Vikan


Vikan - 04.12.1969, Qupperneq 44

Vikan - 04.12.1969, Qupperneq 44
í kvikmyndinni, sem gerS er eftir skáldsögu Thomasar Hardy, eru þessir leikarar í aSalhlutverkum: Batsheba Julie Christie Gabriel Alan Bates Boldwood Peter Finch Frank Troy Terence Stamp Fiarri heimsins glaumi — Frank, hvíslaði Fanny i biðj- andi rómi. Hún hafði staulazt á fæt- ur og stóð nú við hliðina á hesti hans í hálminum, en hann sá að hún riðaði, svo hann greip um hand- legg hennar. — Drottinn minn, Fanny, hvað ertu að gera hér? tautaði hann. Hann fékk kökk í hálsinn, þegar hann horfði á hana í daufri birt- unni. Hún var óhrein, magnlaus og mögur. Hvað hefur komið fyrir hana? — Ég hefði ekki átt að koma hingað, sagði hún auðmjúklega, — en ég þarfnast svo hjálpar. — Hvar hefurðu verið? hvíslaði hann. — Fanny, hvað hefur komið fyrir? Hvers vegna léztu mig ekki vita? 44 VIKAN JÓLABLAÐ — Ég þorði því ekki, sagðí hún lágt. Slæm samvizkan lokaðist eins og járnkló um hjarta Franks. Hann hafði svikið hana, — yfirgefið hana vegna síns eigin særða stolts. Hann hafði gleymt henni, þegar hann eygði möguleika á því að kvænast hinni ríku Batshebu. — Fanny! Hann þrýsti hönd hennar. — Fanny, þú getur ekki verið hér, sagði hann, og það var ör- vænting í rödd hans. — Ég veit það, sagði hún, — en mig langaði bara til að sjá þig einu sinni ennþá. Ég skal fara. - Hvert? — Til Casterbridge. Til fátækra- hælisins. Það var eins og hnífur væri rek- inn í hjarta hans. Fanny á fátækra- heimili? Hann beit á jaxlinn og kæfði andvarpið. En það þýddi ekk- ert að gráta. — Þú getur ekki verið þar, sagði hann. En hann þagnaði, þegar hann leit í róleg augu hennar. I þeim var líka spurning Hvert átti hún að fara Hann gat ekki gefið henni svar við því. — Aðeins í nótt! sagði hann æst- ur. — Svo kem ég og sæki þig. Ég skal reyna að fá peninga og út- vega þér einhvern stað. Hittu mig við kornskemmurnar klukkan ell- efu. Hann hélt fast í grannan hand- legginn. Svo gekk hann út að hest- húsdyrunum og gægðist út. Það var um að gera að enginn sæi hana, þegar hún læddist burt. Það var enginn á hlaðinu. Hann veifaði til hennar að koma. Eins og lítill, grár skuggi leið hún meðfram múrveggn- um og hvarf milli húsanna. Hvorugt þeirra tók eftir því að gluggatjald- ið fyrir einum stofuglugganum bærðist lítið eitt. En í skjóli bak við tjaldið stóð Batsheba Frank Troy stóð lengi hreyfingar- laus á hlaðinu. En svo rétti hann úr sér. Fanny var komin í leitirnar og hún þurfti á bráðri hjálp að halda. En hann átti ekki einn einasta eyri sjálfur. Hann yrði neyddur til að knékrjúpa fyrir Batshebu einu sinni ennþá! Hann skálmaði heim að húsinu, rétti úr sér og gekk inn. Batsheba var í dagstofunni. Hann leit í kring- um sig í notalegri stofunni, þar sem svo margt var verðmætrá muna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.