Vikan

Tölublað

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 18.02.1965, Blaðsíða 9
við eina búðarstúlkuna með því að lóta hana lofa mér að prófa hvert einasta Yo-Yo í búð- inni. Að lokum fann ég eitt nógu gott, og sendi það til prófessorsins í .jólagjöf. í þakkarbréfi fró honum fékk ég handskrifað heilsíðu kvæði, sem byrjaði svona: Sankti Kláus kann ekki við kerlingar og gamla menn. Við komust að því að Einstein hafði ákaflega gaman af brellileikföngum. Við bræðurnir gerð- um það því að vana okkar að senda honum slík leikföng og smá tæki til töfrabragða, þegar við komumst yfir einhverja nýjung á því sviði. Þegar Hitler komst til valda árið 1933, var Einstein á fyrirlestraferð um Bandarfkin. Hann fór ekki aftur til Þýzkalands, en tók við stöðu sem prófessor í raunvísindum við Princeton há- skólann í New Jersey. Þar sem foreldrar mínir voru amerískir ríkis- borgarar gátum við yfirgefið Þýzkaland sama ár og setzt að í New York, þar sem faðir minn stundaði lækningar. Hann setti líka á stofn litla rannsóknarstofu, þar sem Einstein vann oft að uppfinningum með honum. Prófessorinn hafði ekki áhuga á læknisfræðilegum skýringum, hann hugsaði aðeins um raunvísindalega hlið mál- anna. Þessir tveir menn urðu mjög nánir vinir. í átta ár dvaldi ég hjá prófessornum í sumar- leyfum, þangað til læknaskólinn og heimsstyrj- öldin síðari bundu endi á allt sem hét sumarfrí. Eg held að þegar ég var drengur hafi ég litið á Einstein sem einskonar Guð. Jafnvel útlitið hafði þau áhrif á mig að ég tilbað hann. Stóra höfuðið, úfinn hármakkinn, óklippt skeggið, djúp og mild augun sem gátu tindrað af kátínu, þung augnalokin og miúkar skýrar hrukkurnar, allt gaf þetta andlitinu ógleymanlegan svip. Hann var oft miög utan við sig, en það var frekar vegna feimni, heldur en það að hann vildi halda fólki í hæfilegri fjarlægð. Enginn utan nánustu fjölskyldu hans kallaði hann nokkru sinni „Albert". Þótt hann hefði meira samneyti við föður minn en nokkurn af vinum sínum, kölluðu þeir alltaf hvorn annan „Prófessor Ein- stein" og ,,Dr. Bucky." Þetta formsatriði virtist henta báðum ágætlega. Einu sinni þegar ég var búinn að þekkia hann í nokkur ár, varð mér á af fljótfærni að geta þess að nú væri kominn tími til að fleygja gamalli peysu, sem var orðin einskonar einkennisbúningur hans. Skyndileg, kuldaleg þögn gaf til kynna að ég hefði gengið of langt. Þó hafði hann mjög mikla kímnigáfu. Fyrst á styrjaldarárunum var Einstein ráðgjafi hjá flotamálaráðuneytinu. (Hann var að rannsaka lögmálið sem stjórnar hljóð-bylgjum.) Ég spurði hann þá einu sinni hvort flotaforingjarnir hefðu ekki boðið honum að klæðast einkennisbúningi. Tilhugsunin um sjálfan sig í einkennisbúningi flotans fannst honum svo fyndin, að hann fór að skelli-hlægja. Einasti skemmtilestur hans vqr bók Emily Post um mannasiði.Hann las þetta á kvöldin í svefn- herbergis- skrifstofu sinni, og hlátur hans hljóm- aði um húsið. Oft kom hann niður með bókina í hendinni og bauðst til að lesa fyrir okkur kafla, sérstaklega um hegðun hefðarmanna. Kímni hans gat jafnvel brotið í bág við venju- leg viðbrögð hans gagnvart því að rétt er rétt og enginn mannlegur máttur fær því haggað. Maja systir Einsteins bjó hjó honum í Princeton í nokkur ár. Hún var eins og Einstein elskuleg og hógvær sál. Ast hennar á öllum lifandi ver- um gerðu hana að grænmetisætu. Það var að- eins eitt við þetta grænmetisát sem gerði henni lífið leitt, henni þóttu pylsur svo óskaplega góðar. Eftir að hafa hlustað á kveinstafi Maju um stund, leysti Einstein vandræðin með þvf að úrskurða að í hennar tilfelli væru pylsur grænmeti. Vinir Einsteins ætluðust aldrei til þess að hann hegðaði sér á hefðbundinn hátt. Heim- sóknir og umgengni við annað fólk eyddi bæði tíma og orku og hann mátti engan tíma missa. Þó kom það fyrir að virðing hans fyrir öðrum kom honum til þess að gera það sem kallað er kurteisisskylda. Þegar ég var veikur af berkl- um og lá á herspítala í Bronx, lá við að Einstein kæmi á stað uppþoti með því að heimsækja mig. Ég var ákaflega hrærður, því að ég vissi hve erfitt það var fyrir hann að yfirgefa vinnu sína og líka hve mikla óbeit hann hafði á því að aka bíl, svona langa leið í tvo og hálfan klukkutíma, þess utan kvaldi það hann hrein- lega að vekja á sér athygli. Nokkrum mínútum eftir að hann kom, var gangurinn fyrir utan herbergið mitt orðinn full- ur af fólki. Sá eini sem gerði annað en að ganga hægt framhjá og gægjast, var rabbíinn á spítalanum. Hann gat ekki stillt sig um að nota tækifærið til að hitta Einstein. Hann byrj- aði með því að biðjast afsökunar og viður- kenndi að hann hefði engan rétt til þess að trufla, en Einstein stoppaði hann. — Ójú, þér hafið fullkominn rétt til þess, sagði hann með sannfæringu. — Og eftir á að hyggja, þá vinnið þér hjá mjög þýðingarmiklum húsbónda. Þegar ég var sendur á hressingarhæli uppi í fjöllum, til að jafna mig eftir veikindin, sendi Einstein mér kvæði á þýzku, sem byrjar svona,- Djúpt er andvarp borgarbúans og bænin heit um þögn og ró. Hugur reikar burt frá bæjum um bláan geim og fjallasnjó. Þér var skipað þess að njóta sem þegnar borga stöðugt leita: Valla, tinda, fossa, fljóta, friðar, kyrrðar, bjartra sveita. Þótt ég sæi Einstein aldrei í geðshræringu, vissi ég að hann gat tjáð tilfinningar sínar á hjartnæman hátt. Eftir að faðir minn hafði náð sér eftir alvarleg veikindi, skrifaði Einstein hon- um bréf: — Mig langar til að láta þig vita hve glaður ég er yfir því að við þurfum ekki að skilja. Eftirleiðis kunnum við að meta gildi hvers dags sem við eigum saman. Þar sem við vissum hve Einstein leið illa við öll formleg hátíðahöld, buðum við honum ekki í brúðkaupsveizlu mína, sem haldin var á Plaza hótelinu f New York. Þetta var mikil veizla og gestirnir áttu að vera í kvöldklæðn- aði, svo okkur fannst ekki rétt að koma hon- um í þau vandræði að þurfa að taka boðinu. En hann kom óboðinn, klæddur ólastanlegum kvöldklæðnaði, hvítri skyrtu og með hvíta slaufu, en svo var hann í yfirfrakka með NRA merki frá 1930 og með dökkbláa derhúfu. Brúðkaup- ið stóð lengi og jafnvel við svana hátíðlegt tækifæri gat Einstejn ekki þolað að eyða tíman- um til einskis, svo að hann fann afdrep í einni af skrifstofum hótelsins, þar sem hann gat kom- ið við og við meðan á veizlunni stóð og skrif- að líkingar. Til minningar um þetta kvöld hefi ég rammað inn eina örk af bréfsefnum hótels- ins með smágerðum en skýrum stöfum og merkj- um Einsteins. Meðaumkvun hans með öðrum mönnum gerði honum ómögulegt að neita hjálparbeiðni ef honum barst hún. Hvað hann sjálfan snerti var hann algerlega áhugalaus fyrir hrósi, verð- launum eða heiðursmerkjum. Þegar ísrael bauð honum forsetaembættið sagði hann hæversklega nei, hann vissi að hann gat ekki staðið í þeirri stöðu. En ef menn eða samtök komu til hans með beiðni um að fá nafn hans á lista til að safna peningum til styrktar einhverju sjúkra- húsi, háskóla eða nauðstöddu fólki, samþykkti hann það oftast. Með mjög fáum undantekningum neitaði hann algerlega að tala við velþekkta blaðamenn, eða að sitja fyrir hjá frægum málurum. En ef um persónulegar ástæður var að ræða, breytti hann oftast um tón. Einu sinni bað málari Einstein um að sitja fyrir hjá sér, en hann sagði: — Nei, nei, nei, ég hefi ekki tíma. — En mig vantar svo mikið peningana sem ég get fengið fyrir málverkið, sagði málarinn hreinskilnislega. — Það er annað mál, sagði Einstein, — auð- vitað sit ég fyrir hjá yður. Þótt ég gleymdi aldrei lotningunni fyrir Ein- stein, var hann alltaf eðlilegur og látlaus gagn- vart mér. Þegar ég keypti fyrsta bílinn minn, gamlan Ford sportbíl, var Einstein I heimsókn hjá okkur í New York og ég bauð honum í bíltúr. Hann klifraði upp í aftursætið og svo ókum við niður Fifth Avenue, þar sem akandi og fótgangandi fólk ætlaði að snúa sig úr hálsliðunm til að horfa á hann, þar sem hann sat, brosandi út undir eyru og með síða hárið flaksandi í vindinum. A sumrum gengum við saman eftir fjörunum á Rhode Island, Long Island og Florida, eða um strendur Saranac Lake, New York. Oft stanzaði hann og horfði lengi út á sjóinn, sem alltaf töfraði hann. Ef ég var einn á rannsóknarferð- um og rakst á athyglisverðan vog eða vík, þa.r sem krabbar, krossfiskar eða sjófuglar höfðu aðsetur sitt, sagði ég honum frá þvf, og þá fórum við aftur á staðinn og nutum f samein- Framhald á bls. 37. VIKAN 7. tbl. Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.