess, að mynd eftir hann hefur farið á 2,5 milljónir. Hann lapti dauðann úr skel fram eftir ævinni og hafði stundum ofan af fyrir sér með húsamálun, en eftir 1950 fór að spyrjast að hann væri til og hann varð á skömmum tíma firna auðugur. Hann er mjög sér á blaði; málar helzt nú sem stend- ur einhverskonar nærbuxnableikar skáldsýnir af kven- fólki með trylling í augunum og jafnvel lafandi tungu. Svo komu fram reiðir, ungir menn og heimtuðu hlutdeild í frægðinni og auðnum. Þeir fundu upp Pop-art til þess að vekja á sér athygli, en sumir vilja meina, að það sé bara alls engin list. Það er óneitanlega galli, ef satt reynist, en hitt hefur líka orðið þungt á metunum fyrir hina reiðu, ungu menn, að poppið hefur runnið út í þeim dýru galleríum á Manhattan. Svo nú eru þeir ekkert reiðir lengur. Þeir klipptu út plaköt og skilti, tóku hluti, sem maður hef- ur fyrir augunum dags daglega án þess að taka eftir þeim og stækkuðu þá upp úr öllu valdi; gerðu mann- hæðar há skilirí af brauði og smjöri eða sólgleraug- um og myndasögufigúrum. Þetta var límt saman og myndaði furðulegar samsetningar, sem voru eins og hnefahögg í andlitið á íhaldssömum listunnendum. Og nú er komið margt fleira í spilið: Op-art, Winetic-art og Hard-edge. Eftir því sem blöð herma er Pop og Op vinsælt og vel útgengilegt, en Hard-edge á frek- ar erfitt uppdráttar og abstrakt expressionismi selst aðeins eftir fræg nöfn. Op-art samanstendur eink- um af breiðum röndum úr hreinum, sterkum litum og myndirnar eru gjarnan látnar snúa þannig, að horn in viti upp og niður. Milli randanna er aðeins hvítur dúkurinn. Hard-edge er erfitt að lýsa, en sú hvass' línukúnst er því likust sem maður horfi gegnuml brotna rúðu á massívan litflöt. Það var mikill sigur fyrir Pop-menn, þegar Robert nokkur Rauschenberg gekk með sigur af hólmi á Bienalnum í Feneyjum í sumar eins og áður hefur verið sagt frá í Vikunni. Enda ekki að sökum að spyrja: Evrópumenn eru þegar búnir að tileinka sér poppið og sjálfsagt oppið lika. Hann er frægastur yngri manna i New York ásamt Jasper Johns og Kenneth Noland. í þeim rúmlega 300 galleríum, sem fundin verða í kringum Madison Avenue og 57 stræti eru alls stað- ar sýningar og mikil aðsókn og sala. París er bara útkjálkapláss, segja þeir. En þrátt fyrir alla verzlun- arhyggjuna og gróðafíknina, heldur myndlistin andlit- inu og meira en það; hún verður sífellt vinsælli. Og nú spyrja menn aðeins: Hvað skyldi þeim detta í hug næst? -O- Sá frægasti af þeim ungu: Robert Rauschenberg, pop-maður. 1 ,.'1 y Op-list: Rendur úr skær- um litum og höfundurinn, Kenneth Noland. £ J4 VIKAN 7. tbl. Sá gamli Willem de Kooning er einskonar Kjar- val vestra og túlkar kven- fólk á persónulegan hátt. Abstrakt expressionismi eft- ir Norrrian Bluhm. Ameríku- menn hafa myndir ógjarna undir tveim metrum á hvern kant. -O

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.