Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 36
lykt hans, nísti Angelique i gegnum merg og bein. Hún var viss um, að hún hataði Desgrez og óskaði honum alls ills, jafnvel dauða. Hún hrópaði, að hún skyldi reka hann i gegn. Hann hló þvi meir. Að lok- um lánaðist honum að ná henni undir sig og leitaði að vörum hennar. — Kysstu mig, sagði hann. — Kysstu lögreglumanninn. Hlýddu. Annars skal ég rassskella þig, svo að þú getir ekki hreyft þig í þrjá daga .... Kysstu mig. Betur en þetta. Ég er viss um, að þú getur kysst vel.... Hún gat ekki lengur staðist þrálátar kröfur þessa manns, sem beit hana miskunnarlaust í hvert skipti, sem hún neitaði. Hún gafst upp. Hún gafst svo fullkomlega upp, að fáeinum andartökum seinna kastaði þrá hennar henni í blindni upp að likamanum, sem hafði sigrað hana. Ástarkæti Desgrez var gífurleg, óþreytandi. Angelique smitaðist af henni eins og hitasótt. Unga konan sagði sjálfri sér hvað eftir annað, að Desgrez meðhöndlaði hana af fullkomnu virðingarleysi að enginn hefði áður farið þannig með hana, jafnvel ekki Nicholas, jafnvel ekki varðstjórinn. En þar sem hún lá með höfuðið í kreppu við höfðalagið, heyrði hún sjálfa sig hlæja eins og blygðunarlausa skækju. Henni fannst hörund sitt óþolandi heitt. Að lokum dró maðurinn hana að sér. Eitt andartak sá hún breytt andlit: Lokuð augu, ástríðuþunga, andlit Hún starði bjánalega á hann. Hún vissi ekki, hvað hún átti að halda um hann. Hvar hafði hún séð hann, svo skelfilegan, ruddalegan, ósvíf- inn? 1 draumum sínum, ef til vill? — Svaf? Svaf ég? Lengi? — í þrjár klukkustundir hef ég haft þessa fögru sjón fyrir augum mínum. — Þrjár klukkustundir! endurtók Angelique og þreif teppi og lagði það yfir sig. —Það er hræðilegt! Hvað um stefnumótið við Monsieur Colbert? — Það er klukkustund fram að því. Hann fór inn í næsta herbergi. — Ég hef hér mjög þægilegt baðherbergi, þar sem þér munuð finna allt, sem þér þarfnist til að snyrta yður: Roða, púður, farða, ilmvötn. Hann kom aftur með silkislopp á handleggnum og henti honum til hennar. — Farið i þetta og flýtið yður, vina min. Eins og i leiðslu, og með það á tilfinningunni að hún hreyfðist á litlu bómullarskýi, fór Angelique I bað og klæddi sig. Föt hennar voru snyrtilega samanbrotin frammi í baðherberginu. Fyrir framan spegil- inn var allskonar dót sem var, svo ekki sé meira sagt, furðulegt að finna í baðherbergi piparsveins. Ef svo, þá er lausnBn hér Framleiðum hina þekktu „1001“ skápa í þrem stærðum, 16, 24 og 32 skúffu. t Eigið þér I enHðleikum með hirzlu undir skrúfur og annað smádót? VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI Aðalskrifstofa Reykjalundi, sími um Brúarland. Skrifstofa í Rvík, Bræðraborgarstíg 9, sími 22150 sem öll kaldhæðni var þurrkuð út af; öll stríðni hafði horfið fyrir krafti einnar tilfinningar. I sömu andrá kenndi hún hans. Og hann hló aftur, græðgislegum, ruddalegum hlátri. Hún hataði hann. Ein- mitt núna þarfnaðist hún bliðu. Nýr elskhugi kveikti alltaf í henni, eftir fyrsta faðmlagið tilfinningu undrunar og ótta, ef til vill vonbrigða. Spenningur hennar hvarf. Blýþung þreyta færðist yfir hana. Hún lét Desgrez koma sinu fram, án þess að taka þátt í þvi sjálf. Hann virtist ekki taka það nærri sér. Hún hafði ekki á tilfinningunni, að hann meðhöndlaði hana eins og hverja aðra skækju. Hún velti til höfðinu og bað: — Láttu mig vera. . . . Láttu mig vera! En hann hélt áfram. Svo varð allt svart. Taugaspennan, sem hafði haldið henni uppi síð- ustu daga, barst undan ofurafli þreytunnar. Hún gat ekki meir. Hún átti ekki meiri kraft. E'kki meiri tár. Ekki meiri ástríðu.... Þegar hún vaknaði, lá hún eins og krossfiskur, í sömu stellingu og hún hafði verið, þegar svefninn vann bug á henni. Rekkjutjöldin voru dregin frá. Hringur af fölu sólarljósi dansaði á steingólfinu. Hún heyrði gljáfra í öldum Signu undir brúm Notre Dame. Saman við það bland- aðist annað hljóð nær: Stöðugt, dauft skrjáf. Hún sneri höfðinu og sá Desgrez, þar sem hann sat við skrifborðið sitt. Hann var með hár- kolluna og hafði sett upp hvítan, stifan flibba. Hann virtist mjög ró- legur og niðursokkinn í starf sitt. Hún starði skilningssljó á hann. Hugur hennar var lokaður, hún mundi ekki neitt. Henni virtist líkami hennar úr blýi, en höfuðið var lauflétt. Svo varð henni ljós ósiðsemi stellingarinnar, og flýtti jér að færa fæturna saman. Um leið lyfti Desgrez hiifðinu. Þegar hann sá, að hún var vakandi, setti hann pennann frá sér og kom að rúminu. — Hvernig líður yður? Sváfuð þér vel? spurði hann með mjög kurt- eislegri og eðlilegri rödd. gg VIKAN 7. tbl. Smámsaman endurheimti Angelique minnið. Ekki án erfiðleika, þvi það var eins og hún gæti ekki hugsað skýrt og samfellt. Svo mundi hún eftir því, hvernig lögreglumaðurinn hefði rassskellt hana. Ö! Það var óþolandi. Hann hafði farið með hana eins og skækju, án minnstu virðingar. Hún var viss um það núna, að hann vissi, að hún var Marqu- ise des Anges. Hvað myndi hann gera við hana. Hún heyrði skrjáfa í gæsafjöðrinni. Desgrez reis á fætur og spurði: — Getið þér gert þetta ein? Má ég hjálpa yður? Án þess að bíða eftir svari hennar, kom hann inn og tók með fimum höndum að hneppa borðana á pilsinu hennar. Angelique vissi ekki lengur, hvað hún átti að halda. Þegar hún minntist atlotanna, sem hann hafði neytt upp á hana, fann hún svívirðinguna og skömmina vella upp. En Desgrez virtist vera um allt annað að hugsa. Hún hefði haldið sig hafa dreymt þetta, hefði ekki spegillinn sýnt henni andlit nautnalegrar, fullnægðrar konu, með augnalok dökk af munaðarþreytu og kossbóignar varir. En sú svívirða! Hversu fávísir sem áhorfendur hennar kynnu að verða, kæm- ust þeir ekki hjá því að sjá hvað fram hefði farið. Ósjálfrátt strauk hún með tveimur fingrum yfir bólgnar varirnar og fann til. Hún mætti augum Desgrez í speglinum. Hann brosti lítið eitt. — Ó, já. Það sést — en það skiptir engu máli. Þessir virðulegu herra- menn sem þér komið til með að hitta, verða þá fyrir þeim mun meiri áhrifum.... og hver veit, nema þeir verði öfundsjúkir. Án þess að svara, lagaði hún hár sitt og bætti á roðann í kinnunum. Lögreglumaðurinn hafði hert að sér beltið og var að taka upp hattinn. Hann var glæsilegur útlits, þótt fötin drægju ef til vill nokkuð úr því. — Þér fetið yður upp eftir þjóðfélagsstiganum, Monsieur Desgrez, sagði Angelique og reyndi að vera jafn kærulaus og hann. — Hér eruð þér girtur sverði og íbúðin yðar angar af auðæfum miðstéttarmannsins. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. Framháld i nœsta blaði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.