Vikan - 04.12.1969, Qupperneq 40
Þegar öld sú er vér nú lifum
reis úr tímans djúpi, voru lífs-
hættir íslendinga allir aðrir en
nú tíðkast. Meiri hluti lands-
fólksins átti heimili í sveit.
Byggðin var dreifð út til yztu
nesja og inn til innstu dala. Jafn-
vel á heiðum uppi höfðu ýmsir
búsetu.
Á stærri jörðum bjuggu þeir
sem betur voru efnum búnir og
höfðu oft margt hjúa. Jafnvel
þó búin væru ekki stór, fram-
fleyttu þau mörgu fólki. Þeir
sem bezt voru vinnandi höfðu
lítið kaup utan fæðis og nauð-
synlegustu ígangsklæða. En aldr-
að fólk og liðléttingar voru oft
á meðgjöf, enda þótt fært væri
til nokkurra starfa og nú mundi
talið að laun mættu fyrir koma.
Lífið var fábrotið, kröfur ekki
miklar og víðast gætt mikillar
sparsemi um hinar einföldustu
lífsnauðsynjar.
íslenzkt bændaþjóðfélag átti á
þeim tíma afkomu sína að stór-
um hlut ,,undir sól og regni“.
40 VIKAN-JÓLABLAÐ
Sumaruppskeran var svo mjög
háð veðráttu og viðhorf fólksins
til vetrarkomu byggðist á því
hversu tekizt hafði að safna
forða, sem duga skyldi fram til
næsta sólmánaðar.
Ekki mun það hafa verið óal-
gengt að suma þá sem þrengzt
höfðu um hendur þjakaði nokk-
ur vetrarkvíði. Úrræðin til að
standast óvænt áföll, jafnvel að-
eins mánaðar siglingateppu síðla
vetrar, gátu orðið ýmsum ofraun.
Vetrariðjan var formföst og
vanabundin. Karlmenn gegndu
skepnuhirðingu, konur settust
að tóvinnu, aðrar en sú sem
matseld annaðist, á stærri heim-
ilum var sú iðja ein saman all
umsvifamikil. Kona sú er til
þeirra starfa var kvödd, reis
jafnan fyrst úr rekkju að morgni,
kveikti upp eld, sem falinn var
í eldhúshlóðum frá kvöldinu áð-
ur. Við þann eld voru tendruð
ljósin á lýsislömpunum, sem
lýstu fólkinu við störf þess, þeg-
ar dagsbirtunnar naut ekki.
Lampar þessir voru geymdir á
lampaslá í eldhúsinu, voru þeir
úr járni, aðrir en sá, sem borinn
var til baðstofu og átti að lýsa
þar á kvöldvökunni. Hann var
úr kopar.
Um sama leyti og eldakonan
reis úr rekkju fóru þeir á kreik,
sem hirða áttu fjósið. Oft var
innangengt í það frá bænum, og
var ljósið á fjóslampann þá
tendrað við hlóðaglóðina. Eld-
spýtur voru ekki til hversdags-
nota.
Að loknum þessum fyrstu
morgunverkum fór annað heim-
ilisfólk á fætur og gekk til vinnu
sinnar, karlmenn til gegninga og
annarra útiverka, en konur sett-
ust við tóskap.
Að loknum útiverkum, venju-
lega í rökkurbyrjun, var allt
fólk saman komið á baðstofu-
palli. Algengt var að fá sér rökk-
urblund. Börnin á bænum voyu
þó sjaldan fús að ganga til þeirr-
ar hvílu. Var ekki óalgengt að
þau fengu til vökunnar með sér
einhverja eldri konu, gjarnan
ömmuna, sat hún þá með prjón-
ana sína og sagði fram sögur eða
ævintýri. Börnin sátu þétt um-
hverfis hana, ýmist upp í rúm-
inu, á bríkinni, eða kistlinum
við stokkinn. Hljóð og hugfang-
in fylgdust þau með ævintýrinu,
sem opnaði fyrir þeim álfaborg-
ina í hamrinum ofan við bæinn.
Þrátt fyrir þessa hljóðlátu sögn
gamallar konu, gátu allir notið
hvíldar rökkurdúranna, þeir er
þess óskuðu.
Kyrrðin var svo rofin, þegar
húsmóðirin sendi eina vinnukon-
una fram til þess að ná í kopar-
lampann á eldhússlánni, kveikja
á honum í hlóðunum og koma
með ljósið til baðstofu. Risu þá
allir og tóku til vinnu sinnar.
Konur þeyttu rokkinn, karlar
undu af snældum eða þæfðu
plögg milli handa. Sumir unnu
hrosshár, kemdu ull og fengust
við smíðar eða tréskurð.
Einhver sá, sem góður taldist
lesari, tók sér bók í hönd og las
upphátt fyrir fólkið. Að lestri
loknum var rætt um söguefnið
og hafði þar hver sína meiningu.
Héldu menn oft fast fram sinni
skoðun. Við þessar umræður
skýrðist söguþráðurinn betur en
ella og niðurstaðan oft sú, að
hver sögupersóna virtist hafa til
síns ágætis nokkuð, og hlaut þá
höfundur bókarinnar jafnframt
sína viðurkenningu.
Væri völ góðra kvæðamanna
voru rímur fluttar á vökunni.
Síðasti þáttur dagsins var svo
kvöldhugvekjan, sem lesin var
við mikla andakt og jafnan
nokkurn sálmasöng. Á föstunni
voru svo sungnir Passíusálmarn-
ir, var ekki óalgengt að þeir sem
eldri voru gætu tekið þátt í þess-
ari athöfn án bókar.
Að loknum þessum helgiiðk-
unum var gengið til náða og ljós
slökkt. Flestir munu hafa haft