Vikan


Vikan - 04.12.1969, Síða 54

Vikan - 04.12.1969, Síða 54
t***********************************************************************************************************************************************. BAKADUR SVIHA- HRYCGUR HHIOSTI OC SVEPPUN Nuddið hrygginn með salti og pipar og setjið hann á rist í ofnskúffuna. Ofnin hitaður 1 ca. 230° og lækkið síðan hitann í 180° um leið og hryggurinn fer inn í ofninn. Reiknið með ca. 1 klst. og 40 mínútum fyrir tveggja kg hrygg. Skerið 250 gr af nýjum sveppum í sneiðar (bezt að gera það með eggjaskeranum) og brúnið létt í smjöri á pönnu. Dálitlu hveiti stráð yfir og þynnt út með rjóma, þannig að þetta verði hæfilega þykk sósa. Verði hún of þunn má setja örlítinn rifinn ost í hana. Gott er að bera fram spínat með þessum rétti. Sé það notað frosið er bætt í það smjöri, salti, pipar og dálitlu af múskati og jafna má með örlitlu hveiti ef vill. Síðan er raðað á eldfast fat, spínatinu, svína- kjötinu, sem skorið hefur verið laust frá bein- inu og í sneiðar og sveppajafningnum hellt yfir og ríkulega af rifnum osti að síðustu. Þetta á allt að vera heitt, svo ekki á að taka langan tíma inni í ofninum. Rétturinn á aðeins að vera ljósbrúnn, enn ekki þurrkast. Brúnaðar kartöflur bomar með. STEIKT EPll 6 epli, 4 msk. smjör, 50 gr saxaðar möndlur, 1—2 msk. sykur. Takið kjarnahúsið úr eplunum. Hrærið smjörið með söxuðum möndlunum og sykrinum og fyllið kjarnahúsaholurnar með því. Sett í heitan ofn 225° heitan. Prófið með prjóni hvort eplin eru steikt. Steikingartíminn fer eftir eplategundinni sem notuð er hverju sinni. Berið fram þeyttan rjóma blandaðan hnetum eða möndlum eða eplunum, og má þá gjarnan setja rjómatopp á hvert epli. Notið beinlaust kjöt í þennan rétt. Nota má mjög þunntskornar hnakkakótelettur úr kinda- kjöti og er þá beinið fjarlægt, eða sneiðar úr bóg. Fimm fyllingar eru hér nefndar til að setja inn í rúllurnar en sjálfsagt er hverri og einni húsmóður að nota hugmyndaflug sitt og nota eitthvað annað. FYLLINGAR: Sveskjur og rósmarin — hrár laukur með nýrri eða niðursoðinni papriku — hráir eða smjör- steiktir sveppir — klippt steinselja — Púrra, epli og negulnaglar. Rúllið upp sneiðunum og festið með kjötprjón- um eða tannstönglum. Rúllurnar settar á rist yfir ofnskúffuna og látið steikjast í ca. 15 mín- útur við 175°. Þá er hitinn hækkaður í 200° og kjötið steikt i aðrar 15 mínútur til viðbótar. Snúið þeim af og til meðan á steikingartímanum stendur svo þær verði fallega brúnar á öllum hliðum. Berið fram venjulegar soðnar kartöflur eða ofnbakaðar, ásamt rifnu grænmetissalati. -K $ -t: -k -k -« -k fi fi fi * -k -k fi fi -k -k -k * f ■x ■fc -k ■fi -k -k ■R ■fi -k ■fi -fi -k -k -fi ■R ■fi ■fi ■fi ■fi -k -k ■k ■k ■fi ■fi ■fi * * ■R -fi -fi ■fi ■fi -k I ■k ■fi ■fi -k -k -k ■fi fi ■fi fi fi fi -k fi fi fi fi fi fi -x fi fi fi fi fi fi fi fi fi fi -k -k -k fi -k fi fi -k -k fi fi fi fi -k fi fi fi -k -fi -k fi * fi fi fi fi fi fi fi fi fi fi SVESKIUSUEFIE 200 gr. sveskjur, 10 möndlur, 5—6 eggjahvítur, 1 dl sykur. Sveskjurnar látnar liggja 1 bleyti í nokkra tíma, eða soðnar 1 5 mínútur. Steinarnir teknir úr þeim og sveskjurnar saxaðar smátt. Eggjahvíturnar þeyttar vel stífar. Blandið sykrinum 1 og möndlunum og þeytið áfram 1 ca. 1 mínútu. Hellt í vel smurt mót, sem ekki má vera fyllra en að 2/s. Þurrkið vel alla kantana og látið réttinn bakast í ca. 45 mínútur við ca. 150° hita. Ekki má kíkja í ofninn fyrsta i/2 tím- ann. Borið fram strax með stífþeyttum jóma. KTERTt 1 tertubotn, ís (keyptur tilbúinn) 2—3 eggja- hvítur, 6—9 msk. flórsykur, möndlur. Venjulegan svamptertubotn má nota. Botninn er settur á smurðan smjörpappír á bökunarplötuna. ísinn þarf að vera vel frosin og er hann settur ofan á tertubotinnn, skorinn í bita. Setjið þvínæst ávaxtasalat eða cockteilávexti ofan á. Frosin ber má líka nota en þau verða þá að vera því sem næst orðin þýð. Stífþeytið eggjahvíturanr og bætið síðan flórsykrinum útí. Marengsmassanum síðan dreift yfir kökuna og hann látinn hylja allan ísinn. Það má hvergi sjást 1 hann. Söxuðum möndlunum stráð yfir og tertan sett á plötuna í 225° heitan ofn. Það tekur ca. 7 mínútur að láta margengsinn fá lit. Þegar tertan er tilbúin er henni rennt af bökunar- plötunni yfir á fat. Með henni má svo bera heita súkkulaðisósu eða ávaxtasafa, sem bragð- bættur hefur verið með líkjör og litaður örlítið með grænum matarlit. EYHTAR PAPRIKUR 4 paprlku., steikt eða soðið hæsnakjöt, 200—300 gr nýir sveppir eða samsvarandi magn af niður- soðnum sveppum, laukur, 3 tsk. smjör eða smjörliki, 3—4 msk. hveiti, 1 ds. sveppasúpa, 1 dl rjómi, yz ds. niðursoðnir tómatar. Paprikurnar skornar langsum og kjarnarnir teknir úr, og þær síðan þvegnar úr köldu vatni. Soðnar í 7 mínútur í saltvatni, svo þær aðeins mýkist. Látið renna af þeim og setjið þær í smurt eldfast form. Öll bein tekin úr kjötinu og það skorið í litla bita. Sveppirnir og laukurinn steikt án þess að það brúnist. Stráið hveitinu yfir og þynnið út með sveppasúpunni og rjómanum. Látið smá- sjóða í 5 mínútur. Setjið kjötið saman við og látið sjóða áfram í ca. 5 mínútur. Bragðið til með salti og pipar og setjið örlítið af sósulit í og nokkra dropa af sherry. Skiptið síðan jafningn- um í paprikurnar. Rifnum osti stráð yfir. Hellið að síðustu mörðum tómötum og dálitlu af soð- inu sem á þeir er ásamt y2 súputening, 1 lár- viðarlaufi og 1 sneiddum hvitlauksbát í fatið hjá paprikunum. Bakist við 250° í 20—25 mín- útur. * -k * fi * -k | fi fi -tc fi -k fi fi fi -tc fi fi -tc -K -K fi * fi fi fi -tc fi fi fi -tc -tc -tc fi fi -tc -t: fi -tc -tc fi í -tc -tc fi fi fi fi fi fi -k ýc -tc -k I fi fi fi ->C -tc -tc í -tc 1 ->C ->C -tc -tc -k -tc -tc -|C fi -tc ->C -tc -(< -tc fi -tc -tc -« 1 -tc -tc -*< -tc -ÍC I fi -tc fi -tc ->C -tc -k -tc -tc -tc fi fi -k fi fi fi -k -K -fc fi -tc -tc -tc -tc fi fi fi fi fi -tc fi fi -tc -|c -tc fi KAIFMBJETiR 100 gr flórsykur, % dl sterkt kaffi, 3 eggjarauður, 3 dl rjómi. Kaffið og flórsykurinn sett í pott og látið sjóða i ca. 1 mínútu. Eggjarauðurnar þeyttar í skál. Hellið kaffiblöndunni smátt og smátt útí og hrærið stöðugt í Setjið aftur á hitann og látið þykkna — það má ekki sjóða, og þeytið allan tímann. Þá er skálin sett í kalt vatn og látið kólna og þeytt á meðan þar til blandan er orðin köld Þá er stífþeyttum rjómanum blandað í og allt fryst í 3—4 tíma Borið fram í ábætisskálum og er þá tekið upp með skeið sem dyfið er í heitt vatn. Skreytt að síðustu með súkkulaðibita, kattartungu eða þess háttar. POTTARETTUR V2 kg beinlaust nautakjöt, 1 msk. smjörlíki, 2 stk. púrrur, 2 gulrætur, 1 græn paprika, 1 lítil dós baunir cða 1 pk. djúpfrystar, i/2 1 kjötsoð cða vatn, ca. 2 tsk. salt, y2 tsk. pipar. Kjötið skorið í bita, ekki mjög smáa, brúnað og sett í pott, kryddað og vatni eða kjötsoði bætt á og látið sjóða þar til það er meyrt. Suðu- tíminn fer eftir því hve fínt kjöt er notað hverju sinni. Á meðan er grænmetið brúnað á pönnunni og sett út í pottinn. Miðað er við suðu- tíma hverrar tegundar grænmetis, það vill segja að gulræturnar fara fyrst í pottinn. Þennan rétt má bera fram í pottinum, sé hann fallegur, t.d. einhverskonar leir- eða keramikpottur. 2 eggjarauður, 2 msk. sykur, 4 dl rjómi, bananar, hnetur. SÚKKULAÐISÓSA 1 dl. sykur, 1 dl kakaó, 1 dl vatn. Rjóminn þeyttur vel. Eggjarauðurnar þeyttar með sykrinum. Þessu er síðan blandað vel saman og fryst. Bananarnir eru til skrauts á ísinn og eru þeir skornir í sneiðar og látnir liggja í rommi ásamt söxuðum hnetunum dálitia stund. Súkkulaðistósan er mjög fljótleg. Allt er soðið saman og kælt. Sé hún of sterk má bæta í hana rjóma. RISOTTO 21/2 dl hrísgrjón, 2 msk. smjörlíki 5 di kjötsoð, ca. 300 gr magurt svínakjöt eða annan beinlaust kjöt, 8 UtUr laukar, 1—2 paprikur, salt, pipar. Hrísgrjónin brúnuð í potti, ljósbrún. Kjötsoðinu hellt á og pottinum lokað þétt og látið sjóða í 18 mínútur. Kjötið steikt í litlum bitum og laukurinn einnig. Paprikan steikt með síðustu mínútumar. Örlítið kjötsoð eða vatn sett á ef þörf gerist. Bragðað til með salti og pipar. Öllu blandað síðan saman við hrísgrjónin. Ef vill er gott að krydda réttinn með salvíu. Brauð borið með og dálítið af rifnum osti stráð yfir rétt áður en borið er fram.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.