Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 16
SIGURÐUR HREIÐAR TÖK SAMAN — FYSTA GREIN A F ÞREM Einar Þorleifsson júngkæri Ienti í hrakningum á LaxárdalsheiSi ásamt 12 sveinnum „skall á þá harka mikil, svo að sumir urðu úti, aðra kól harkalega, tveir riðu gaddfreðnir til byggða." egar fólk, sem nú er um og undir þrítugu, heyrir talað um harð- indi og harðindavetur, dettur því helzt í hug ófærð ó vegum og skaflar ó húsatröppum. Harðindi hafa ekki komið hér á landi í mörg ár, heldur hefur hver sumar- veturinn rekið annan, svo jafnvel hafa sprottið blóm í görðum á þorra. Og samt heyrast raddir segja, að varla sé byggilegur þessi veðrarass, hér lengst norður ( höfum. Þegar þetta er ritað, hefur gert snjókast, en engar fréttir hafa borizt um að fé hafi fennt eða hörmungar orðið af völdum veðursins. Og innan tíu daga var snjórinn víðast horfinn eða hjaðnaður til muna, og stórvirk tæki höfðu opnað allar helztu samgönguleiðir. Um ferðafólks- hrakninga eru ekki aðrar sögur en þær, að Hafnarfjarðarbíllinn hafi stöðvazt í fáeina klukkutíma og Akureyrarrútan hafi verið lengur á leið- inni en venjulega. Ef eitthvað gerist fram yfir hið daglega er vaninn að segja, að elztu menn muni ekki annað eins. Það kann vel að vera rétt í sumum tilvikum, en oft hefur annað eins gerzt á þeirra tíð. En mannskepnan er sem betur fer þannig gerð, að henni er gjarnt að gleyma því illa eða minning þess dofnar, hið góða miklast í minningunni. Og þegar horft er um öxl og reynt er að rifja upp liðin harðindaár, muna menn ekki nema fáein, þótt við nánari aðgæzlu komi í Ijós, að hallærisár á íslandi hafa verið hinum miklu fleiri. Þeim greinaflokki, sem hér hefst, er meðal annars ætlað að sýna fram á það. Land skírt Ef þið viljið koma með mér um stund nokkrar aldir aftur í tímann, til þess vetrar, er Hrafna-Flóki dvaldi hér á landi, sjáum við, að fyrsti vetur umvitaðrar mannabyggðar á íslandi hefur ekki verið sem blíðastur, því allur kvikfénaður Flóka og félaga hans strádrapst þá um veturinn, eftir því sem Vatnsdæla segir. Og þessi frumlandnámsmaður hefur hagað sér eins og flestir hans eftirkomendur á öllum árum, að setja miklu meira á en hann hafði hey til, enda er okkur líka sagt, að hann hafi fremur lagt stund á að veiða upp úr sjónum en að heyja handa skepnunum. Og um vorið gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og „sá norður yfir fjöllinn fjörð fullan af hafísum". Þá fannst honum mælirinn fullur, og þarna, sem hann stóð á fjallstindinum og skepnur hans allar dauðar og fiskurinn sjálfsagt langt til uppétinn, gaf hann hólmanum það nafn, sem við hann hefur tollað síðan og hann ber með réttu: ÍSLAND. Þetta mun hafa verið árið 865. Landnáma segir frá vetrinum 890, að hann hafi verið vondur. Það var fyrsti vetur Helga hins magra við Eyjafjörð, og byrjaði svo vel fyrir hon- um búsetan, ,,at við sjálft lá, at kvikfé þeirra mundi deyja, þat er þeir höfðu." Og Vatnsdæla segir tvo næstu vetur hafa verið vonda, með ísa- þokum, miklum hríðum og ísalögum. Og sama heimild segir frá því, að þegar Þorsteinn Ingimundarson átti að mæta til einvígis við Berg hinn rakka, veturinn 954—955, varð hann að fresta þeirri hólmgöngu, því marga daga samfleytt var ekki hundi út sigandi fyrir kafaldsbyl og frosti. Hænsna-Þórissaga segir frá því, að veturinn 961—962 hafi maður að nafni Blundketill stolið heyi frá Hænsna-Þóri, og varð úr hitamál. Þar á ofan var svo lítil spretta hjá Hænsna-Þóri, sem öðrum næsta sumar, en vetur kom snemma og var vondur, ,,ok verðr örkola fyrir mörgum." 970, 975 eða 976, — menn eru ekki á eitt sáttir um ártalið, segir Land- náma frá vetri þeim, sem nefndur var Óaldarvetur hinn fyrri. „Þá átu menn hrafna ok melrakka, ok mörg óátan ill var etin, en sumir létu drepa gamalmenni ok ómaga og hrinda fyrir hamra; þá sultu margir menn til bana." Ekki er ólíklegt, að það séu sömu harðindi, sem Reykdæla segir frá, þar sem sagan er af fundi þeirra Reykdæla hjá Ljóti hofgoða, þegar hann vildi bregða á það ráð, að múta goðunum með gjöfum til hofs, svo hörkur linuðust, en hins vegar létta á fóðrunum með því að bera út börn og gamalmenni. Annar fundarmanna kvað það líklegra til blessunar að duga gamalmennum og fæða upp börnin, því goðunum væri það örugg- l VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.