Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 40
OSTA- OG SMJÖRSALAN s.f.
smjör
*
ABRAUÐIÐ
En næsta morgun dó Einstein.
Hann varð sjötíu og sex ára gamall.
Krufningin sýndi, að hann hafði
haft á réttu að standa, uppskurð-
ur hefði ekki getað bjargað honum.
Hann hafði gefið fyrirmæli um
að láta jarða sig í kyrrþey, án allr-
ar viðhafnar.
Samt sem áður var höfð stutt,
einföld kveðjuathöfn við greftrun
hans, þar sem aðeins nánasta fjöl-
skylda og beztu vinir voru við-
stödd. Við gátum kvatt hann per-
sónulega á hljóðlátan hátt. -jAr
Fimbulvetur
og fellisér
Framhald af bls. 25.
Snögg frost og hörð
Það stendur í Annálum, að
Grímsnes hafi ekki náð sér síðan
1520, er yfir gengu þau ógurlegu
frost. Fyrir þennan vetur var ekk-
ert kot svo aumt í Grímsnesi, að
ekki ætti að minnsta kosti eitt hundr-
að fjár, sums staðar voru yfir þrjú
hundruð. Um vorið voru þeir bezt
stæðir, sem héldu eftir 20—30 sauð-
kindum. Svo mikil voru frostin, að
hestar vel feitir stóðu steindauðir
í þeim stellingum, sem þeir voru,
þegar frostið vann á þeim. Sögur
um slíkt hraðfrysti hafa ekki verið
sagðar á íslandi nú um langt ára-
bil, og mætti af því draga þá
ályktun, að frostin hefðu komið
mun snöggar og verið harðari hér
áður fyrr meir en nú tíðkast.
Ekki eru glöggar heimildir til um
veður þessara ára, en 1532 var
kallaður Einmánaðarvetur hinn
harði. Þó má af bréfum norðan-
presta til konungs ráða í það, að
ekki hafi árað sem bezt, þvt þar
er kvartað við kóng undan því, að
margir hafi farizt af hungri og
klæðaleysi og aðrir hafi ekki get-
að borgað gjöld sín. Var þannig
mjög vont árið 1552, þegar skipt-
ist á með fannfergi, blotum og
frostum og féll mikið af öllum
peningi. Búbót varð þá sunnan-
lands að því, að þar kom mikill
hafís, og með honum ógrynni af
sel, sem menn veiddu óspart og
færðu sér í nyt. 1562 er sagt frá
svo miklum snjó á kyndilmessu (2.
febrúar), að hann tók manni í öxl,
en náði hestum í klyfberafjöl á
jafnsléttu. Tveimur árum síðar var
hafísinn norðan, og fóru Norðlend-
ingar nú að dæmi sunnanmanna
með selveiði á ísnum. Fóru á ísi
út um alla firði, drápu sel og drógu
hann og báru á hestum fram um
allar sveitir. Síðan hefur þefta ár
verið kallað Selavorið mikla.
1588 urðu 13 vermenn úti á
Tvídægru, en margir örkumluðust á
útlimum. 1594 var svo hart fyrir
norðan land, að búpeningur hor-
féll um jól. Hins vegar bar við
nokkrar furður á því ári og næsta,
og get ég ekki stillt mig um að
tína nokkrar hér til, þótt þær komi
efninu kannske ekki beinlfnis við:
Svo bar til hinn fjórða dag páska
þetta ár, að maður nokkur reið frá
Odda á leið suður. Var hann
skammt kominn, þegar hann sá
dreka einn fara fljúgandi lágt yfir
jörð, korna vestan og fara austur,
og var allt í rauðum loga með
dýri þessu. Hvorki sakaði mann
né hest við þessa váveiflegu sýn,
en maðurinn varð að snúa við, því
hesturinn fékkst ekki lengra,
hvernig sem að var farið.
19. nóvember um haustið hag-
aði Hvítá sér svo undarlega, að
hún þornaði upp á tveim stöðum,
hjá Ahrauni á Skeiðum og á móts
við Brúnastaði í Flóa. Þar var geng-
ið þurrum fótum út í hólma í ánni,
og teknar hríslur til jarteikna. Það
undarlegasta við uppþornunina var
það, að „áin var at sjá sem sjó
annars staðar með rokviðri."
A sama tíma sást á Háeyri og
Skúmstöðum við Eyrarbakka fjór-
fætt skrímsli, hábeinótt, selhært,
með hunds- eða hérahaus, eyru á
stærð við íleppa, sem lágu aftur
á bak, bol á stærð við folalds-
kropp og þó öllu styttra, með hvíta
gjörð yfir um sig hjá bógunum, en
grátt eða móálótt þar aftur frá,
með langa rófu og stóra og klepp
á endanum, eins og á Ijónshala,
frátt á fæti eins og hundur og
sýndi sig eingöngu á kvöldin.
Furða í Hvítá
Þrátt fyrir þessar furður verður
ekki séð, að stórtíðindi hafi gerzt
— önnur en þær. Næsti vetur varð
meira að segja svo góður, að þá
þurfti aldrei að gefa geldingum.
Þann vetur sást einnig furða; það
var í Hvitá; skepna stór sem hús
með selshöfuð kynjastórt, en aftur
eftir dýrinu kryppa eða bægsli með
göddum eða tindum. Skepna þessi
dró sig fram eftir ánni en steyptist
svo. Og á eftir þessum fyrirboðum
kom ekkert markverðara en tungl-
myrkvi, því þótt næsti vetur væri
snjógur og erfiður, var hann s(zt
verri mörgum undangengnum, sem
komið höfðu án fulltingis skepn-
unnar i Hvítá.
Og þá er komið að 17 öld. Það
var hörð öld og erfið, þar sem
hvert óárið rak annað, og oft liðu
mörg ár, án þess að nokkurt kæmi
gott. Og sama er að segja um 18.
öldina. Kannski hafa hinar fyrri
aldirnar ekkert verið skárri, kannski
eru aðeins til svona miklu gleggri
SÍCILDAH
Sö&uSt,
MEO ^ MYNOUi
FÁST í NÆSTU
YERZLUN.