Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 39
fannst honum ákaflega tilgangs-
laus. En honum þótti gott að reyk|a
pípu. Þegar faðir minn ráðlagði
honum að hætta að reykja, vegna
heilsunnar, hélt hann því áfram, en
aldrei í viðurvist föður míns, því
að hann vildi ekki særa tilfinningar
hans. Hann hafði mikla ánæg|u af
því að spila á fiðlu. Klukkan níu
á kvöldin fór hann oft inn í svefn-
herbergið sitt, (hann notaði það líka
sem vinnustofu) og byrjaði að spila.
Hann var miðlungs fiðluleikari og
spilaði sjaldan eftir nótum, en þótti
mjög gaman að spila fyrir sjálfan
sig stef eftir Mozart. Hann notaði
mjög ódýra fiðlu, og þegar faðir
minn gaf honum betra hljóðfæri,
sagði hann í einlægni að það væri
alltof gott handa sér.
Einasta skemmtunin sem hann
raunverulega stundaði í fríum sín-
um var að sigla. Það var svo ein-
falt og þá var hann í nánu sam-
bandi við sólina og sjóinn. Bátur-
inn hans, sem hann kallaði
hebrezku nafni sem þýðir „Gamla
ruslabyttan", var líkastur róðrarbát,
fjórtán feta langur og kostaði 133
dollara, þegar hann keypti hann
árið 1933. Hann neitaði algerlega
að hafa utanborðsmótor, það var
alltof flókið, og einhvernveginn datt
honum aldrei í hug að nota árar
í logni, heldur lá hann bara og
beið eftir golu, en frú Einstein beið
eftir honum með matinn, hálf ergi-
leg.
Hann neitaði líka að hafa nokk-
ur björgunartæki um borð, hann
treysti hafinu. Þessi stífni hans skap-
aði okkur miklar áhyggjur, vegna
þess að Einstein var ósyndur. Faðir
minn fékk hann loksins til að hafa
vindsæng um borð, með því að
segja honum að hann hefði enga
ánægju af því að sitja á hörðum
þóftunum, þegar hann færi með
honum í skemmtisiglingu.
Einu sinni kollsigldi Einstein við
Rhode Island og var bjargað af
kili. Einstein var ekkert fyrir óþarfa
hreinlæti, en fór í bað tvisvar í viku,
hann hélt því fram, að það væri
hæfilegt fyrir mann í sinni stöðu.
Þegar björgunarmennirnir náðu
honum og drógu hann um borð I
mótorbát, mjög áhyggjufullir út af
líðan hans, þakkaði hann þeim fyr-
ir hjálpina og sagði svo: — Eg verð
að muna eftir að draga þetta bað
frá vikubaðinu.
Kringum 1930 byrjaði Einstein
að kenna mér grundvallarreglur
siglingartækninnar, með mjög mik-
illi alvöru og myndugleik. Hann
gerði svo mikið úr þessum mikla
vanda, að ég fékk með naumind-
um að snerta stýrið. Hann fullviss-
aði mig um að þetta væri mjög
flókin tækni. Nokkrum árum seinna,
þegar ég lærði að sigla sjálfur,
sá ég að hann hafði yfirdrifið þetta
allt og gert það miklu flóknara.
Þegar ég var læknir við Monte-
fiore sjúkrahúsið í Bronx árið 1947,
var Einstein kyrr f Princeton yfir
sumarmánuðina, og þá lánaði hann
mér litla bátinn sinn. Ég tók hann
með mér til Long Island og hugði
gott til glóðarinnar, að æfa mig í
siglingarlistinni. Þetta gekk ágæt-
lega þegar ég sigldi frá landi, en
þegar ég ætlaði að snúa við og
sigla mótvind til lands, komst ég
ekkert áfram, hvernig sem ég
reyndi. Það endaði með þvf, að
ég varð að senda neyðarmerki og
fá mótorbát til að draga mig f
land. Ég gat ekki skilið hvað or-
sakaði þetta, svo ég hringdi í
prófessorinn og spurði hann hvort
hann gæti gefið nokkra skýringu.
Eftir litla umhugsun svaraði hann:
— Þetta getur verið af því, að ég
sagaði bátinn svolítið til, svo ég
gæti siglt honum hérna á grunnu
vatninu í Princeton. Honum datt
aldrei f hug, að hann hefði skemmt
bátinn með þessum smíðum sínum.
Einu sinni mætti Einstein fyrir
rétti, vegna föður míns. Faðir minn
hafði fundið upp og búið til sér-
staka tegund myndavéla. Framleið-
andinn hafði borgað fyrir réttinn
á framleiðslu vélarinnar f nokkur
ár, en nú vildi hann draga í efa
að faðir minn hefði í raun og veru
fundið hana upp sjálfur. Einstein
vottaði að hann vissi allt um frum-
smíð þessarar vélar og byrjaði að
tala við föður minn um einstök
atriði viðvíkjandi tilkomu vélarinn
ar. Dómarinn, Sylvester Ryan f New
York, truflaði samtalið og spurði
Einstein: — Reynduð þér vélina, þeg-
ar hún var tilbúin?
— Auðvitað ekki, svaraði Ein-
stein og var undrandi yfir því að
dómaranum skyldi detta í hug að
hann hefði áhuga á hlut, sem búið
var að finna upp.
Ein var sú ráðgáta, sem Einstein
gat aldrei skilið, og það var hans
eigin frægð. Hann hafði bara fund-
ið upp nokkrar fræðisetningar, sem
kannske einn og einn efnafræð-
ingur hefði áhuga á. Og þó var
nafn hans frægt um allan hinn
menntaða heim, þetta skildi hann
ekki. — Ég hefi aðeins fengið nokkr-
ar góðar hugmyndir, og það hafa
aðrir menn líka gert, sagði hann
einu sinni. — Ég var svo heppinn,
að hugmyndir mínar voru teknar
til greina. — Hann var undrandi
yfir því hve almenningur veitti hon-
um mikla athygli. Ókunnugt fólk
stanzaði á götum úti, til að horfa
á hann og brosa til hans, vísinda-
menn, stjórnmálamenn, stúdentar
og giftar konur skrifuðu honum.
Hann gat aldrei skilið hvers vegna
fólki fannst hann vera eitthvað sér-
stakt.
Helen Dukas var í mörg ár einka-
ritari Einsteins, og eftir að frú Ein-
stein dó árið 1936 var hún líka
matreiðslu- og ráðskona hjá hon-
um. Hana dreymdi einu sinni
draum, sem var mjög táknrænn fyrir
stöðu Einsteins gagnvart sjálfum sér.
Hana dreymdi að Einstein sat á veit-
ingastað og var að borða, þegar
glæpamaður með byssu ruddist
þangað inn og skipaði fólkinu að
raða sér upp við vegginn. Síðan
gekk hann á röðina og lét fólkið
afhenda sér peninga og önnur verð-
mæti sem það hafði á sér. Þegar
röðin kom að Einstein sagði hann:
Ó, nei, ég get ekki rænt yður.
prófessor.
— Það er ekki réttlátt, sagði Ein-
stein, og tæmdi vasa sína.
í marz 1955 fékk faðir minn þær
fréttir gegnum síma, að Einstein
væri hættulega veikur. Við ókum
til Princeton, heimsóttum hann og
töluðum við dr. Dean, sem var
læknir hans. Hann sagði okkur, að
ef til vill væri hægt að bjarga hon-
um með alveg nýrri skurðaðgerð.
Ég var þá við New York Hospital,
og ákvað að kalla á dr. Frank
Glenn, sem var yfirskurðlæknir og
hafði gert þessa aðgerð. Hann
kom næs.a dag og áleit að það
væri möguleiki á að framkvæma
þessa aðgerð. Hann ráðlagði að
Einstein yrði fluttur ( New York
Hospital.
Einstein, sem var mjög þjáður,
neitaði hreinlega að fara. — Ég
trúi ekkert á gervi-framlengingu á
lífinu, sagði hann.
Faðir minn reyndi að tala um
fyrri honum, og það gerðum við
líka, Margot dóttir hans, fröken
Dukas og ég, en svar hans var
„Nei".
Við vorum alveg I' öngum okkar,
því að hann varð stöðugt þjáðari.
Sonur hans kom frá Kaliforniu, og
hann reyndi l(ka að tala um fyrir
honum. Hann sagði okkur að á svo-
lítið lengri tíma tækist sér ef til
vill að fá föður sinn til að fara
til New York, kannske morguninn
eftir.
Verktakar - Húsbypgjendnr
ALCON dælurnar létta yður störfin við hvers
konar byggingaframkvæmdir.
Þar sem dæla þarf vatni eða sjó, auðvelda
ALCON dælurnar verkin og spara ótrúlega
mikla vinnu. Þær eru auðveldar I notkun,
hafa lágan brennslukostnað og hafa reynzt
framúrskarandi vel.
SOGBARKAR, SÍUR OG FRÁRENNSLISSLÖNG-
UR í MIKLU ÚRVALI.
ALCON dælurnar eru byggðar fyrir mikil
afköst viS erfiðustu aSstæður.
ALCON 1" dælurnar afkasta um 7000 lítrum
á klukkustund.
Rafmagnsdælur fyrirliggjandi í
ýmsum stærðum og gerðum.
Gílsi jónsson & co. h.f.
Skúlagötu 26 — Sími 11740.
VIKAN 7. tbl. gg