Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 5
Þetta myndi allt verða svo eðlilegt. Stúlka, sem
hefði álpazt of langt burt á sumarkvöldi. Það
var svo létt og auðvelt að myrða í Ölpunum.
Menn hröpuðu og það var allt og sumt. En hver
var maðurinn? Og hversvegna ætlaði hann að
drepa hana?
4. HLUTI
en þau eru ekki í Evrópu, eftir
því sem ég bezt veit. Þér hlýtur
að finnast ég alveg hræðileg. Hún
flissaði aftur.
— Þú þyrftir ekki að gera þér
allt þetta ómak, sagði Julie. —
Ef þú ert á annað borð ástfang-
in, er ekkert við því að segja.
— f svona manni? fliss henn-
ar varð skrækt. — Til að byrja
með er hann miklu yngri en ég,
Julie. Hann er bara 52 ára en ég
er 65 (það var ekki svo mikið
ósatt, en frú Thorpe var 69 ára).
Svo er hann þýzkur, það er ein-
mitt það sem er verst, Julie.
Hún gerði áherzluþögn. —
Hvernig myndir þú, tengdadóttir
mín, taka því, þegar þú fengir
að vita að ég væri orðin ást-
fangin af manni, sem hefði drep-
ið eiginmann þinn ... son minn?
— Drepið hann?
— Ekki hann sjálfur. En Otto
var, þegar allt kemur til alls,
þýzkur liðsforingi. Meira að
segja nazisti. Og hvað myndi
fók segja? Ég! Móðir dáinnar
stríðshetju! Hvernig myndi það
líta út? Hún gerði sér upp bros.
Svo andvarpaði hún. Hún þrýsti
hendinni að brjóstinu og varð
niðurdregin á svip.
-— Ætlarðu að giftast honum?
— Tja ... hún flissaði aftur,
og dró sængina yfir sig til að
hylja andlit sitt, — hann hefur
beðið mín. Já, ég geri það
kannske. Já, kannske ég geri það
bara!
Þetta var annarleg og aumk-
unarverð sjón: Þessi saman-
skroppna vera, sem lá þarna og
brosti tilgerðarlega í sterku ljós-
inu frá perunni í loftinu. Sitj-
andi upp við vegginn í horninu,
eins og gamall refur í gildru, lék
hún hlutverkið til fulls: Hún
glósaði flissandi um kynferðis-
lega ást og „getu Ottos“.
— Málvandræðin?
— O, Otto kann svolítið í
ensku. Og ég get líka „sprekk-
að“ svolítið „Deutsh“ og þar að
auki, Julie ... hún horfði dreym-
in upp í lotfið og svo bætti hún
við:
— Mál ástarinnar er alþjóð-
legt. Nú verð ég að fá fegurðar-
blundinn minn, Julie. Ég vona
bara, að ég sé ekki alltof æst til
að geta sofnað.
Já, holdsins unaður lét ekki
að sér hæða. Og gamlar konur
með alltof mikla peninga og
tíma, sem þær höfðu ekkert við
að gera, höfðu oft gengið í sorg-
leg hjónabönd seint á ævinni.
Kannske hafði Cecilia Thorpe
verið í ástarsvelti alla sína ævi,
og kannske hafði hún nú fundið
í Otto Strauss ...
En um leið og þessi hugsun
rann upp fyrir Julie, vissi hún,
að hún var hláleg. Aðeins ein
einasta ást hafði nokkurntíma
lýst upp líf frú Thorpe, og það
var ástin til sonar hennar. Og
Cecelia var örugglega ekki enn-
þú orðin barn á nýjan leik. Hún
var alltof sjálfselskufull til að
verða auðveld bráð einhvers
fjársvikara, og vegna sonar síns
var henni sérstaklega lítið gefið
um Þjóðverja.
Þar að auki hafði hún aldrei
kært sig hið minnsta um börn
annarra, en nú, þegar hún með
glösin í höndunum sneri sér burtu
frá afgreiðsluborðinu, þarna
niðri frá, var óendanleg ást í
augum hennar, þegar hún horfði
á litla, fallega strákinn, sem hét
Hansi Eberhardt.
—- Þú verður að hugsa þig
mjög vel um, áður en þú ákveð-
ur að giftast þessum manni, sagði
Julie.
— Ég skal gera það, Julie. Víst
skal ég gera það. Ég ætla ekki
að gera neitt vanhugsað. Ég hef
þegar sett mig í samband við
lögfræðing okkar, herra Clark,
og ráðgazt við hann um vissar
fjárhagslegar spurningar. Hún
andvarpaði. — Þetta er svo ger-
samlega ný tilfinning, vina mín.
Mér finnst eins og ég sé sextán
ára. En hlustaðu nú á mig. Ég
vil endilega fá að gera eitthvað
fyrir þig, áður en þú ferð þína
leið. Ég vil, að þú fáir að hitta
Otto og þau hin, almennilega.
Þess vegna skal ég, til að færa
þér sönnur á að ég sé ekkert að
snúa á þig, fara með þig upp
eftir til þeirra. Viltu koma með
mér? Við getum farið snemma í
fyrramálið. Ertu til í það?
— Já, ég er til í það.
-—- Schön. Hún flissaði. — Ég
er orðin svo vön Otto, og þykir
svo vænt um hvernig hann tal-
ar, að ég er farin að sletta þýzku
án þess að ég viti af. Kysstu mig
nú góða nótt, vina mín.
Julie snerti með vörunum aðra
visnu kinnina. — Góða nótt,
Cecelia.
Tunglið sigldi hátt yfir dreifð-
um skýjunum og stökkti silfri
á grenið. Hún dró djúpt andann
og það varð að krampakenndu
snökti. — Guð ... Guð ... Stynj-
andi kastaði hún sér á grúfu á
rúmið og lá þar með varirnar
að brekáninu. Russ ... Russ ...
Russ ... Hvað eftir annað hvísl-
aði hún nafn hans. Klukkan varð
hálf ellefu. Frá herberginu á
næstu hæð fyrir neðan, heyrðist
stöðugt músík og hlátur. Ennþá
var þjóðhátíðardagur Sviss.
Henni fannst svo óendanlega
langt síðan þessi dagur byrjaði.
Allt í einu datt henni í hug, að
taka upp símann og biðja um
samband við herbergi frú
Thorpe. Það var upptekið. Auð-
vitað. Þegar morgunninn rann
upp varð frú Thorpe að hafa
haft tíma til að kippa því í lag,
sem laga þurfti. — Að dylja það
sem þurfti að dylja.
Hún kveikti ljósið, sparkaði af
sér kvöldskónum og fór í flat-
botnaða skó. Tæpum sjö mínút-
um seinna stóð hún róleg og
ákveðin í fasi framan við gljá-
bónað afgreiðsluborðið og horfði
inn í fögur, dökk augu herra
Noesslers.
Hún brosti. — Það vildi víst
ekki svo vel til, að hann ætti,
vasaljós, sem hún gæti fengið
lánað?
— Jú, að sjálfsögðu. Hann
hafði mikið fyrir því að sýna
henni, hvei-nig maður kveikti á
vasaljósinu og slökkti á því aft-
ur; hélt hendi hennar lengur en
nauðsynlegt var og horfði bros-
andi í augu hennar.
— Sjáið til, ungfrú Gray. —
Ljós. Slökkt. Það var gælutónn
í rödd hans. Hún var viss um,
að hún myndi ekki þurfa að
standa lengi við hér í Alpenstadt,
áður en herra Noessler tæki að
gerast uppáþrengjandi.
—■ Þér eruð mjög vingjarnleg-
ur, sagði hún. — Þakka yður
kærlega fyrir. Hún gekk í áttina
að glerdyrunum.
—- Þurfið þér að leita að ein-
hverju, ungfrú Gray?
— Já, sagði hún. — Eyrnalokk.
Ég held að ég hafi misst hann
uppi við súlnagöngin í gærkvöldi.
— Ég vona, að þér finnið hann.
Hún gekk út. Maður gekk yfir
grasflötina fyrir framan. Hár
hans lýsti eins og silfur í tungls-
ljósiun. Hún var næstum viss um
að þetta væri Poul Duquet. Hann
gekk hratt og beygði inn á gang-
stíg sem lá upp að hótelinu.
Kannske, hugsaði hún brosandi,
langaði hann til að sjá síðasta
hlutann af kvikmyndinni, sem
þessi taugaóstyrka brjóstadrottn-
ing hans lék aðalhlutverkið í.
Það átti að sýna hana aftur í
kvöld.
Julie sneri aftur við og gekk
framhjá starfsmannaíbúðunum,
hljóp inn í dauflýst göngin. Svo
kveikti hún á vasaljósinu og hélt
áfram upp stíginn, þangað til hún
kom þar sem hann skiptist. Þar
nam hún staðar og lýsti upp eftir
afleggjaranum, sem lá upp á
fjallstindinn. Hún sá bekkinn,
þar sem hún hafði setið dag-
inn góða, eins og skuggamynd
í myrkrinu. Nú rataði hún og
beygði inn á veginn til hægri og
inn á þann stíg, sem lá inn í
dimman barrskóginn. Með vax-
andi eftirvæntingu gekk hún
milli risavaxinna, grænna greni-
tjránna, viss um að nú, eftir átta
ár, myndi hún fá að sjá Russel
Thorpe.
Skiltið með VERBOTEN stóð
þarna eins og draugalegur vörð-
Framhald á bls 45.
VIKAN 7. tbl. fj