Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 48
Tvær fallegar og
ákaflega nýtízku-
legar golftreyjur
meö opnu prjóni
og hekli, sem núna
er mest notað á
sokkum, kjólum og
peysum.
■
,. i
m
Ý'ÍWWZWr
'
Talað við
ungbarnið
Þótt svo geti virzt, að móðir,
sem talar við ómálga ungbarn,
sé á nokkurs konar eintali, er það
mesti misskilningur. Hún á þar
samræður við barnið, báðum til
mikillar ánægju, ekki sízt barninu.
Barnið er ekki orðið margra
vikna, þegar það fer að svara móð-
ur sinni með ýmsum hljóðum.
Stuttu eftir fæðinguna, má gera
ráð fyrir að barnið skilji tölu-
vert af því, sem við það er sagt,
af móðurinni að minnsta kosti.
Það hlustar með athygli á hana og
skilur brátt, að málið er tæki til
skilnings milli manna.
Umhyggjusöm móðir finnur
margt til að tala við barnið sitt
um. Hún talar um vatnið, meðan
hún baðar það, segir hve gott og
þægilegt sé að sprikla þarna í
volgu vatninu — hún talar um
rúmið og pelann, fötin þess, hend-
ur, fætur og allt milli himins og
jarðar. Sé talað þannig við barnið
strax frá fæðingu, lærir það miklu
fyrr en ella ýmis orð og hugtök
og þjálfast um leið í samfelldri
hugsun.
Hjalið og hálfkæringurinn eru
ekki bara æfingar til að þjálfa
raddböndin, heldur trúir barnið
því statt og stöðugt, að það sé að
tala og að hlustað sé á það —
og að mamma skilji þetta allt
mætavel.
‘Olmvain
Hafið í huga, að ilmvatnslykt
hreytist venjulcga mikið, þegar
ilmvatnið er komið á húðina.
Þess vegna verður lyktin ákaf-
lega misjöfn eftir því hvaða
kona ber þaö — lykt, sem er
góð á cinni, er alveg ómögu-
Ieg á annarri. Bezt er að bera
svolítið á úlnliðinn að innan-
verðu, við slagæðina, og láta
það vera þar dálitinn tíma til
að átta sig vel á hvernig lykt-
in verður og hvernig hún venst
— og hvernig hún endist. Það
er nefnilega mjög misjafnt,
hve lengi lyktin helzt á húð-
inni. Venjulega er svo ilm-
vatnið borið á bak við eyr-
un, þegar farið er að nota
þaö daglega, og varast þarf
að nota of mikið, þvl fátt er
leiðiniegra og óþægilegra en
kona, sem angar svo sterkt,
að lyktin yfirgnæfir allt annað.
Það væri t.d. ckki skemmti-
lcgt að sitja við hlið siíkrar
konu við matarborð. Sé far-
ið í sólbað mcð ilmvatn á húð-
Inni, geta myndazt dökkir
flekkir þar sem það var bor-
ið á. Það cr Bergamotolían í
ilmvatninu, sem orsakar það.
Það cr rétt að hafa það í huga
næsta sumar — cða í háfjalla-
sólinni og skíðafcrðunum í
vctur.
VIKAN 7. tbl.