Vikan


Vikan - 04.12.1969, Síða 65

Vikan - 04.12.1969, Síða 65
ég gæti vel opnað búð sjálfur. Það eina, sem ég hef ekki freist- azt til að kaupa, er pinata, en nokkrum dögum síðar kem ég á posada og fæ þá að sjá, hvernig krukkurnar eru notaðar. Við vorum saman, þrír Danir og ein Ameríkustúlka, sem höfð- um komið okkur saman um að halda jólin saman í smábænum Tlaxcala, þriggja tíma akstur frá Mexico City, einum elzta spánsk- mexikanska bænum í landinu. Árdegis á aðfangadag hittumst við, hlaðin bögglum og körfum, á stöðinni fyrir bíla til Puebla. í Tlaxcala var svolítið gistihús, þar sem við gátum fengið að vera, en jólamatinn urðum við að hafa með okkur sjálf. Við höfðum fengið ungan og feitan kalkúna steiktan í kaffihúsinu okkar, og sótt hann um morguninn, brún- an og ilmandi, beint af teininum. Indverska matseljan vina minna hafði beitt öllu sínu hugviti og búið til skorpusteik, posteikur og jólaköku. Ameríska stúlkan kom með fangið fullt af kris- þyrni og mistilteini, til að bæta upp jólatréð, og með jólasvein, sem var nærri því eins langur og hún sjálf: I þau tíu ár, sem hún hafði haldið jólin víðsvegar í Mexico, hafði hún alltaf haft þennan jólasvein með sér; öll ferðalögin höfðu slitið honum út, svo að sagið sáldraðist úr löpp- unum á honum, og þess vegna lengdist hann með hverju árinu. Til allrar hamingju vorum við komin svo snemma á bílstöðina, að við gátum tryggt okkur sæti og komið farangrinum fyrir áð- ur en aðstreymið kom. Vegna jól- anna var baráttan um sætin enn harðari en annars. Þarna komu Mexicokonur og börn með heil fjöll af farangri. Indíánar á leið heim til sín af jólamarkaðinum með allt sitt hafurtask — saman- vafðar mottur og körfur með lif- andi hænsnum og smágrísum — einn hafði meira að segja stóran, grænan páfagauk í fanginu, sikjaftandi á reiprennandi spænsku. Með einhverjum undursam- legum hætti tókst að útvega öll- um pláss. Eins og úttroðin Nóa- örk valt svo stór og þungur al- menningsbíllinn af stað og út úr borginni. Hver einasti fersenti- metri í bílnum var notaður. Ég sat vel varinn. Ég hafði heitan kalkúninn og tvær Chianti- flöskur í fanginu, digra Indíána- kerlingu á hnjánum og körfu með gaggandi hænsnum milli fótanna. Hver sat á jólakökunni og skorpusteikinni, var ekki hægt að sjá, en það mundi koma í ljós á leiðarenda. Leiðin milli Mexico City og Puebla er sú fjölfarnasta í Mexi- co og jafnframt ein sú fegursta. Hún liggur um dásamlegt fjall- lendi í beygjum og brekkum upp i 10.000 feta hæð. Vegurinn upp fjöllin er mjór og liggur þannig, að vagnar, sem eru á leiðinni til Puebla aka á fremri brúninni út að hengifluginu. Á hverju augna- bliki komu stórir almennings- vagnar eða vöruvagnar drun- andi á móti okkur í kröppu beygjunum, svo að við urðum að víkja út á fremstu brún, en kaffibrúni bílstjórinn okkar lét það ekki á sig fá. Með sígarett- una dinglandi í munninum stýrði hann öruggt „Örkinni hans Nóa“ á fleygiferð í beygjum, og kven- fólkið æpti í hvert sinn sem við mættum bíl. Við Telapan — hæsta blettinn á leiðinni — námum við staðar til þess að hella köldu vatni á sjóðandi kælinn. Fyrir neðan fætur okkar breiddi öldótt há- sléttan úr sér með grænum döl- um og ásum, og í tæru desem- berloftinu sáum við hin frægu fjögur eldfjöll, Popocatepetl, Ix- accuhuatl, Malince og Orizaba lyfta skínandi hvítum skallanum upp í bláan himininn. Undir eins og sjóðheitur kæl- irinn hafði svalað þorstanum, var haldið undan brekkunni á fleygiferð — 3000 fet niður á 20 mínútum — svo renndum við inn í lítinn bæ, St. Martin Texme- lucca, og þar var fyrsta áfang- anum lokið. Meðan „Örkin hans Nóa“ rann áfram til Puebla, þinguðum við yfir bolla af svörtu Mexicokaffi við gestgjafann í lítilli krá, um að útvega okkur vagn, sem gæti flutt okkur til Tlaxcala, sem er um 30 km fyrir austan þjóðveg- inn. Við vorum heppin. Hálftíma síðar staðnæmdist eini bíllinn í bænum — gamall Ford — við dyrnar. Þegar við höfðum kom- ið okkur og farangrinum fyrir í honum og ætluðum að fara að leggja upp, kom Mexicani að bílnum. Af fatnaði hans og fram- ferði mátti sjá, að þetta var mað- ur af „gente razon“ — menntað- ur maður. Hann kom til að spyrja hvort langt mundi verða þangað til bíllinn kæmi aftur. Hann ætl- aði líka til Tlaxcala, en við höfð- um orðið fyrri til að ná í bílinn. Við buðum honum að verða sam- ferða, og þáði hann það og þakk- aði mjög vel fyrir. Manuel Cabrera hét samferða- maðurinn, og það kom á daginn, að hann var virtur og vel efnað- ur kaupmaður í Tlaxcala. Hann fullvissaði okkur um að hann væri hrærður og stoltur yfir því, að við, framandi fólkið, skyldum hafa kosið, að halda jól- in í Tlaxcala. Áður en þangað kom, vorum við orðnin svo góðir vinir Man- uels Cabrera, að hann bauð okk- ur á posada, sem átti að halda heima hjá honum um kvöldið, svo að við gætum séð, hvernig Mexikanar tækju á móti jólun- um. Gistihúsið stóð við torgið — plaza — og græn, skuggasæl tré SQ-hlJömplötur* Jólin hennar ómmu Jólaplata okkar i ár er ólík öllum öðrum jólaplötum, því hún er í formi leikrits. Börnin koma í heimsókn til ömmu um jólin og þar skeður margt skemmtilegt. Amma segir þeim frá jólunum eins og þau voru þegar hún var ung og börnin syngja fyrir ömmu jólasálma, barnasálma og jólalög. Og þá má ekki gleyma heimsókn jólasveinsins. Þetta er sérlega hugþekk plata og þroskandi fyrir börn. Fyrri jólaplötur SG-hljómplatna njóta enn sömu vinsælda. Þar er fyrst og fremst hin frábæra plata ÓMARS RAGN- ARSSONAR, þar sem hann bregður sér í hlutverk GÁTTA- ÞEFS. Aðrar skemmtilegar barnaplötur, sem hentugar eru til jólagjafa er hin skemmtilega plata BESSA BJARNA- SONAR þar sem hann syngur hinar sígildu vísur STEFÁNS JÓNSSONAR og svo að sjálfsögðu barnaleikritið DÝRIN í HÁLSASKÓGI. SG - hilíómplötur __________________ VIICAN-JÓLABLAÐ 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.