Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 37
Minningar um vin minn Einstein Framhald af bls. 9. | ingu útsýnisins og kyrrðarinnar. Við töluðum um jarðfræði, náttúr- una og skólanám mitt. A einni gönguferð okkar spurði , ég hann um athyglisverða hluti sem hann hefði séð á ferðum sínum sem ; fyrirlesari hér og þar í heiminum. Honum leiddist að tala um það. — Eg var vanur að sjá fjarlæga staði í hillingum, sagði hann mér, en þegar ég kom á ákvörðunar- staðinn varð ég venjulega fyrir von- i brigðum, hugmyndirnar voru svo j miklu skemmtilegri. — Hann eggjaði | mig jafnvel til að tala við sig um i vísindaleg efni, en aðeins svo langt l sem þekking mín náði. Hann hafði enga þolinmæði með fólki sem tal- aði af fávizku um hluti sem það bar ekki skynbragð á. Ef hann lenti með slíku fólki var hann vanur að afsaka sig og ganga í burtu. Snemma í síðari heimsstyrjöld- inni voru faðir minn og Einstein einu sinni niðursokknir í að ræða um hvernig hægt væri að miða loftvarnarbyssum með meiri ná- kvæmni. Eftir miklar athuganir kom- ust þeir að möguleika til nákvæm- ari miðunar og voru ákaflega æstir. Eg fór út og þegar ég kom aftur eftir fleiri klukkutíma voru þeir svo áfjáðir að þeir sógðu mér frá þessu. Eftir að hafa hlustað á þá um stund, rann það upp fyrir mér að þessir tveir stórgáfuðu menn höfðu brotið grundvallarreglu, sem ég hafði lært ( byrjunartímum í eðlis- fræði. Þegar ég benti þeim á þetta urðu þeir alveg undrandi. Þeir horfðu hvor á annan og viður- kenndu að ég hefði á réttu að standa. Á næsta augnabliki skemmtu þeir sér vel yfir því að sannleikurinn hefði komið upp um villu þeirra. Sem drengur og síðar sem full- orðinn maður gat ég aldrei hætt að furða mig yfir þessum persónu- leika. Hann var einasti maðurinn sem ég hafði þekkt, sem var full- komlega sáttur við sjálfan sig og umheiminn. Hann vissi hvað hann vildi og það var einfaldlega að skilja, innan þeirra takmarka sem hann sem mennskur maður gat það, eðli alheimsins og hvernig það starfaði á rökréttan og einfaldan hátt. Hann vissi að svarið var hand- an við skilning hans sjálfs, en það hræddi hann ekki, hann var ákveð- inn í því að halda áfram svo lengi og langt sem honum var mögu- legt. Til þess að vinna verk sitt þurfti hann aðeins blað og blýant. Ver- aldlegir hlutir voru einskis virði f augum hans. Ég vissi aldrei til að hann bæri á sér peninga, hann þurfti ekkert á þeim að halda. Hann var frábitinn öllum mannlegum til- finningum sem gátu orsakað vand- ræði og eymd. í þau tuttugu og þrjú ár sem ég þekkti hann sá ég hann aldrei sýna nokkur merki um afbrýðissemi, hégóma, beiskja, reiði eða persónulega eigingirni. Hann virtist vera algerlega ómóttækileg- ur fyrir slíkum tilfinningum, hann var hátt yfir það hafinn. Þótt hann skrifaðist á við marga áhrifamestu menn síns tíma höfðu bréfsefnin hans ekkert merki annað en vatns- merkið ,,W" og það þýddi Wool- worth. Það getur oft verið erfitt að þegja yfir áríðandi leyndarmáli en fyrir Einstein var það ekkert vanda- mál. Ég var varla hundrað fet frá honum þegar þýðingarmesti fund- ur þessarar aldar var haldinn, og ég hafði ekki hugmynd um það. Sumarið 1939 var ég staddur í sumarbústað Einsteins nálægt Sout- hold á Long Island. Dag nokkurn í ágúst sagði ráðskonan mér að hóp- ur af vísindamönnum væru að koma í heimsókn til prófessorsins, og það væri bezt fyrir mig að gera mig ó- sýnilegan á meðan á fundinum stæði. Eftir að gestirnir fóru talaði Einstein ekkert um fundinn og aldrei heyrði ég hann minnast á neitt í sambandi við hann á næstu árum. Ég man aðeins eftir því að seint á árinu 1944 lét hann í Ijós átta sinn fyrir því að Þjóðverjar væru líklega langt komnir með að finna upp hryllilegt vopn. Eftir að Banda- ríkjamenn höfðu sprengt fyrstu kjarnorkusprengjuna, fóru smám- saman að siast út óljósar sögur um það hvað lægi á bak við þann hryllilega atburð. Þá rann það upp fyrir mér hvað hafði skeð þennan ágústdag. Fermi, Szilard og nokkrir aðrir efnafræðingar höfðu fengið Einstein til að skrifa Roosevelt hið fræga bréf, sem nú er geymt í bóka- safni Bandaríkjaþings, það fékk for- setann til að leggja fram Man- hattan áætlunina um að framleiða kjarnorkusprengjuna. Á sama hátt og hann hélt huga sínum hreinum, forðaðist hann að láta veraldlega hluti rugla sig. Hann trúði á einfaldleikann svo mjög að hann notaði aðeins rakvél og vatn þegar hann rakaði sig. Þeg- ar ég stakk upp á því að hann not- aði rakkrem sagði hann: — Vatnið og rakvélin duga. — En prófessor, því ekki að reyna rakkremið einu sinni? hélt ég áfrarr. að suða f honum. — Það gerir rakut- urinn mikið auðveldari og sársauka- minni. Hann hristi sig bara. Að lokum gaf ég honum túbu af rakkremi. Næsta morgun, þegar hann kom til morgunverðar, Ijómaði hann af ánægju yfir þessari stórkostlegu uppgötvun. — Veiztu hvað, þetta krem er alveg ágætt, sagði hann. Eftir það notaði hann rakkremið á hverjum morgni, meðan það entist, en svo byrjaði hann aftur á því að skrapa á sér kjálkana með vatninu einu saman. Dægrastyttingar prófessorsins voru mjög fáar og einfaldar. Hann hafði engan áhuga á að lesa smá- sögur eða annað skemmtiefni. Skák VIÐ HÖFUM LYKILINN AÐ ÁNÆGJULEGRI FERÐ YÐAR UM LANDIÐ VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.