Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 8

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 8
HANS EIGIN FRÆGÐ VAR HONUM HREIN RÁÐGÁTA. HANN HAFÐI EINUNGIS ÁHUGA Á TÖLUM Á PAPPÍR OG KENNINGUM, EN STÖÐ NÁKVÆMLEGA Á SAMA UM HLUTI, SEM ÞEGAR HÖFÐU VERIÐ FUNDNIR UPP. í fyrsta sinn sem ég hitti prófessor Albert Ein- stein, reyndi hann að róa mig með því að sýna mér Yo-Yo, og gera tilraun til að kenna mér að nota það.Þetta var órið 1932 og ég var þrettón óra. Við vorum gestkomandi ó heimili Einsteins í Caputh, einni af útborgum Berlínar. Faðir minn dr. Gustav Bucky, sem nú er lótinn, var læknir tveggja st|úpdætra Einsteins, og þessi kunningsskapur varð til þess að prófessorinn bauð fjölskyIdu minni til miðdegisverðar. Við vorum fjögur, foreldrar mínir, eldri bróðir minn og ég. Þetta var mikill viðburður og ég var ákaf- lega spenntur við tilhugsunina um að heimsækja þennan fræga mann. Þegar hann tók í hönd mína hefur hann eflaust fundið ótta minn og lotningu, og jafnvel þótt ég væri sjálfur að sálast úr feimni, fann ég að Einstein var líka feiminn. Þegar hann sá hve illa mér leið, sett- ist hann hjá mér og spurði mig hlýlega um skólann og verkefni mín þar. Svo sagði hann. — Ég hef hérna nokkuð til að sýna þér. Hann gekk að skrifborðinu og kom til baka með Yo-Yo, sem þá var mjög í tízku meðal skólabarna í Berlín. Hann reyndi að sýna mér hvernig ég ætti að nota það, en gat ekki fengið það til að renna upp bandið. Svo sýndi ég þau fáu brögð, sem ég kunni og benti hon- um á að það hefði verið snurða á bandinu, sem gerði það að verkum að Yo-Yo-ið rann ekki eftir því. Einstein kinnkaði kolli, mjög hrif- inn af leikni minni og kunnáttu. Eftir að hafa sýnt móður minni og bróður sömu alúðina, settist hann hjá föður mínum, sem var einn af brautryðjendum í geislalækn- ingum, og þeir sökktu sér niður í vísindalegar umræður. Frú Einstein og móðir mín höfðu nóg umtalsefni. Þegar við höfðum lokið við máltíðina, fór móðir mín að hæla frú Einstein fyrir matinn og hún svoraði á sinn hógværa hátt: — Þetta var engin fyrirhöfn, við borðum svona á hverju kvöldi. — Hvað er að heyra? hrópaði Einstein, — étum við þetta á hverju kvöldi? Og aumingja frú Einstein, þessi hægláta, elskulega kona stokk- roðnaði. Eftir skólatíma næsta dag flýtti ég mér í leikfangabúð og var nærri búinn að gera út af g VIKAN 7. tbj,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.