Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 44
Söluumboö: HRAUNHOLT
viS Miklatorg
og Vitatorg
inn örkumlaðist. Og þetta ár var
Jón Rögnvaldsson úr Svarfaðardal
brenndur fyrir galdra. Næsta vor
var hart, og það ár fórust um 30
við sjó og á fljótum. Og síðan kom
Frosti, veturinn 1627. Þá eru taldir
27, sem í sjó fórust, auk 4 skipa
í heilu lagi. Fernt fargaðist í straum-
vötnum. Sami fjöldi varð úti. Skriðu-
grjót féll á fjóra menn í Drangey,
drap einn, örkumlaði hina. Kona
grandaði barni sínu og var drekkt.
Pestir drápu menn á sóttarsængum.
Fé féll, hey gáfust upp, gróður kom
seint og illa. Sumardaginn fyrsta
heyrðist hvinur í iofti og glóandi
hnöttur skall í sjóinn með hvissi
og fyrirgangi. Ofan á allt þetta
komu svo Tyrkir og herjuðu upp á
landið, rændu þrem dönskum kaup-
förum með vörur, sem hingað áttu
að fara til vetrarins, svo og konu
af Suðurnesjum og þremur sonum
hennar, en limlestu hinn fjórða,
rændu einnig með yfirgangi mönn-
um af Berufirði og Berufjarðar-
strönd, og víluðu ekki að drepa
fólk og sundurhöggva. Ein heimild
segir, að þar hafi þeir drepið níu
en farið með 110. Síðan komu þeir
í Vestmannaeyjar, rændu þar svo
vitað væri 242, en eftir lágu lim-
les 34 lík, svo öruggt væri talið.
Nú skyldi maður ætla, að á harð-
indaárum sem þessum hafi hinum
rændu ekki verið eftirsjá að hólm-
anum, þar sem þeir urðu hvort sem
var að berjast sólarhringinn út til
að draga fram lífið og vinna eins
og örgustu þrælar, án þess að fá
fylli sína að éta. Þarna voru þeir
hins vegar fluttir sér að kostnaðar-
lausu til heitari landa og fengu
mat, nægilega mikinn og oft, til
þess að geta gert eitthvað að gagni,
og þrælkunin varla meiri en menn
urðu að leggja á sig frjálsir til að
draga fram lífið. En hin kaldhugs-
aða efnishlið er ekki það eina sem
máli skiptir, og svo mikið er víst,
að flestir [slendinganna reyndu allt
hvað af tók að komast heim aftur,
og tókst það furðu mörgum.
Það var líka furðuleg kaldhæðni
örlaganna, að láta syndir feðranna
koma svona bókstaflega niður á
niðjunum. Því þegar hundtyrkinn
gerði hér sitt strandhögg, voru þeir
fyrir löngu komnir undir græna
torfu, hinir nánustu afkomendur
hinna svokölluðu víkinga, sem
nenntu ekki að vinna sjálfir en
herjuðu á varnarlítil strandhéruð
annarra landa og rændu þaðan
fólki til að nota fyrir vinnudýr. Og
vafasöm heilindi eru það, að
syngja þeim íslenzku mannræningj-
um eilífan dýrðarsöng, en bera um
aldir heiftarhug til hinna svonefndu
Tyrkja, sem hegðuðu sér á sama
hátt nokkrum öldum síðar — en
þá aðeins gagnvart þeirri þjóð, sem
áður sýndi yfirganginn.
En allt um það, Tyrkir komu hér
og gerðu mikinn usla, og af annál-
um sést, að þeir hafa hugsað sér
hér gott til glóðarinnar og ætlað
að koma aftur, en ýmiss atvik kom-
ið í veg fyrir stórframkvæmdir á
bæjar og sagði frá. Um vorið gengu
tveir piltar í Flókadal til rjúpna.
Er menn tók að lengja eftir þeim,
voru spor þeirra rakin, unz komið
var að nýfallinni snjóskriðu, sem
sporin hurfu undir. Var farið að
grafa, og fannst fIjótlega tóg, sem
þeir höfðu haft í milii sín. Með
því að rekja sig eftir því, fundu
leitarmenn báða piltana. Var ann-
ar ofar og á lífi, en hinn fjórum
föðmum neðar og kafnaður. Þetta
ár sást og halastjarna fyrir norðan
land, og stóð hún við í mánuð. í
fyrstu hafði hún halann á undan
sér eins og staf, en svo klofnaði
hann og þegar síðast sást til henn-
ar, var halinn orðinn þættur eins
og sófl. Og ormurinn í LagarfIjóti
-var til sýnis þetta tíðindasama ár.
Huldubarn
Nú segir fátt af harðindum fram
tii 1624, en það ár var svo hart
á Norð-Austurlandi, að 40 bændur
gáfust upp og fóru á flæking ásamt
öllu sínu fólki. Undir Eyjafjöllum
tók snjóflóð af einn bæ og með
honum átta manns, en tveir kom-
ust af, Kona nokkur í Rangárþingi
ól barn og kenndi það huldumanni.
Málið kom til alþingis og hélt stúlk-
an fast við sinn framburð, en lög-
réttumönnum vöfðust tungur um
tennur; þeir gátu ekki afsannað
framburð stúlkunnar og ekki einu
sinni drekkt henni, því ekkert kom
fram sem benti til frændsemi elleg-
ar mágsemi konunnar við eina eða
neina huldumenn, svo um sifjaspell
væri að ræða, né heldur að nokk-
ur mennskur maður hefði kom-
ið sér upp þeim eignarrétti á kon-
unni, að það réttlætti að henni
væri drekkt honum til uppreisnar.
Svo þeir neyddust til að láta kon-
una fara austur aftur með huldu-
barnið sitt.
Tyrkneskir víkingar
Svellavetur — 1625. Dó flest
kvikt, sem ekki hafði hey og hús,
en sum hross björguðust við að
naga „veggi og velli, hræ og hauga,
stoðir og stokka." A Mattheusar-
messu (21. sept.) varð prestur einn
úti á Hörgárdal, og níu aðrir ýmist
króknuðu eða þá kól til örkumla.
Snjóflóð tók af eitt kot í Bárðar-
dal; þar fórst ein stúlka en bónd-
l l,,St*»*TCHOCOtATE *""• j
GUNNAR ASGEIRSSON H.F.
____________ , ,
en lifði. Þrír ríðandi menn voru á
ferð þar nærlendis; þeir voru sem
slegnir ofan af hestunum, en meidd-
ust þó ekki. Jörð skalf um haustið
og fram að jólum; þá hrundu fjórir
bæir í Þingeyjarþingum og á Tjör-
nesi gliðnaði jörðin. í Skagafirði
varð maður fyrir snjóskriðu og
týndi lífi, á öðrum stað í sömu sýslu
voru fjögur börn að tína smára,
þegar skriða hljóp að þeim, náði
tveimur alveg, meiddi hið þriðja,
en yngsta barnið slapp heim til
|| VIKAN 7. tbl,