Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 31
Landsveizla meS 250 heiðursgestum Framhald af bls. 27. Landsins æðsti maður stóð auð- vitað einn og yfirgefinn fremst á flotpallinum til að bjóða kóng vel- kominn þegar hann steig fæti á frónska grund, tók ofan pípuhatt- inn og tók í hönd kóngs. „Vel- kominn til Islands, yðar hátign", stendur undir Ijósmynd af þessari virðulegu athöfn. Forsætisráðherr- ann var Jón Magnússon. „Karlaflokkur" söng auðvitað „Þú álfu vorrar yngsta land" á með- an þessu fór fram og menn tókust í hendur, en síðan gekk konungur, drottning, prinsar og fylgdarlið upp rauðskartaða Steinbryggjuna, und- ir blómabogann og áfram suður Pósthússtræti, beygðu til vinstri í Skólabrú og beint upp tröppurnar til hins veglega bústaðar konungs, Menntaskólans. Og að kvöldi þessa mikla dags var svo Landsveizlan haldin með 250 útvöldum heiðursgestum, góð- borgurum og öðrum, sem voru í klík- unni. Virðulegasta veitingahúsið var þá það, sem nú er almennt kallað Iðnó, en heitir Iðnaðar- mannafélagshúsið. En jafnvel Iðnó var ekki nógu stórt til að taka 250 virðulega gesti, svo eitthvað varð til bragðs að taka. Og það ráð var tekið, að rífa gat á gafl hússins og tjald reist sem viðbót við Iðnó. Salar- kynnin náðu vestur með tjörn. í tjaldinu var síðan matazt, og er mér tjáð, að sjaldan hafi eins glæsi- legar kræsingar verið á borðum hér, en verst þótti gestunum, að strax og kóngur var búinn að borða og hlusta á ræðu Jóns Þorlákssonar (sem ku hafa verið leiðinleg), þá stóð hann upp og lét sér fátt um finnast þótt sársvangur almúginn væri ekki búinn að troða upp á sér belginn. Síðan var gengið inn í samkomu- salinn (húsið) og þar stiginn dans. Hafði forsjálnin einnig verið þar að verki, því undirbúningsnefndin hafði boðið úrvali ungra meyja af góðum ættum þangað, til þess að dansa við kadettana — eða dátana eins og við mundum kalla þá. Um árangur þessa dansleiks skal ósagt látið, en þó veit ég um a.m.k. eitt farsælt hjónaband, sem til var stofnað þar, milli 17 ára íslenzkrar yngismeyjar og dansks sjóliða, sem nú gegnir virðingarstöðu í höfuð- borg Danaveldis. Næsta dag fór konungur og fylgdarlið hans upp að Elliðaám, þar sem reist hafði verið voldug rafstöð, knúin vatnsafli frá ánum, og átti að sjá borginni fyrir raf- magni um ókomna framtíð. Hún var nú tilbúin til framleiðslunnar, og konungur vigði fyrirtækið að hætti fyrirmanna og farnaðist því æ vel síðan. Síðar um daginn var svo haldinn ríkisráðsfundur í Mennfa- skólanum, sá fyrsti, sem á fslandí var haldinn, og undirritaði konung- Silver Gillette—|iaegilegur rakstur með rakblaði, sem endist og endist ur þar 71 lög, sem áður höfðu verið samþykkt á Alþingi. Þann 28. júní lagði konungur og Ihirðin af stað frá Menntaskólan- um stundvislega klukkan níu um morguninn og var ferðinni þá heit- ið til Þingvalla. Margt manna slóst í[ förina, bæði boðsgestir og svo allir hinir, sem fóru bara upp á eigin ábyrgð og gátu krækt sér ( sæti í bíl, áttu reiðskjóta eða reið- hjól. Það var steikjandi hiti um daginn, en lítið ryk, því rignt hafði um nóttina. Farartækin voru yfir- leitt „Model T" Ford og aðrar svip- aðar gerðir. Segir í blaðagrein um ferðina, að „ferðateppin, sem voru í bílunum, mættu almennri fyrirlitn- ingu vegna hitans, og voru lögð til hliðar." Til Þingvalla var komið klukkan 12 á hádegi, en á leiðinni höfðu menn staðnæmzt nokkrum sinnum „til að dásama náttúrufegurðina." Og hefur hver vafalaust dásamað hana á sinn eiginlega hátt. Og svo var auðvitað konungs- glíma á Þingvöllum um daginn. Þá var alltaf konungsglíma, ef tæki- færi gafst, og konungsglímur eru ennþá frægar af afspurn. Þátttakendur voru menn, sem nú eru flestir þekktir og virtir virðing- armenn: Guðmundur Kr. Guðmunds- son (skrifstofustj.), Hermann Jónas- son (fyrrv. forsætisráðherra), Bjarni Bjarnason (fyrrv. skólastj. Laugar- vatni), Eggert Kristjánsson (stór- kaupm.), Helgi Hjörvar (fyrrv. skrifstofustj.), Hjalti Björnsson (stór- kaupm.) Magnús Kjaran (stór- kaupm.) og Þorgils Guðmundsson (íþróttakennari). Einustu verðlaunin hlaut Guðm. Kr. Guðmundsson, og tekið var fram að það væri fyrir fegurstu glfmuna. Við skulum vona að myndin sé ekki tekin af honum í átökum, því jafnvel á hinum síðustu og verstu niðurlægingartímum glímunnar, hef- ur sjaldan sézt bolað meira en gert VIKAN 7. tbl. g J

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.