Vikan


Vikan - 04.12.1969, Side 42

Vikan - 04.12.1969, Side 42
Á því herrans ári, sem brátt er á enda hafa miklar hraeringar og um- byltingar átt sér stað í okkar pínu- litla popp-heimi. Veldi gamalgró- inna hljómsveita er nú liðið undir lok. Liðin er sú tíð, þegar Hljómar og Flowers þóttu einu hljómsveit- irnar, sem blöktu. Síðustu geir- fuglarnir voru þeir sveinar í Dúmbó- sextett, en sú ágaeta hljómsveit af Skaganum sálaðist fyrir skömmu enda orðin máttdregin eftir átta ára strit. Nú, þegar fáir dagar lifa til móta ársins 1970, standa leikar þannig, að aldrei hafa jafn margar góðar hljómsveitir verið á kreiki í þessu landi. Aldrei hafa íslenzkir ungl- ingar átt úr slíku úrvali hljómsveita að moða. Bein afleiðing þessa er sú afstöðu- og hugarfarsbreyting hjá unnendum popp-tónlistarinnar, að nú er maturinn greindur frá moðinu. Sú gleðilega þróun hefur og orð- ið, að nýtt líf hefur færzt í hljóm- plötuútgáfu hér á landi. Poppinu hefur vaxið svo ásmegin í þessu landi, að ráðsettir menn eru hættir að tala um bítlagarg og gaul síð- hærðra vælukjóa. Almennt talað eru menn farnir að gefa poppinu gaum, og nú segir enginn ábyrgur maður, að í popp-hljómsveitum séu bara gutlarar, sem kunni bara þrjá hljóma á gítar, ef þeir þá kunna svo mikið fyrir sér. Já, mikil undur JÚDAS: Finnbogi, Vignir, Hrólfur og Magnús TILVERA: Axel, Rúnar, Egilbert og Jóhann eru þetta og stórmerki. En hvað veldur? Nú er svo komið, að poppinu má skipta í tvo meginflokka: Annars vegar er það, sem á ensku máli er kallað „commercial pop'' eða skv. orðanna hljóðan „verzlunarpop". Hér er átt við einfaldar dægurflug- ur, sem gleymast jafnfljótt og þær voru að lærast. Með öðrum orðum: ákaflega grunnristandi tónlist. Sum- ir tala um „kúlutyggjómúsik" í þessu sambandi af ástæðum, sem ekki verða þó hér gerðar að um- talsefni. Hins vegar er svo það, sem á ensku máli er kallað „progressive pop". Þennan afleggjara af popp- inu gætum við jafnvel kallað „þró- unarmúsik", þótt það láti ósköp hjákátlega í eyrum. Þessi músik er umfram allt skapandi músik og í mörgum tilvikum spegla textarnir afstöðu æskunnar til þjóðfélagslegra vandamála. Þannig er poppið orðið miðill fyrir hugsanir og skoðanir ungs fólks. Músikin sjálf er flókn- ari, og til þess að njóta hennar þarf að hlusta. Menn hlusta betur nú en nokkru sinni fyrr. Flestar hljómsveita okkar aðhyll- ast siðarnefnda flokkinn. Eyru ís- lenzkra popp-unnenda eru líka sem óðast að opnast fyrir „progressive" músikinni. Það sýnir m.a. mikil sala í hljómplötum erlendra hljómsveita, sem flytja músik af þessu tagi, svo sem Blind Faith og Jethro Tull, að ekki sé minnst á Bítlana, en þeir eru með „progressive" músik ( bland. Oðmenn hafa vakið verðskuld- aða athygli. Þeir hafa að ýmsu leyti tekið sér til fyrirmyndar hina sálugu Cream og Blind Faith. Einn- ig hafa þeir reynzt skapandi hljóm- listarmenn sjálfir. Jóhann Jóhanns- son hefur svo sannarlega sýnt fram á, að honum er ekki alls varnað. Það sýna tónsmíðar hans á væntan- legri hljómplötu Óðmanna. Annað af tveimur lögum á plötunni heitir „Spilltur heimur". Heitið gefur hug- boð um efnið, en músikin er kraft- mikil, eins og til að leggja áherzlu á það, sem verið er að segja. Roof Tops hafa auðheyrilega mik- ið dálæti á bandarísku hljómsveit- inni „Blood, Sweat and Tears". Hagur Roof Tops hefur heldur bet- ur vænkazt eftir að þeir sendu frá sér hljómplötu sína s.l. sumar. Er nú svo komið, að hljómsveitin er í hópi hinna eftirsóttustu meðal eig- enda dansstaða, þv( að alltaf er fullt hús, þar sem Roof Tops koma fram. Hjá Roof Tops er enginn einn liðsmaður, sem skarar fram úr. Það er heildin, sem skiptir máli, og heildin hjá Roof Tops er óvenju vel samstillt. Þá hefur það sitt að segja, að þeir félagarnir eru mjög sprækir og líflegir, þegar þeir koma fram. Trúbrot leggja ríka áherzlu á frumlegar útsetningar og taka gjarna til meðferðar vandmeðfarin lög, sem flest flokkast undir þessa „progressive" músik. Ekki hefur þó kveðið jafn mikið að hljómsveit- EFTIR EYRANO ANDRÉS indriðason AD GREINA MATINN FRÁ MODINU FINNUR T. STEFÁNSS. hinn snjalli gítarleikari OSmanna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.