Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 4
FRAM H ALDSSAGAN
.ogertalinnnf
Poul horfði brosandi á eftir
þeim. — Hún virtist ekkert sér-
staklega glöð að hitta okkur.
Hvað er að, cherie? Af hverju
ertu að gráta? Heldur þú, að
hún segi manninum þínum eitt-
hvað? Hvers vegna í ósköpunum
fórstu til Evrópu með tengdamóð-
ur þinni? Komdu, við skulum
fá okkur drykk og tala út um
þetta.
— Góði Poul, fylgdu mér aft-
ur að hótelinu. Nú strax. Ef þú
vilt heldur vera hérna kyrr, skal
ég fara ein. Og ég vil heldur
fara ein ... Hún þrýsti hönd hans
stutt og snöggt. í augum hans
las hún þrá, en einnig eitthvað
meira, djúpa forvitni og íhygli.
Augu hans voru hvöss, þegar
þau mættu hennar... Það var
eins og blikaði á stál í þeim.
Hún beið í þrjá stundarfjórð-
unga fyrir utan herbergi frú
Thorpe. Stundarfjórðungi yfir
tíu heyrði hún lyftudyrnar opn-
ast og lokast. Frú Thorpe kom
þjótandi fyrir hornið á gangin-
um, eins og reiður krabbi, með
herbergislykilinn á lofti.
— Ceeilia...
— Talaðu ekki við mig! Frú
Thorpe hrasaði inn í herbergið og
kveikti ljósið. Julie smeygði sér
á eftir og heppnaðist með naum-
indum að komast inn fyrir, áður
en dyrunum var skellt.
— Þú getur sagt mér alla sög-
una, sagði hún. — Því nú geturðu
ekki lengur komið með undan-
brögð.
— Ó, guð! Frú Thorpe kastaði.
handtöskunni sinni á rúmið,
sneri sér svo reiðilega við, eins
og ofsótt dýr, og var óðamála:
— Julie, ég er orðin þreytt á
þér. Svo sannarlega yfir mig, yfir
mig þreytt. Hún reif hattinn af
sér. — Þú veizt ósköp vel, að
þér datt aldrei í hug að fara til
Pílatusar í dag. Þú gerir allt til
að ergja mig, og ég hef ekki hugs-
að mér að þola það lengur. Hún
þreif hárbursta og lamdi með
honum í úfið hár sitt.
— Þú skalt ekki tala svona
við mig, sagði Julie rólega. —
Allt líf mitt er undir þessu kom-
ið. Ég krefst þess að fá að vita
allt. Ég get ekki tekið að lifa
á ný, fyrr en ég hef fengið að
vita það.
í háa speglinum á baðherberg-
ishurðinni sá hún hávaxinn,
grannan, rauðklæddan líkama
sinn hreyfast eins og í leiðslu.
Föl í andliti með augun full af
tárum gekk hún að tengdamóð-
ur sinni. -— Þú segir alltaf, að
ég verði að skapa mér nýja ævi.
Hvernig, í drottins nafni, á ég
að gera það? Hvert sem ég horfi,
hvert sem ég sný mér ...
— Ó, Julie, í guðs almáttugs
bænum vertu ekki svona drama-
tísk. Og hvers vegna ertu að
hrína? Yfir hverju þarft þú að
gráta?
Julie horfði á gömlu konuna,
sem stóð uppi við skrifborðið.
Russ er giftur. Og þessi börn
eru hans börn. Er það ekki rétt?
Ég skal umbera það ef ég þarf,
en þú skalt ekki reyna að dylja
mig lengur.
— Russ er giftur. Og þetta eru
hans böm. Með hendurnar um
ennið, eins og það væri að líða
yfir hana, þaut frú Thorpe fram
í baðherbergið. — Julie! Julie!
Þetta var svo sannarlega kórón-
an. Vatnið fossaði niður í bað-
kerið. — Og þessar fljótfærnis-
legu ályktanir þínar, Julie. Tvö
lítil börn... sem ég varla þekki,
og sem ég gef gosdrykk... og
um leið heldur þú, að þau séu
í einhverjum tengslum við mig.
Þú hélzt, að þessir tveir litlu
Þjóðverjar væru barnabörn mín!
— Hvaða börn eru það þá? Og
hvert er samband þeirra við
Russ?
— Það er ekkert samband
milli þeirra og Russ. Russ er
dáinn, Julie. Sonur minn er dá-
inn! Látinn! Dauður! Hvénær
geturðu skilið það? Hve oft þarf
ég að tyggja það í þig. Þú þjáist
af kvalalosta, Julie... Dragðu
niður rennilásinn hjá mér. Hún
sneri í hana baki og eftir and-
artakshik dró Julie rennilásinn
niður.
— Þetta eru systkinabörn
majors Strauss. Þau eiga heima
í kofa uppi í skóginum. Ég er
orðin góður vinur fjölskyldunnar.
Og vertu nú svo væn að fara út
úr baðherberginu meðan ég hátta
mig. Hún skellti dyrunum.
— Fer maður yfir hrörlega
brú, þegar maður fer upp í þenn-
an kofa? hrópaði Julie. — Er
hann uppi við gömlu kastalarúst-
irnar?
— Já, og hvað með það?
Skræk rödd frú Thorpe barst í
gegnum baðherbergisdyrnar. —
Ætlarðu að fara þangað upp eft-
ir til að njósna?
— Það er mögulegt, að ég líti
þar inn, sagði Julie. — Ef þið
eruð góðir vinir, get ég ekki skil-
ið, hvað þú getur haft á móti því.
Það var hljótt í baðherberginu.
— Segðu mér annað, hvers
vegna laugstu til um major
Strauss? Þetta er maðurinn, sem
ég sá aka þér heim um daginn.
Ennþá þögn. Svo voru dyrnar
opnaðar og frú Thorpe kom fram,
klædd í lavenderbláan náttslopp.
— All right, sagði hún reiði-
lega. — Þú vilt fá að vita hver
maðurinn er? Viltu raunverulega
fá að vita það? Læturðu mig í
friði, ef ég segi þér það?
— Það er undir því komið,
hvort það stendur í nokkru sam-
bandi við Russ eða ekki.
— Það stendur í alls engu sam-
bandi við Russ. Undir úfnu,
rauðu hári hennar voru augun
æðisgengin. Með dramatískri
hreyfingu greip hún í rúmgafl-
inn. — Ég kom til Alpenstadt í
von um að ég gæti gleymt sorg-
inni vegna sonar míns. Og til að
byrja upp á nýtt. Til að eignast
fáeinar hamingjustundir í við-
bót, áður en ég dey. Og... það
hef ég gert.
— Hvað áttu við?
— Julie, ég er orðin ástfang-
in, sagði frú Thorpe og hörfaði
aftur inn í baðherbergið. Dyrun-
um var skellt. — Af major
Strauss. Það heyrðist skvamp í
vatni. Hún var að fara upp í bað-
kerið.
— í brúarverðinum? Þetta var
fullkomið brjálæði. Julie settist
á rúmstokkinn og hlustaði undr-
andi á meðna frú Thorpe sagði
henni milli skvampsins um
„elsku Otto“ — fyrrverandi
major í þýzka hernum, nú bú-
settan í Berlín, sem hafði fyrir
tilviljun komið í mánaðarorlof
upp í Alpafjöllin. Já, hún hafði
hitt Ottó strax þegar hún kom.
Hún hafði verið á leið niður að
Súlnagöngunum til að kaupa
tannkrem. Á leiðinni þangað
sneri hún sig á fæti. Otto Strauss,
sem hafði verið úti á gönguferð
með systkinabörn sín, hafði kom-
ið henni til hjálpar. Það var ást
við fyrstu sýn. Reiðin var horf-
in úr rödd hennar. Með gleði,
eins og hún hefði liðið fyrir að
geta ekki sagt neinum frá þessu,
afhjúpaði hún nú ljúfa leyndar-
málið fyrir sinni kæru tengda-
dóttur.
— Hann á heimsins beztu syst-
ur og mág. Herra og frú Dietrich
Eberhardt. Þau eru foreldrar
Hansi og Susie.
Og áður en langt um leið, kom
hún aftur fram í herbergið í síð-
um, flaksandi, rósóttum náttkjól.
Hún dró teppið ofan af rúminu,
klöngraðist upp í og hreiðraði
um sig undir sænginni. — Nú
geturðu skilið, af hverju ég varð
svona óánægð, þegar þú komst
hingað aldeilis á óvart. Við Otto
ákváðum að halda því leyndu
fyrir þér — eins lengi og við
gátum. Og, í alvöru talað, Julie, #
þá finn ég til sektar eins og
skólastúlka. En ég er svo glöð,
að ég skyldi að lokum geta sagt
þér þetta allt saman. Mér líður * .
miklu betur núna.
— Þú varst þá aldrei að fara
til læknisins í Luzern?
— Nei. Frú Thorpe flissaði. —■
Það bjó ég til.
— Og það voru engin Purdue
hjón heldur? Þú sendir mig bara
niður eftir til þess að ég væri
ekki fyrir?
— Jú, Purdue hjónin eru til,
£ VIKAN 7. tbl.