Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 24

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 24
Framhald af bls. 19. BAD - Darf að vera meira en aö pvo líkamann Næsta bað þarf að vera BADEDAS - vítamínbað NOTIÐ BADEDAS ævinlega án sápu. BADEDAS vítamínbaðefni er þekktasta baðefni Evrópu í dag. BADEDAS verksmiSjurnar selja þetta undrabaðefni til 59 landa og alltaf fjölgar aSdáendum þess. Heilbrigði Hreinlæti Vellíðan REYNIÐ BADEDAS vítamin- iS og áhrif þess á líkam- ann - EFTIR að hafa einu sinni reynt þaS muniS þér ávallt óska aS hafa BADEDAS viS hendina. HEILDSÖLUBIRGÐIR: H. A. T U L I N I U S 24 VIKAN 7. tbl. Fimbulvetur og fellisár Og til þess að gera okkur við- reisn og skatta bærilegri þjáningar á okkar sumarvetrum, skulum við halda áfram að fletta gömlum ár- ferðisblöðum: Þegar frusu fætur 1313. Eins og vænta má, eftir hinu fáránlega hindurvitni varð- andi töluna, þrettán, var ekki við góðu að búast, þegar árið bar hana tvisvar. Enda var þá aftaka harður vetur, svo ,,fraus fætr undan sauð- um og hrossum, þótt feitt væri að holdum," að því er annálar segja. Þá gekk einnig hettusótt, og af þessu tvennu féll bæði fólk og fé í hrönnum. Árið eftir var svo mikið mannfall, að þrjú hundruð lík komu til greftrunar í Selvogi, á annað hundrað til Skálholts, og annars staðar var eftir þessu. 7 árum síðar voru hafísar og hörð veður, svo horfði til vand- ræða. Þá var gripið til þess ráðs, að heita á Jón Hólabiskup og bera út skrín hans. Þetta var á páska- daginn fyrir hámessu. Datt þá lang- varandi norðanveðrið í dúnalogn, en eftir messu var komið á sunn- an; um aftansöng hláka. Síðan hlýnaði stöðugt, þar til burtu voru allir jöklar og snjóar; gróður tók snemma og vel við sér. Þannig er frásögn Biskupasagna, og lofuðu allir Jón biskup. Nema annálarnir. Þeir segja, að hafís hafi legið við landið fram á mitt sumar, og tölu- vert hafi verið um skipbrot í ísn- um og ýmsa óáran af hans völd- um. 1321 heimsótti bjarndýr eitt land- ið, eins og algengt var á þessum ár- um. Að þessu sinni var bangsi her- skár og drap og át átta manns, áður en hann var unninn. 1326 brotnuðu kirkjur tvær ( Rangárþingi undan veðrum, og er svo að sjá, sem kirkjur hafi verið uppnæmari fyrir stormum en önnur hús, að minnsta kosti framan af öldum. Nema önn- ur húsfok hafi ekki þótt annála- verð. 1331 var slæmt sprettusum- ar, og um haustið skrifaði Lár- entíus Hólabiskup ráðsmanni sínum bréf, og bað hann að skera vel niður af fénu, því hann hefði mark- að það af Mikjálsmessu (29. sept.), að veturinn yrði harður. Ráðsmað- urinn þóttist vera ráðsmaður fyrir sínu, og skar engu meira en vant var. Um fengitímann voru svo kom- in alger jarðbönn. Biskup minnti ráðsmanninn á haustbréfið, og bað hann enn að skera, meðan ein- hver hold væru eftir á skepnun- um, ellegar heytugga handa af- ganginum. Til þess að friða þessa skurðarfýsn guðsmannsins, lét ráðski drepa nokkrar skepnur, en enn harðnaði veturinn og forspá ens sæla Lárentíusar, og auðvitað hordrapst féð úr höndum ráðs- mannsins, Segir sagan, að féð hafi legið dautt um allar sveitir í hrönn- um eins og þari í fjöru. Ekki er að sjá, að veturinn 1334 hafi verið sérlega slæmur, en það ár geta annálar um atvik, sem vekja myndi meira en landsathygli, ef það gerðist nú á okkar tímum. Svo bar til norður í landi, að snjó- skriða féll á tvo bæi og tók með sér alla íbúana, 23 talsins. En viti menn: tólf dögum síðar tókst stúlku einni úr þessum hópi að krafla sig upp úr fönninni, og var hún ósködduð að mestu. Hún lifði lengi eftir þetta. Næsti vetur er heldur ekki harðinda- vetur af kuldum eða snjóum, held- ur var hann svo regnsamur, að allt ætlaði um koll að keyra af skriðuföllum og vatnshlaupum. Enda segir í annálum: „Tveir menn drápu sig sjálfir með knífum; þá urðu margir menn óðir. „Hinn þriðji vetur í þessari röð, 1336, varð hins vegar mikið fannfergi, svo drápust hross, naut og sauðfé á Suðurlandi, og á jólaföstu kingdi svo niður vestur í Dölum, að á Staðarfelli kiknaði allur bærinn undan snjóþyngslunum, utan eitt hús, og var þó rausnarbú á Staðar- felli og öll hús ramgerð. í Skarði á Landi voru þrjár mannhæðir ofan gegnum snjóinn niður á kirkjuna, og brotnuðu í henni þrjár sperrur. Hún var talin vænt hús og galla- laust, en þó segja annálar, að hún hefði „öll í grunn mölvaz," ef ekkii hefði verið safnað liði til að moka1 af henni. Þetta er athyglisverð frá- sögn, serh rifjast harkalega upp, þegar kemur fram á síðari hluta 18. aldar, og verður frá þvl sagt I s(ð- ustu grein þessa flokks. Það er miklu sjaldgæfara en hitt, að í góðærum komi eitt harðinda- ár inn á milli, eða eitt góðæri f hallærum. Venjulega eru árin minnst tvö saman, af hvorri röð sem er. Þó eru til nokkrar undan- tekningar frá því. Ég mun nú fara fljótt yfir sögu um hrtð, því sagn- ir eru fáar til, heldur árferðis hvers árs getið með snöggu orðalagi án frekari skilgreininga. Dæmi: 1348. Frost svo mikið, að reitt var um alla firði og flóa. Kafsnjór á landi. 1349. Frost ógurleg. 34 undir skriðum Og þannig líða tímar, fram til 1390. Við og við komu harðir vet- ur, og tvisvar sinnum gert áheit á Guðmund hinn góða. 1390 var regnsamt og snjósamt, svo fórust margar skepnur, einkum fyrir norð- an land. Þrjátíu og fjórir menn fórust ( skriðum, sem tóku af þrjá bæi, en sex menn sluppu lífs. Sum- ir sögðu að vísu, að á einum bæn- um, Lönguhlið f Hörgárdal, hefði vatn komið upp I stofunni og bær- inn sokkið. En hitt mun þó sannara, að skriðan tók þar allt kvikt, þvl næsta dag fundust tveir piltar þaðan

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.