Vikan


Vikan - 04.12.1969, Qupperneq 45

Vikan - 04.12.1969, Qupperneq 45
Hún varð að opna iokið, — vita hvað væri í kistunni . . . — Batsheba, sagði hann hiklaust, — viltu láta mig hafa tuttugu pund. Hann leit ekki á hana, og sá því ekki svipinn í augum hennar. — Til hvers ætlarðu að nota þessa peninga? Þessar eilífu spurningar! Hann hafði andstyggð á þessari ráðs- mennsku hennar. Hann beit á vör- ina. — Það er hanaslagur á morgun. Ef ég verð heppinn, þá græði ég margfaldlega þessa upphæð. — Það er ekki peninganna vegna að ég spyr, sagði Batsheba, — það er aðeins, aðeins að mér finnst að þú ættir ekki að fara . . . að ég — Jæja, þá fæ ég peningana? — Mér finnst að þú ættir ekki að fara, sagði hún og gekk til hans. — Ó, Frank, hvers vegna þarftu alltaf að vera á flakki? Það er ekki svo langt síðan að þú sagðir við mig að ég væri þér meira virði en nokkuð annað í veröldinni, og nú er eins og þú þolir ekki við hér heima, einn einasta dag. Frank, ég er þó konan þín — En það uppistand út af þess- um smápeningum, urraði hann. Hann vildi ekki hlusta á biðjandi rödd hennar. Andstæðurnar börðust í sál hans, hann vissi ekki hvernig hann átti að snúa sig út úr þessu. — Ég hef leyfi til að segja sitt af hverju, ég á peningana, sagði hún. — Já, þú lætur mig ekki ganga að því gruflandi. Láttu mig hafa þessa peninga, Batsheba, — annars mun þig iðra — Það geri ég nú þegar, svaraði hún hægt. Hún stóð við spegilinn oq sneri í hann baki. Hann heyrði gráthreiminn í rödd hennar. — Hvað er það sem hryggir þig, hverju ertu svo leið á? Hann vildi ekki láta tár hennar hafa áhrif á sig. — Ég er leið á ástinni, sem er horfin. — Ástin hverfur fljótt í hjóna- bandi, svaraði hann hæðnislega. Batsheba sneri sér við. — Þetta máttu ekki segja, sagði hún, og nú var röddin biðjandi. — Þegar við giftumst elskaði ég þig heitar en nokkuð annað í þessum heimi. Ég hefði viljað fórna lífi mínu fyrir þig. En nú . . . nú gerir þú ekki annað en að flakka um og vera fínn með þig á minn kostnað. — Ef þú syrgir hjónaband okkar, þá geri ég það líka, svaraði hann hörkulega. — Ég syrgi ekki hjónaband okk- ar, heldur syrgi ég það að þú skul- ir ekki elska mig lengur, hvíslaði Batsheba. Hún lagði pyngju i lófa hans. Það var líklega bezt að láta að vilja hans, vinna hann aftur með því að vera gjafmild. Hún ætlaði að þrýsta sér upp að honum, en hann færðist undan. — Vertu svolítið róleg, sagði hann, svo lágt að það heyrðist varla. Batsheba stillti sig. Það hafði hún gert svo oft áður. En allt í einu fannst henni að hún yrði að vita vissu sína. — Frank, hvaða stúlka var það, sem þú varst að tala við áðan úti á hlaðinu? Frank þagði lengi, svo sagði hann. — Það var engin stúlka. Honum fannst hann sjá Fanny fyrir sér, einmana og uppgefna, berjast áfram eftir veginum til Cast- erbridge, og hugur hans var hjá henni. Svo endurtók hann, eins og með sjálfum sér: — Það var engin stúlka Fanny staulaðist áfram, skref fyr- ir skref. Þióðvequrinn lá nú að baki hennar. Hún var komin til Caster- bridge. Bröttu þrepin fyrir framan hana voru hál on slitin. Hún greip um girðinguna. sem var umhverfis húsið, til að hún dytti ekki um koll. Frank! hugsaði hún. Frank, ó, Frank Hann hafði 1ofað að hjáloa henni. Hann ætlaði að koma á morgun, en það var svo hræði- leqa lanqt til morouns. Oo nú fann hún sársaukann eins oq hnífsstunou. Hafði hún krafta til að ná til fá- tækrahælisins? Gat hún komizt þangað áður en sársaukinn bæri Hann beið hennar við kornskemmuna. hana ofurliði? Hvað myndi ske, ef hún dytti á götuna? Enginn myndi spyrja eftir henni þarna, og það var ekkert skrítið! Ó, Frank, — Frank ... Nú var hún næstum komin að torginu. Þarna voru kornskemmurn- ar, þar sem Frank ætlaði að hitta hana á morgun. Hún gat ekki farið villt þarna, eins og forðum, þegar hún fór inn í ranga kirkju. Daginn, sem átti að verða brúðkaupsdagur- inn hennar. Dauft og svolítið biturt bros glampaði snöggvast í augum hennar. En svo komu kvalirnar og hún stundi upphátt. Hún þurfti að komast yfir torgið — niður hliðargötuna, að hliðinu. . . . Hún barði á dyrnar með mátt- lausum hnúunum. Hún heyrði dauft bergmál að innan, fótatak og svo var lúgan i hurðinni opnuð. Hún starði í Ijós- ið, en kom ekki upp nokkru orði. Dyrnar voru opnaðar og hún sá mann og konu, sem horfðu á hana, augu þeirra voru köld og hörð eins og steinn. En hún varð að komast inn til þeirra. Hún gat hvergi leitað hælis. Svo gekk hún í átt til þeirra, og þau gripu hana og drógu hana inn .... Nóttin leið. Batsheba gat ekki sofið. Hún bylti sér og sneri í rúm- inu, og reyndi að færa sig nær Framhald á bls. 94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.