Vikan


Vikan - 04.12.1969, Qupperneq 43

Vikan - 04.12.1969, Qupperneq 43
frá Who — og jafnvel Jethro Tull — til fyrirmyndar,- hljóðfæraskipan en hin sama, og er valinn maður í hverju rúmi. Munar þar að sjálf- sögðu mest um söngvarann Jónas Jónsson, en einnig er Björgvin Gíslason, hinn kornungi gítarleikari athyglisverður spilari. A popphátíð- inni títtnefndu í Laugardalshöllinni vöktu þeir félagar í Náttúru tals- verða athygli, en þeir fluttu þar tólf mínútna úrdrátt úr popp-óper- unni „Tommy" eftir Pet Townsend. Þannig vörðu þeir öllum þeim ,,dýr- mæta" tíma, sem þeir höfðu til ráð- stöfunar. Málsmetandi menn og ó- vilhallir hafa sagt okkur, að fram- lag þeirra til hátíðarinnar hafi verið eitt hið merkilegasta, sem fram kom. Ein af mörgum hljómsveitum, sem komið hafa fram á sjónarsviðið á þessu ári, er Tilvera. Margir spáðu Tilveru vinsældum, en raunin hef- ur vfst orðið önnur, því að hljóm- sveitin hefur aldrei náð sér veru- lega á strik. Tilvera hafði í upphafi tvö tromp á hendi: Engilbert Jensen og Rúnar Gunnarsson. Að því er nýjustu fregnir herma er Rúnar hættur í hljómsveitinni og er ekki annað sýnna en að farið sé að syrta í álinn hjá hljómsveitinni. Við skul- um þó vona, að Rúnar bakverpist ekki poppinu algerlega, því að hann býr yfir miklum hæfileikum, sem rétt er að virkja. Júdas er fortakslaust í hópi hinna; sveitin fór rólega í sakirnar framan af en hefur sífellt verið að sækja í sig veðrið og er nú í góðu áliti. Pottur og panna er auðvitað Magnús Kjartansson. Sú fiskisaga hefur flog- ið, að Magnús hyggist bæta við mannskap f hljómsveitina, en hann er þögull sem gröfin, þegar þau mál ber á góma. Geislar frá Akureyri létu sem kunnugt er frá sér fara hljómplötu sl. sumar Sú plata vakti enga sér- Framhald á bls. 100. DÚMBO 0G STEINI Þeir eru nú horfnir af sjónarsviðinu. R00F TOPS: Gunnar, Ari, Jón Pétur, Guðni og Sveinn GUNNAR Þ0RÐARS0N inni og ætla mátti í upphafi og er ástæðan sennilega sú, að á sama tíma og hljómsveitin fór á kreik, komu margar fleiri fram á sjónar- sviðið og þær reyndust einnig a11- flestar fyllstu athygli verðar. Þá kann að vera sú skýring á þessu, að Hljóma-unnendur hafi ekki sætt sig við hinn nýja „kokteil". Hvað sem því líður er þvi ekki að neita, að Trúbrot er hljómsveit í gæða- flokki enda er liðið þrautþjálfað og harðsnúið í poppinu. Um þessar mundir er hin nýja hæggenga plata hljómsveitarinnar að koma á mark- aðinn, og verður fróðlegt að sjá, hverjar viðtökur hún fær. Agætt dæmi um hljómsveit, sem hallast að því, sem kallað er „commercial pop", er Ævintýri með sjálfan Björgvin Halldórsson í broddi fylkingar. Björgvin hefur látið svo um mælt, að vinsældir hljómsveitarinnar megi rekja til þess, að hún leiki lög, sem fólkið vilji heyra. Sjálfsagt veit Björgvin, hvað hann syngur, þegar hann seg- ir þetta, en hafa ber í huga, að þeir, sem fylgja Ævintýri að málum, eru flestir neðarlega á táningaaldrin- um; unglingar, sem sækja dans- leiki í Tónabæ, en eins og kunn- ugt er, eru gestir þar allt niður ( 13 ára. Er raunar ofur eðlilegt, að smáfólkið kjósi fremur hina svo- kölluðu „kúlutyggjómúsik" fram yfir tormeltari músik. Þessi hópur, sem kemur ( Tónabæ, er hreint ekki svo Ktill, sem sjá má af því, að fyrstu mánuðina, sem húsið var op- ið, var fjöldi gesta samanlagt um sextíu þúsund. Sigur Ævintýris í vinsældakosningunum ( Laugardals- höllinni s.l. haust var þýðingarmik- ill, ekki aðeins fyrir hljómsveitina, heldur og fyrir Tónabæ. Er nú svo komið, að hinar „stærri" hljómsveit- ir beinlínis sækjast eftir að koma þar fram. En það eru fleiri athyglisverðar hljómsveitir en hér hafa verið nefnd- ar. Náttúra er ein þeirra. Sú hljóm- sveit hefur tekið sér sitthvað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.