Vikan


Vikan - 04.12.1969, Síða 62

Vikan - 04.12.1969, Síða 62
ur SILICON, fer vel meö hár yðar og hár- greiðslan endist lengur. Merkið tryggir gæðin Halldór Jónsson hf. Hafnarstræt! 18 — Sfmi 22170 Oft höfðum við séð fagurt sól- arlag á ferð okkar um fsland, en sólarlagið þetta kvöld tók fram öllu af því tagi. Allt loftið log- aði í litskrúði — bláu, gráu, gylltu og rauðu. Hekla sást mjög greinilega yfir hæðardrögin hinu megin við Hvítá, með fagran rósaroða á vöngunum undir skín- andi snjóhulunni meðan sólin seig til viðar. í suðri gnæfði Eyjafjallajökull, hár og tignar- legur í himinveldi sínu. Við lögðumst öll til svefns hálfklædd, til þess að vera við- búin, ef Geysi þóknaðist að gjósa. Klukkan tvö um nóttina kom kallið: „Geysir! — Geysir!“ Við konurnar stukkum upp úr rúm- unum og ætluðum út, en Hann- es hafði þá reimað tjaldið svo rækilega aftur, að við komumst ekki út. Við toguðum í bandið og hömuðumst við að leysa hnút- ana og allt í einu gaf það eftir og við steyptumst út í hrollkallt næturloftið. Við flýttum okkur öll upp að hvernum sem var skammt í burtu, meira og minna dúðuð ábreiðum. Svo stóðum við þarna og skulfum í napurri næt- drgjólunni og biðum þess að tröllið bænheyrði okkur. En að undanskildum neðanjarðar- skruðningum sýndi hann engin merki þess að verða við óskum okkar. Við fórum því vonsvikin aftur í tjöldin og reyndum að hita okkur aftur milli rekkjuvoðanna. Það leið löng stund, áður en maður festi blund aftur og mað- ur var ekki búinn að dvelja í landi draumanna nema fáar mín- útur, þegar rödd háskólakenn- arans kallaði til okkar að hafa okkur á kreik. Aftur veltum við okkur fram úr rúmunum og skunduðum til hversins. í þetta sinn brást hann okkur ekki. Með gný svo miklum að líktist nálægt fallbyssudrunum og hljóðhimnurnar ætluðu að rifna hóf Geysir eitt af þessum stór- gosum sínum, sem hann er fræg- ur fyrir. Jörðin skalf undir fót- um manns og drunurnar berg- máluðu í hæðunum í kring. Hverinn skaut hverri gossúlunni af annarri upp i loftið og við hvern nýjan jarðtitring hækkaði gossúlan, svo manni fannst þessi sjóðheita himinglæfa nema við „himin háan“. f byrjun gossins var súlan að mestu leyti sjóðandi vatnsstrókur, en þegar leið á gos- ið, aðskildist súlan í mjórri bun- ur, sem féllu eins og bjartir foss- ar í mildu morgunljósinu niður í sjóðandi hverinn, sem hvæsti og bullaði neðan undir. Gosið stóð fimm mínútur og gossúlan náði um 130 enskra feta (40 m) hæð. Smátt og smátt dró úr neðan- jarðardrununum, gossúlan hvarf og jarðhræringarnar fundust ekki lengur, — og manni fannst maður aftur standa á fastri fold. Allt í einu birtist syfjaður, reið- ákafa hreyfingu og eimskýin ykjust mikið, þá spýtti hann að- eins nokkrum gusum yfir barm- ana og lagðist svo niður, nöldr- andi, í sitt venjulega vatnsborð. Við nöldruðum líka yfir því að vera ónáðuð við matinn, og sá fyndnasti í hópnum stakk upp á því að kasta bréfmiða með árit- uninni „stundvísi er undirstaða viðskiptanna" í Geysi og fleira sögðu menn í vonbrigðunum til háðungar Geysi gamla. Út af þessum sameiginlegu vonbrigð- um okkar, sem þarna vorum stödd, fóru ýmsir, sem við þekkt- um ekki, — aðallega fslendingar, úr ýmsum landshlutum, — að yrða vinalega á okkur og sögðu meðal annars að Geysir hefði verið með þessi umbrot í síðustu þrjú dægrin og þeir væru orðnir dauðþreyttir á þessum stöðugu hlaupum fram og aftur. Og „hrot- herrann“ — sá sem hraut svo snjallt, við fyrstu heimsókn okk- ar í gistihúsið — spáði, með al- vörusvip, að Geysir mundi alls ekki gjósa og bætti við, að per- sónuleg skoðun sín væri, að gos Geysis væru tóm svik og ýkjur. Til þess að bæta gráu ofan á svart og draga enn meir úr vonum okkar, var okkur sagt, að hópur danskra stúdenta hefði beðið við hverinn í tvo daga án þess að fá nokkurt gos; hafði þó danska ríkisstjórnin fyrirskipað að horfa ekki í kostnaðinn við sápugjöf í Geysi — sápa er venjulegt erti- 62 VTKAN-JÓLABLAÐ lyf til að koma af stað gosi — enda hafði henni verið mokað í hverinn í heilum hestburðum, algerlega árangurslaust. Skömmu eftir að stúdentahópurinn hafði kvatt Geysi í fússi og með litlum virktum hafði þó uppsölulyfið Ju-ifið.* Einn þessara nýju kunn- ingja okkar var unglingspiltur, sem þráði mjög að auka þekk- ingu sína á máli okkar og hafði þann hátt á því, að hann skaut að okkur skrýtnum skeytum á undarlegri ensku. Þegar sameig- inleg þekking okkar nægði ekki til að komast að þýðingu sumra þessara skeyta hans, sat hann raunamæddur, eins og hann vor- kenndi okkur að við skyldum vera þeir aular að skilja ekki móðurmál okkar. Meðal annarra fróðlegra upplýsinga um sjálfan sin sagði hann okkur að hann „léki á reiðhjólið sitt á hverju kvöldi". * Dönsku stúdentarnir voru við Geysi 9. ágúst. Þeir voru 80, með 16 fyldarmenn og 150 hesta. Með- al þeirra voru ýmsir, sem síðar urðu mætir og frægir menn. Far- arstjóri leiðangursins var Mylius Ericsen, hinn frægi landkönnuður, sem siðar fórst í Grænlandi. „Hest- burðirnir" af sápu, sem frúin minnist á, segir „Isafold" að hafi verið 15 pund. Talað er um að Geysir hafi gosið „hvað eftir ann- að“ um kvöldið, eftir að stúdent- arnir komu frá Gullfossi — sem þeir dást meira að en Geysir — en umsögnin ber með sér, að ekki var um raunveruleg gos að ræða, heldur aðeins skvettur — Þýð. t I 0) 11 o 3 = 9 o 5 y s í Lífgiö upp á háralit yðar meö WELLAT0N, hár- skolinu sem inniheldur næringarefni. Islenzkur leiðarvísir meö hverri túpu. Merkið tryggir gæðin Halldór Jónsson hf. Hafnarstræti 18 Sími 22170
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.